Svæsnasta kvöldið í Eurovision-vikunni hingað til? Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2023 21:01 Selma Björnsdóttir og Friðrik Ómar Hjörleifsson fyrir utan Euroclub nú í vikunni, rétt áður en þau æfðu kraftmikið atriði sitt á klúbbnum. Eurovision-goðsagnirnar Selma Björnsdóttir og Friðrik Ómar Hjörleifsson létu ekki sitt eftir liggja á Eurovision-vertíðinni sem nú stendur sem hæst í Liverpool. Í kringum þau hefur myndast stór og tryggur aðdáendahópur karlmanna sem þau hlakka til að hitta á hverju ári. Eurovísir fylgdi Selmu og Friðriki á æfingu í Euroclub, þar sem mesta og svæsnasta Eurovision-djammið fer fram. Euroclub er sérstakt Eurovision-fyrirbæri. Fundinn er staður fyrir klúbbinn í gestgjafaborg keppninnar ár hvert og á honum koma fram fyrrverandi keppendur sem eru í uppáhaldi hjá aðdáendum. Listinn í ár er sannarlega stjörnum prýddur; Keiino frá Noregi, hin moldóvísku Sunstroke Project, írsku tvíburarnir Jedward og hin sænska Charlotte Perelli bera einna hæst. Og svo auðvitað Selma og Friðrik Ómar. Selma keppti eins og frægt er fyrir hönd Íslands í Eurovision árin 1999 og 2005 og Friðrik Ómar var fulltrúi Íslands ásamt Regínu Ósk árið 2008. Þau hafa oft komið fram á Euroclub síðustu ár og trylla þá lýðinn með eigin lögum; All Out Of Luck, If I Had Your Love og This Is My Life, en flytja einnig Eurovision-slagara á borð við Wild Dances (Úkraína 2004) og My Number One (Grikkland 2005). Eurovísir fylgdi Selmu og Friðriki á æfingu í Euroclub í Liverpool áður en þau tróðu þar upp nú í vikunni. Innslagið með Euro-stjörnunum tveimur hefst á mínútu 2:12 . Þá sjáum við óvænt bregða fyrir gömlum sigurvegara Eurovision, sem var við æfingar á sama tíma. „Þetta er mikið svolítið sami hópurinn sem flakkar á milli þessara borga þar sem Eurovision er haldið þannig að þeim finnst líka bara gaman að hitta okkur aftur og aftur og okkur finnst líka gaman að hitta þá. Ég tek það fram, þá, strákana,“ segir Friðrik Ómar. „Já, þetta eru 99 prósent karlmenn. Og það er alltaf hressandi þegar þeir taka undir, ég verð alltaf svo hissa,“ segir Selma og sýnir með leikrænum tilburðum hvernig dimmraddaðir aðdáendurnir bera sig að þegar hún flytur All Out Of Luck. „Bara fimmtán hundruð menn, áttund neðar og það er geggjað.“ Hvað er það klikkaðasta sem hefur gerst á Euroclub? „Eitthvað sem gerist baksviðs. Til dæmis að skemmta í kvöld með Conchitu Würst, ég hlakka til að hitta hana. Þannig að ég held bara að það svæsnasta verði í kvöld með henni,“ segir Friðrik glettinn. „Þannig að við getum kannski ekki sagt frá því,“ bætir Selma sposk við. Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool. Fyrri þætti má nálgast hér. Eurovision Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Austurríski dúettinn ríður á vaðið og Loreen níunda á svið Austurríski kvendúettinn sem spyr sig hver Edgar sé verður fyrstur á svið á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer annað kvöld. Sænska söngkonan Loreen verður níunda, hinn finnski Käärijä þrettándi og breska söngkonan Mae Muller mun síðust stíga á stokk. 12. maí 2023 07:41 Bjóst við því að komast áfram „Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Ég bjóst við því að komast áfram en þetta gekk ógeðslega vel og ég er bara mjög góð,“ segir Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, innt eftir viðbrögðum við niðurstöðu kvöldsins. 11. maí 2023 23:30 Var vöruð við Íslendingum eftir að hún vann Diljá Pétursdóttir fulltrúi Íslands í Eurovision er gríðarvel stemmd fyrir undankvöld keppninnar sem fram fer í Liverpool í kvöld. Hún segist ekkert hugsa út í veðbanka og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig henni sé spáð. Þá hafi hún eingöngu fundið fyrir stuðningi frá Íslendingum þrátt fyrir viðvaranir um annað. 11. maí 2023 12:00 Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
Euroclub er sérstakt Eurovision-fyrirbæri. Fundinn er staður fyrir klúbbinn í gestgjafaborg keppninnar ár hvert og á honum koma fram fyrrverandi keppendur sem eru í uppáhaldi hjá aðdáendum. Listinn í ár er sannarlega stjörnum prýddur; Keiino frá Noregi, hin moldóvísku Sunstroke Project, írsku tvíburarnir Jedward og hin sænska Charlotte Perelli bera einna hæst. Og svo auðvitað Selma og Friðrik Ómar. Selma keppti eins og frægt er fyrir hönd Íslands í Eurovision árin 1999 og 2005 og Friðrik Ómar var fulltrúi Íslands ásamt Regínu Ósk árið 2008. Þau hafa oft komið fram á Euroclub síðustu ár og trylla þá lýðinn með eigin lögum; All Out Of Luck, If I Had Your Love og This Is My Life, en flytja einnig Eurovision-slagara á borð við Wild Dances (Úkraína 2004) og My Number One (Grikkland 2005). Eurovísir fylgdi Selmu og Friðriki á æfingu í Euroclub í Liverpool áður en þau tróðu þar upp nú í vikunni. Innslagið með Euro-stjörnunum tveimur hefst á mínútu 2:12 . Þá sjáum við óvænt bregða fyrir gömlum sigurvegara Eurovision, sem var við æfingar á sama tíma. „Þetta er mikið svolítið sami hópurinn sem flakkar á milli þessara borga þar sem Eurovision er haldið þannig að þeim finnst líka bara gaman að hitta okkur aftur og aftur og okkur finnst líka gaman að hitta þá. Ég tek það fram, þá, strákana,“ segir Friðrik Ómar. „Já, þetta eru 99 prósent karlmenn. Og það er alltaf hressandi þegar þeir taka undir, ég verð alltaf svo hissa,“ segir Selma og sýnir með leikrænum tilburðum hvernig dimmraddaðir aðdáendurnir bera sig að þegar hún flytur All Out Of Luck. „Bara fimmtán hundruð menn, áttund neðar og það er geggjað.“ Hvað er það klikkaðasta sem hefur gerst á Euroclub? „Eitthvað sem gerist baksviðs. Til dæmis að skemmta í kvöld með Conchitu Würst, ég hlakka til að hitta hana. Þannig að ég held bara að það svæsnasta verði í kvöld með henni,“ segir Friðrik glettinn. „Þannig að við getum kannski ekki sagt frá því,“ bætir Selma sposk við. Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool. Fyrri þætti má nálgast hér.
Eurovision Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Austurríski dúettinn ríður á vaðið og Loreen níunda á svið Austurríski kvendúettinn sem spyr sig hver Edgar sé verður fyrstur á svið á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer annað kvöld. Sænska söngkonan Loreen verður níunda, hinn finnski Käärijä þrettándi og breska söngkonan Mae Muller mun síðust stíga á stokk. 12. maí 2023 07:41 Bjóst við því að komast áfram „Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Ég bjóst við því að komast áfram en þetta gekk ógeðslega vel og ég er bara mjög góð,“ segir Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, innt eftir viðbrögðum við niðurstöðu kvöldsins. 11. maí 2023 23:30 Var vöruð við Íslendingum eftir að hún vann Diljá Pétursdóttir fulltrúi Íslands í Eurovision er gríðarvel stemmd fyrir undankvöld keppninnar sem fram fer í Liverpool í kvöld. Hún segist ekkert hugsa út í veðbanka og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig henni sé spáð. Þá hafi hún eingöngu fundið fyrir stuðningi frá Íslendingum þrátt fyrir viðvaranir um annað. 11. maí 2023 12:00 Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
Austurríski dúettinn ríður á vaðið og Loreen níunda á svið Austurríski kvendúettinn sem spyr sig hver Edgar sé verður fyrstur á svið á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer annað kvöld. Sænska söngkonan Loreen verður níunda, hinn finnski Käärijä þrettándi og breska söngkonan Mae Muller mun síðust stíga á stokk. 12. maí 2023 07:41
Bjóst við því að komast áfram „Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Ég bjóst við því að komast áfram en þetta gekk ógeðslega vel og ég er bara mjög góð,“ segir Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, innt eftir viðbrögðum við niðurstöðu kvöldsins. 11. maí 2023 23:30
Var vöruð við Íslendingum eftir að hún vann Diljá Pétursdóttir fulltrúi Íslands í Eurovision er gríðarvel stemmd fyrir undankvöld keppninnar sem fram fer í Liverpool í kvöld. Hún segist ekkert hugsa út í veðbanka og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig henni sé spáð. Þá hafi hún eingöngu fundið fyrir stuðningi frá Íslendingum þrátt fyrir viðvaranir um annað. 11. maí 2023 12:00