Djammbannið var löglegt Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. maí 2023 16:28 Austurátt ehf höfðaði málið vegna lokunar The English Pub Hanna Landsréttur sýknaði í dag íslenska ríkið af kröfum eigenda skemmtistaðarins The English Pub. Eigendurnir höfðu krafist skaðabóta vegna fjártjóns af völdum lokunar í covid-faraldrinum. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 14. janúar árið 2022. Eigendur skemmtistaðarins, félagið Austurátt ehf, höfðaði málið í febrúarmánuði árið 2021. Kröfðust þeir viðurkenningar á skaðabótaábyrgð ríkisins vegna lokana í samkomubanni. Ekkert hafi réttlætt það að veitingastaðaeigendur hafi mátt hafa opið, með takmörkunum þó, en skemmtistaðaeigendum gert að loka alfarið í fjóra mánuði. Að mati Auðar Bjargar Jónsdóttur lögmanns Austuráttar hafi meðalhófs ekki verið gætt í málinu né jafnræðisregla stjórnarskrárinnar virt. Í þágildandi sóttvarnarlögum hafi ekki verið minnst á heimild til að skerða atvinnufrelsi eða loka einkareknum fyrirtækjum. Lokanirnar voru gerðar vorið og haustið árið 2020. Samkvæmt Þórólfi Guðnasyni þáverandi sóttvarnarlækni voru skemmtistaðirnir þungamiðja smita á þeim tíma. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var vitni í málinuVilhelm Gunnarsson Þórólfur var vitni í málinu og sagði að viðbrögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda hefðu tekið mið af viðbrögðum í öðrum löndum og samráð hefði verið haft. Þegar veiran hefði borist til landsins eftir skíðaferðalög fólks til Austurríkis hefði komið í ljós að fjöldi smita tengdist skemmtistöðum. Ekki sýnt fram á umfang taps Í óröskuðum héraðsdómi sagði að í ljósi þess hversu útbreidd smit voru í samfélaginu á þessum tíma telji dómurinn ekki unnt að slá því föstu að ákvarðanir ráðherra um að loka krám og skemmtistöðum hafi gengið lengra en nauðsynlegt var. Þá hafi ríkið stofnað til ýmis konar úrræða fyrir fyrirtæki sem þurftu að loka dyrum sínum fyrir viðskiptavinum. Þá hafi Austurátt ekki brugðist við ítrekuðum áskorunum um að upplýsa um nánara umfang taps, það er fjárhæðir, og þá aðstoð sem félagið hefur fengið. „Þá telur dómurinn jafnframt að meta verði aðgerðir stefnda í ljósi þess að með þeim var ekki aðeins stefnt að því að vernda líf og heilsu almennings hér á landi heldur var þeim einnig ætlað að hafa hemil á frekari samfélagslegum áhrifum heimsfaraldurs COVID-19 sem kom upp skjótt og breiddist hratt út,“ segir í dómnum. „Af þessum sökum verður ekki fallist á málatilbúnað stefnanda um að þær opinberu sóttvarnaaðgerðir stefnda að loka krám og skemmtistöð um á umræddu tímabili hafi ekki samræmst meðalhófsreglu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Næturlíf Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið ekki skaðabótaskylt vegna djammbanns Hið opinbera er ekki skaðabótaskylt vegna lokunar skemmtistaða og bara hér á landi sökum faraldurs kórónuveirunnar. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem opinberuð var í dag en í úrskurðinum segir meðal annars að smit þrjú þúsund þeirra sextán þúsund sem smituðust í fjórðu bylgjunni hafi mátt rekja til eins skemmtistaðar. 14. janúar 2022 22:42 Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15. febrúar 2021 23:27 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Sjá meira
Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 14. janúar árið 2022. Eigendur skemmtistaðarins, félagið Austurátt ehf, höfðaði málið í febrúarmánuði árið 2021. Kröfðust þeir viðurkenningar á skaðabótaábyrgð ríkisins vegna lokana í samkomubanni. Ekkert hafi réttlætt það að veitingastaðaeigendur hafi mátt hafa opið, með takmörkunum þó, en skemmtistaðaeigendum gert að loka alfarið í fjóra mánuði. Að mati Auðar Bjargar Jónsdóttur lögmanns Austuráttar hafi meðalhófs ekki verið gætt í málinu né jafnræðisregla stjórnarskrárinnar virt. Í þágildandi sóttvarnarlögum hafi ekki verið minnst á heimild til að skerða atvinnufrelsi eða loka einkareknum fyrirtækjum. Lokanirnar voru gerðar vorið og haustið árið 2020. Samkvæmt Þórólfi Guðnasyni þáverandi sóttvarnarlækni voru skemmtistaðirnir þungamiðja smita á þeim tíma. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var vitni í málinuVilhelm Gunnarsson Þórólfur var vitni í málinu og sagði að viðbrögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda hefðu tekið mið af viðbrögðum í öðrum löndum og samráð hefði verið haft. Þegar veiran hefði borist til landsins eftir skíðaferðalög fólks til Austurríkis hefði komið í ljós að fjöldi smita tengdist skemmtistöðum. Ekki sýnt fram á umfang taps Í óröskuðum héraðsdómi sagði að í ljósi þess hversu útbreidd smit voru í samfélaginu á þessum tíma telji dómurinn ekki unnt að slá því föstu að ákvarðanir ráðherra um að loka krám og skemmtistöðum hafi gengið lengra en nauðsynlegt var. Þá hafi ríkið stofnað til ýmis konar úrræða fyrir fyrirtæki sem þurftu að loka dyrum sínum fyrir viðskiptavinum. Þá hafi Austurátt ekki brugðist við ítrekuðum áskorunum um að upplýsa um nánara umfang taps, það er fjárhæðir, og þá aðstoð sem félagið hefur fengið. „Þá telur dómurinn jafnframt að meta verði aðgerðir stefnda í ljósi þess að með þeim var ekki aðeins stefnt að því að vernda líf og heilsu almennings hér á landi heldur var þeim einnig ætlað að hafa hemil á frekari samfélagslegum áhrifum heimsfaraldurs COVID-19 sem kom upp skjótt og breiddist hratt út,“ segir í dómnum. „Af þessum sökum verður ekki fallist á málatilbúnað stefnanda um að þær opinberu sóttvarnaaðgerðir stefnda að loka krám og skemmtistöð um á umræddu tímabili hafi ekki samræmst meðalhófsreglu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Næturlíf Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið ekki skaðabótaskylt vegna djammbanns Hið opinbera er ekki skaðabótaskylt vegna lokunar skemmtistaða og bara hér á landi sökum faraldurs kórónuveirunnar. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem opinberuð var í dag en í úrskurðinum segir meðal annars að smit þrjú þúsund þeirra sextán þúsund sem smituðust í fjórðu bylgjunni hafi mátt rekja til eins skemmtistaðar. 14. janúar 2022 22:42 Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15. febrúar 2021 23:27 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Sjá meira
Ríkið ekki skaðabótaskylt vegna djammbanns Hið opinbera er ekki skaðabótaskylt vegna lokunar skemmtistaða og bara hér á landi sökum faraldurs kórónuveirunnar. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem opinberuð var í dag en í úrskurðinum segir meðal annars að smit þrjú þúsund þeirra sextán þúsund sem smituðust í fjórðu bylgjunni hafi mátt rekja til eins skemmtistaðar. 14. janúar 2022 22:42
Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15. febrúar 2021 23:27