Voru sextán klukkustundir að ná konunni af jöklinum Árni Sæberg og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 14. maí 2023 13:57 Aðstæður við Grímsfjall í Vatnajökli voru erfiðar í gærkvöldi og í nótt. Landsbjörg Um klukkan þrjú í gær óskaði hópur gönguskíðafólks á Vatnajökli eftir aðstoð viðbragðsaðila eftir að kona úr hópnum hafði fengið sleða sem hún dró á eftir sér í höfuðið. Björgunarsveitir héldu af stað úr tveimur áttum, en þegar komið var á staðinn þar sem talið var að fólkið væri, bólaði ekkert á hópnum. Björgunarsveitir víða af landinu voru kallaðar til enda var óttast að leitin gæti teygt sig inn í nóttina og jafnvel lengur. Leitarskilyrði voru með versta móti og skyggni nánast ekkert. Hópurinn fannst um miðnætti og þá tók við heilmikil aðgerð. „Þá var slasaða konan sett í snjóbíl, búið um hana til flutnings þar, hún var flutt af jöklinum með honum, svo yfir í björgunarsveitarbíl, sem flutti hana niður af fjalli, þar sem sjúkrabíll beið og flutti hana á Hornarfjarðarflugvöll, þar beið þyrlan [Landhelgisgæslunnar], sem flutti hana til Reykjavíkur,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbargar. 150 manns komu að leitinni Konan komst undir læknishendur á Landspítala um klukkan 7 í morgun, sextán klukkustundum eftir að útkall barst. Jón Þór segir að aðstæður hafi verið afar krefjandi. Í myndskeiðinu hér að neðan, þar sem búið er að klippa saman myndskeið frá liðsmönnum björgunarsveitanna, má sjá svipmyndir frá aðgerðum næturinnar. „Veðrið fór versnandi og það var líka ástæðan fyrir því að það var aukið við viðbúnað þegar kom í ljós að hópurinn var ekki á þeim stað sem talið var og útlit fyrir að það þyrfti mögulega að fara í viðamikla leit. Þá var bætt í og þegar mest var voru 150 manns sem voru að koma að þessari aðgerð,“ segir Jón Þór. Í gærkvöldi sagði hann að konan væri með meðvitund og í stöðugu ástandi. Frekari upplýsingar um líðan hennar liggja ekki fyrir. Björgunarsveitir Sveitarfélagið Hornafjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Skíðagöngufólkið er fundið Hópur skíðagöngufólks, sem leitað hafði verið frá því um klukkan 15 í dag, er fundinn. Í kvöld náðist samband við fólkið en langan tíma tók að fá staðsetningu þeirra staðfesta. Ástand fólksins er gott miðað við aðstæður, það var komið í tjöld og enginn kennir sér meins nema konan sem fékk sleða í höfuðið í dag. 13. maí 2023 23:24 Þyrlusveitin reynir að sækja slasaða skíðakonu Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar nú síðdegis vegna skíðaslyss á Grímsfjalli í Vatnajökli. Þyrlusveit gæslunnar er á leið á vettvang en óvíst er hvort hún komist að slysstað vegna veðurs. 13. maí 2023 17:37 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Björgunarsveitir víða af landinu voru kallaðar til enda var óttast að leitin gæti teygt sig inn í nóttina og jafnvel lengur. Leitarskilyrði voru með versta móti og skyggni nánast ekkert. Hópurinn fannst um miðnætti og þá tók við heilmikil aðgerð. „Þá var slasaða konan sett í snjóbíl, búið um hana til flutnings þar, hún var flutt af jöklinum með honum, svo yfir í björgunarsveitarbíl, sem flutti hana niður af fjalli, þar sem sjúkrabíll beið og flutti hana á Hornarfjarðarflugvöll, þar beið þyrlan [Landhelgisgæslunnar], sem flutti hana til Reykjavíkur,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbargar. 150 manns komu að leitinni Konan komst undir læknishendur á Landspítala um klukkan 7 í morgun, sextán klukkustundum eftir að útkall barst. Jón Þór segir að aðstæður hafi verið afar krefjandi. Í myndskeiðinu hér að neðan, þar sem búið er að klippa saman myndskeið frá liðsmönnum björgunarsveitanna, má sjá svipmyndir frá aðgerðum næturinnar. „Veðrið fór versnandi og það var líka ástæðan fyrir því að það var aukið við viðbúnað þegar kom í ljós að hópurinn var ekki á þeim stað sem talið var og útlit fyrir að það þyrfti mögulega að fara í viðamikla leit. Þá var bætt í og þegar mest var voru 150 manns sem voru að koma að þessari aðgerð,“ segir Jón Þór. Í gærkvöldi sagði hann að konan væri með meðvitund og í stöðugu ástandi. Frekari upplýsingar um líðan hennar liggja ekki fyrir.
Björgunarsveitir Sveitarfélagið Hornafjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Skíðagöngufólkið er fundið Hópur skíðagöngufólks, sem leitað hafði verið frá því um klukkan 15 í dag, er fundinn. Í kvöld náðist samband við fólkið en langan tíma tók að fá staðsetningu þeirra staðfesta. Ástand fólksins er gott miðað við aðstæður, það var komið í tjöld og enginn kennir sér meins nema konan sem fékk sleða í höfuðið í dag. 13. maí 2023 23:24 Þyrlusveitin reynir að sækja slasaða skíðakonu Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar nú síðdegis vegna skíðaslyss á Grímsfjalli í Vatnajökli. Þyrlusveit gæslunnar er á leið á vettvang en óvíst er hvort hún komist að slysstað vegna veðurs. 13. maí 2023 17:37 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Skíðagöngufólkið er fundið Hópur skíðagöngufólks, sem leitað hafði verið frá því um klukkan 15 í dag, er fundinn. Í kvöld náðist samband við fólkið en langan tíma tók að fá staðsetningu þeirra staðfesta. Ástand fólksins er gott miðað við aðstæður, það var komið í tjöld og enginn kennir sér meins nema konan sem fékk sleða í höfuðið í dag. 13. maí 2023 23:24
Þyrlusveitin reynir að sækja slasaða skíðakonu Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar nú síðdegis vegna skíðaslyss á Grímsfjalli í Vatnajökli. Þyrlusveit gæslunnar er á leið á vettvang en óvíst er hvort hún komist að slysstað vegna veðurs. 13. maí 2023 17:37