Svíþjóð leiddi allan tímann á meðan stig voru kynnt og hlaut að lokum alls 583 stig
Svíar hafa nú komið sér upp að hlið Írlands á lista yfir sigursælustu Eurovisionþjóðirnar.
Loreen sigraði Eurovisionkeppnina sem haldin var í Bakú í Aserbaísjan árið 2012 með laginu Euphoria. Hlaut hún þá 372 stig en í öðru sæti voru rússnesku ömmurnar í Baranovskiye Babushki með 259 stig.
Lagið Tattoo var samið af Loreen sjálfri ásamt fimm meðhöfundum.
Flutning Loreen á úrslitakvöldinu má sjá í spilaranum hér að neðan:
Finnar með lagið Cha Cha Cha lentu í öðru sæti með 526 stig. Þeir hlutu aftur á móti langflest atkvæði í símakosningunni.