„Það vill enginn spila á svona fótboltavöllum“ Hinrik Wöhler skrifar 13. maí 2023 19:15 Rúnar í leik dagsins. Vísir/Anton Brink Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, þurfti að sætta sig við 1-0 tap á móti Breiðablik á Meistaravöllum í dag. Hann var svekktur eftir leikinn en þetta var baráttuleikur sem gat fallið báðum megin að mati Rúnars. „Tilfinningin er alltaf jafn súr þegar þú tapar fótboltaleikjum. Leikurinn var erfiður fyrir bæði lið, mikil stöðubarátta. Tvö skot á mark í öllum leiknum, við fengum eitt á okkur og þeir fengu eitt á sig og þeir vinna 1-0. Bara sorglegt, leikmennirnir mínir lögðu ótrúlega mikla vinnu í þetta og börðust. Þeir sýndu að þeir vilja virkilega standa sig fyrir félagið. Því miður þá hvorki skorum við né höldum hreinu, það er bara sem skiptir máli í dag,“ sagði Rúnar eftir leikinn í dag. Leikurinn var lokaður framan af og áttu liðin í erfiðleikum að skapa sér færi á þungum og blautum velli. Gísli Eyjólfsson reyndist hetja Íslandsmeistaranna með marki á 82. mínútu leiksins. „Mér finnst við ekki eiga að tapa honum, það eru nánast engin færi í leiknum og hann er mjög lokaður. Í fyrri hálfleik var mikil rigning og vindur sem gerir það að verkum að það er erfitt að spila og við náum ekki eins löngum köflum og þeir. Þó nægilega mikið til að búa eitthvað til, það vantar smá sjálfstraust og eðlilega eru þetta búnar að vera erfiðar vikur. Maður sér kannski muninn á liðunum að Blikar þorðu meira að taka boltann niður en við og það hefur með sjálfstraustið að gera.“ Grasvöllurinn í Vesturbæ hefur ekki komið vel undan vetri, líkt og flestir grasvellir landsins. Úrhellisrigning var fyrir og á meðan leik stóð sem gerði leikmönnum afar erfitt fyrir. „Það vill enginn spila á svona fótboltavöllum og það vill enginn fara á fótboltaleiki í svona veðri. Þetta er bara hluti af þessu, Íslandsmótið er þannig núna og leikirnir fara fram. Veturinn búinn að vera erfiður og völlurinn ekki tilbúinn og þá er það svoleiðis,“ sagði Rúnar um vallaraðstæður í dag. KR hefur farið illa af stað á Íslandsmótinu, liðið situr í fallsæti og hefur ekki sigrað leik síðan á móti Keflavík í annarri umferð. Til að bæta gráu ofan á svart þá hefur liðið hefur ekki skorað í fimm leikjum í röð og er það gífurlegt áhyggjuefni að mati Rúnars. „Staðan er mjög erfið fyrir okkur alla, við erum ekki búnir að skora í fimm leikjum í röð og það er alvarleg staða. Liðið stóð sig vel og lagði á sig vinnu og börðust. Ég get ekki farið inn í klefa og skammað þá fyrir að hafa ekki lagt sig fram en þetta féll með Blikum.“ Rúnar býst við að KR-ingar munu ræða stöðu mála líkt og þeir hafa gert undanfarnar vikur. „Við erum búnir að setjast niður síðastliðnar vikur og við munum væntanlega setjast niður aftur núna. Það er bara næsta verkefni, það er æfing á mánudaginn og svo er leikur í vikunni. Við sjáum hvernig það fer,“ sagði Rúnar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR – Breiðablik 0-1 | Vonleysi í Vesturbænum Breiðablik vann KR með einu marki gegn engu í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. KR hefur nú tapað fimm leikjum í röð, án þess að skora mark, á meðan Blikar halda í við topplið deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. maí 2023 17:55 Mest lesið Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Fram | Langþráður titill í húfi Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Sjá meira
„Tilfinningin er alltaf jafn súr þegar þú tapar fótboltaleikjum. Leikurinn var erfiður fyrir bæði lið, mikil stöðubarátta. Tvö skot á mark í öllum leiknum, við fengum eitt á okkur og þeir fengu eitt á sig og þeir vinna 1-0. Bara sorglegt, leikmennirnir mínir lögðu ótrúlega mikla vinnu í þetta og börðust. Þeir sýndu að þeir vilja virkilega standa sig fyrir félagið. Því miður þá hvorki skorum við né höldum hreinu, það er bara sem skiptir máli í dag,“ sagði Rúnar eftir leikinn í dag. Leikurinn var lokaður framan af og áttu liðin í erfiðleikum að skapa sér færi á þungum og blautum velli. Gísli Eyjólfsson reyndist hetja Íslandsmeistaranna með marki á 82. mínútu leiksins. „Mér finnst við ekki eiga að tapa honum, það eru nánast engin færi í leiknum og hann er mjög lokaður. Í fyrri hálfleik var mikil rigning og vindur sem gerir það að verkum að það er erfitt að spila og við náum ekki eins löngum köflum og þeir. Þó nægilega mikið til að búa eitthvað til, það vantar smá sjálfstraust og eðlilega eru þetta búnar að vera erfiðar vikur. Maður sér kannski muninn á liðunum að Blikar þorðu meira að taka boltann niður en við og það hefur með sjálfstraustið að gera.“ Grasvöllurinn í Vesturbæ hefur ekki komið vel undan vetri, líkt og flestir grasvellir landsins. Úrhellisrigning var fyrir og á meðan leik stóð sem gerði leikmönnum afar erfitt fyrir. „Það vill enginn spila á svona fótboltavöllum og það vill enginn fara á fótboltaleiki í svona veðri. Þetta er bara hluti af þessu, Íslandsmótið er þannig núna og leikirnir fara fram. Veturinn búinn að vera erfiður og völlurinn ekki tilbúinn og þá er það svoleiðis,“ sagði Rúnar um vallaraðstæður í dag. KR hefur farið illa af stað á Íslandsmótinu, liðið situr í fallsæti og hefur ekki sigrað leik síðan á móti Keflavík í annarri umferð. Til að bæta gráu ofan á svart þá hefur liðið hefur ekki skorað í fimm leikjum í röð og er það gífurlegt áhyggjuefni að mati Rúnars. „Staðan er mjög erfið fyrir okkur alla, við erum ekki búnir að skora í fimm leikjum í röð og það er alvarleg staða. Liðið stóð sig vel og lagði á sig vinnu og börðust. Ég get ekki farið inn í klefa og skammað þá fyrir að hafa ekki lagt sig fram en þetta féll með Blikum.“ Rúnar býst við að KR-ingar munu ræða stöðu mála líkt og þeir hafa gert undanfarnar vikur. „Við erum búnir að setjast niður síðastliðnar vikur og við munum væntanlega setjast niður aftur núna. Það er bara næsta verkefni, það er æfing á mánudaginn og svo er leikur í vikunni. Við sjáum hvernig það fer,“ sagði Rúnar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR – Breiðablik 0-1 | Vonleysi í Vesturbænum Breiðablik vann KR með einu marki gegn engu í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. KR hefur nú tapað fimm leikjum í röð, án þess að skora mark, á meðan Blikar halda í við topplið deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. maí 2023 17:55 Mest lesið Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Fram | Langþráður titill í húfi Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Sjá meira
Leik lokið: KR – Breiðablik 0-1 | Vonleysi í Vesturbænum Breiðablik vann KR með einu marki gegn engu í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. KR hefur nú tapað fimm leikjum í röð, án þess að skora mark, á meðan Blikar halda í við topplið deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. maí 2023 17:55