Linda Yaccarino ráðin nýr forstjóri Twitter Máni Snær Þorláksson skrifar 12. maí 2023 17:44 Linda Yaccarino er nýr forstjóri Twitter samkvæmt Elon Musk. Getty/Cindy Ord Linda Yaccarino er konan sem Elon Musk, eigandi Twitter, hefur ráðið sem forstjóra Twitter. Musk hefur verið starfandi forstjóri fyrirtækisins síðan hann keypti allt hlutafé í því í október í fyrra. Yaccarino mun að sögn Musk hefja störf eftir sex vikur. Yaccarino er fyrrverandi auglýsingastjóri hjá NBCUniversal. Þar var hún yfirmaður ríflega tvö þúsund starfsmanna og sá, ásamt fleirum, um að koma streymiveitu fyrirtækisins í loftið. Hún starfaði hjá NBCUniversal í tólf ár en fyrir það starfaði hún hjá Turner Entertainment í fimmtán ár. Samkvæmt Musk mun Yaccarino aðallega leggja áherslu á viðskiptahluta fyrirtækisins. Hann muni sjálfur einbeita sér að vöruhönnun og tækni. Í síðasta mánuði var greint frá því að Musk væri búinn að breyta nafninu á fyrirtækinu í X Corp. og að um væri að ræða skref í átt að framtíðaráformum hans. Hann miði að því að gera Twitter að smáforriti fyrir „allt.“ „Spenntur að vinna með Lindu í að breyta þessum vettvangi í X, smáforritið fyrir allt,“ segir Musk einmitt í færslu sem hann birtir á Twitter-síðu sinni í dag. I am excited to welcome Linda Yaccarino as the new CEO of Twitter!@LindaYacc will focus primarily on business operations, while I focus on product design & new technology.Looking forward to working with Linda to transform this platform into X, the everything app. https://t.co/TiSJtTWuky— Elon Musk (@elonmusk) May 12, 2023 Twitter Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Musk segist hafa fundið konu til að stýra Twitter Kona tekur við sem forstjóri samfélagsmiðilsins Twitter ef eitthvað er að marka Elon Musk, eiganda og starfandi forstjóra miðilsins. Hann segist sjálfur ætla að halda áfram sem starfandi stjórnarformaður og tæknistjóri Twitter. 11. maí 2023 21:02 Mest lesið Sefur í tjaldi í hverjum mánuði Atvinnulíf Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Yaccarino er fyrrverandi auglýsingastjóri hjá NBCUniversal. Þar var hún yfirmaður ríflega tvö þúsund starfsmanna og sá, ásamt fleirum, um að koma streymiveitu fyrirtækisins í loftið. Hún starfaði hjá NBCUniversal í tólf ár en fyrir það starfaði hún hjá Turner Entertainment í fimmtán ár. Samkvæmt Musk mun Yaccarino aðallega leggja áherslu á viðskiptahluta fyrirtækisins. Hann muni sjálfur einbeita sér að vöruhönnun og tækni. Í síðasta mánuði var greint frá því að Musk væri búinn að breyta nafninu á fyrirtækinu í X Corp. og að um væri að ræða skref í átt að framtíðaráformum hans. Hann miði að því að gera Twitter að smáforriti fyrir „allt.“ „Spenntur að vinna með Lindu í að breyta þessum vettvangi í X, smáforritið fyrir allt,“ segir Musk einmitt í færslu sem hann birtir á Twitter-síðu sinni í dag. I am excited to welcome Linda Yaccarino as the new CEO of Twitter!@LindaYacc will focus primarily on business operations, while I focus on product design & new technology.Looking forward to working with Linda to transform this platform into X, the everything app. https://t.co/TiSJtTWuky— Elon Musk (@elonmusk) May 12, 2023
Twitter Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Musk segist hafa fundið konu til að stýra Twitter Kona tekur við sem forstjóri samfélagsmiðilsins Twitter ef eitthvað er að marka Elon Musk, eiganda og starfandi forstjóra miðilsins. Hann segist sjálfur ætla að halda áfram sem starfandi stjórnarformaður og tæknistjóri Twitter. 11. maí 2023 21:02 Mest lesið Sefur í tjaldi í hverjum mánuði Atvinnulíf Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Musk segist hafa fundið konu til að stýra Twitter Kona tekur við sem forstjóri samfélagsmiðilsins Twitter ef eitthvað er að marka Elon Musk, eiganda og starfandi forstjóra miðilsins. Hann segist sjálfur ætla að halda áfram sem starfandi stjórnarformaður og tæknistjóri Twitter. 11. maí 2023 21:02