Segir að Mourinho gæti verið rétti maðurinn fyrir PSG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2023 23:31 Gæti Mourinho verið á leið til Parísar? Alessandro Sabattini/Getty Images José Mourinho, þjálfari Roma, hefur verið orðaður við stjórastöðu París Saint-Germain. Franska liðinu dreymir um árangur í Evrópu og þar eru fáir betri en Mourinho. Hinn sextugi Mourinho er við það að stýra Roma í úrslit Evrópudeildarinnar en liðið sigraði Bayer Leverkusen 1-0 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum á fimmtudaginn var. Á síðustu leiktíð fóru Rómverjar alla leið í Sambandsdeild Evrópu og var Mourinho í kjölfarið „krýndur“ keisari Rómar. Þó Roma hafi ekki gengið nægilega vel heima fyrir þá telur James Horncastle, blaðamaður sem veit meira en flestir um ítalskan fótbolta, að Mourinho gæti verið rétti maðurinn fyrir PSG. „Ég tel að Mourinho horfi á Roma sem stökkpall í annað stórt starf,“ sagði Horncastle í hlaðvarpi á dögunum. Mourinho, sem hefur þjálfað Chelsea, Inter, Real Madríd og Manchester United á ferli sínum var spurður út í áhuga PSG á dögunum. Hann hló einfaldlega og sagði að ef franska liðið myndi hringja þá myndi enginn svara. José Mourinho: Paris Saint-Germain are calling to appoint me? If they're looking for me, they didn't find me because they haven't talked to me , told Sky Sport. #PSG pic.twitter.com/VICGRpZ9J8— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 10, 2023 Það er hins vegar talið næsta öruggt að Portúgalinn vilji komast að hjá liði sem getur unnið fjölda titla á nýjan leik. „Mourinho er einhver sem vill vinna hvar sem hann er. Ég tel að honum líði þannig að Roma geti ekki barist um ítalska meistaratitilinn nema þeir breyti áherslum sínum og fari að eyða meiri pening. Hann vill eiga möguleiga á að vinna Meistaradeild Evrópu á nýjan leik,“ sagði Horncastle einnig. Þó Mourinho hafi átt erfitt uppdráttar hjá Man United og hlutabréfin hríðlækkað þá hefur hann sýnt snilli sína hjá Roma. Blaðamaðurinn Guillem Balague telur að ef PSG er alvara með að fara í aðra átt og fækka stórstjörnum þá gæti Mourinho orðið maðurinn sem liðið þarf á að halda. Jose Mourinho's Roma side are one result away from heading back to their second European final in two seasons pic.twitter.com/LVJgARovom— ESPN FC (@ESPNFC) May 11, 2023 „Ef félagið bakkar hann upp og gefur hönum völd þegar kemur að leikmannamálum þá gæti hann verið rétti maðurinn í starfið. Þeir þurfa ekki einhvern sem vill finna upp hjólið, þeir þurfa einhvern sem getur skipulagt og stýrt skútunni í rétta átt,“ bætti Balague við. Þá hjálpar til að Jorge Mendes, umboðsmaður Mourinho, er einn besti vinur Luis Campos, íþróttastjóra PSG. Hvort það sé nóg til að Mourinho verði ráðinn kemur í ljós en sem stendur stefnir hann á að tryggja Rómverjum annan Evróputitil á jafn mörgum árum. Fótbolti Ítalski boltinn Franski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sjá meira
Hinn sextugi Mourinho er við það að stýra Roma í úrslit Evrópudeildarinnar en liðið sigraði Bayer Leverkusen 1-0 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum á fimmtudaginn var. Á síðustu leiktíð fóru Rómverjar alla leið í Sambandsdeild Evrópu og var Mourinho í kjölfarið „krýndur“ keisari Rómar. Þó Roma hafi ekki gengið nægilega vel heima fyrir þá telur James Horncastle, blaðamaður sem veit meira en flestir um ítalskan fótbolta, að Mourinho gæti verið rétti maðurinn fyrir PSG. „Ég tel að Mourinho horfi á Roma sem stökkpall í annað stórt starf,“ sagði Horncastle í hlaðvarpi á dögunum. Mourinho, sem hefur þjálfað Chelsea, Inter, Real Madríd og Manchester United á ferli sínum var spurður út í áhuga PSG á dögunum. Hann hló einfaldlega og sagði að ef franska liðið myndi hringja þá myndi enginn svara. José Mourinho: Paris Saint-Germain are calling to appoint me? If they're looking for me, they didn't find me because they haven't talked to me , told Sky Sport. #PSG pic.twitter.com/VICGRpZ9J8— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 10, 2023 Það er hins vegar talið næsta öruggt að Portúgalinn vilji komast að hjá liði sem getur unnið fjölda titla á nýjan leik. „Mourinho er einhver sem vill vinna hvar sem hann er. Ég tel að honum líði þannig að Roma geti ekki barist um ítalska meistaratitilinn nema þeir breyti áherslum sínum og fari að eyða meiri pening. Hann vill eiga möguleiga á að vinna Meistaradeild Evrópu á nýjan leik,“ sagði Horncastle einnig. Þó Mourinho hafi átt erfitt uppdráttar hjá Man United og hlutabréfin hríðlækkað þá hefur hann sýnt snilli sína hjá Roma. Blaðamaðurinn Guillem Balague telur að ef PSG er alvara með að fara í aðra átt og fækka stórstjörnum þá gæti Mourinho orðið maðurinn sem liðið þarf á að halda. Jose Mourinho's Roma side are one result away from heading back to their second European final in two seasons pic.twitter.com/LVJgARovom— ESPN FC (@ESPNFC) May 11, 2023 „Ef félagið bakkar hann upp og gefur hönum völd þegar kemur að leikmannamálum þá gæti hann verið rétti maðurinn í starfið. Þeir þurfa ekki einhvern sem vill finna upp hjólið, þeir þurfa einhvern sem getur skipulagt og stýrt skútunni í rétta átt,“ bætti Balague við. Þá hjálpar til að Jorge Mendes, umboðsmaður Mourinho, er einn besti vinur Luis Campos, íþróttastjóra PSG. Hvort það sé nóg til að Mourinho verði ráðinn kemur í ljós en sem stendur stefnir hann á að tryggja Rómverjum annan Evróputitil á jafn mörgum árum.
Fótbolti Ítalski boltinn Franski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sjá meira