Tónlist

Þessi skipuðu ís­­lensku dóm­nefndina í Euro­vision

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Íslenska dómnefndin gaf Ástralíu 12 stig.
Íslenska dómnefndin gaf Ástralíu 12 stig. EBU

Íslenska dómnefndin í Eurovision í ár samanstóð af fimm einstaklingum úr ólíkum áttum í íslensku tónlistarlífi. 

Dómnefndina skipuðu eftirfarandi aðilar: 

  • Sigurjón Örn Böðvarsson, söngvari
  • Lovísa Rut Kristjánsdóttir, útvarpskona hjá Ríkisútvarpinu
  • Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarfræðingur
  • Kristjana Stefánsdóttir, söngkona
  • Heiða Eiríksdóttir, tónlistarkona

Einar Hrafn Stefánsson Eurovision-reynslubolti úr hljómsveitinni Hatara tilkynnti stigin. Dómnefndin var hrifin af áströlsku rokk sveitinni Voyager og gaf þeim 12 stig. 

Þá fengu Finnarnir 10 stig frá dómnefndinni okkar en finnska atriðið fylgdi fast á eftir Loreen í úrslitunum og höfnuðu eftirminnilega öðru sæti í keppninni. 

Önnur stig íslensku dómnefndarinnar dreifðust svona:

8 stig til Austurríkis, 7 stig til Svíþjóðar, 6 stig til Tékklands, 5 stig til Belgíu, 4 stig til Noregs, 3 stig til Spánar, 2 stig til Þýskalands og 1 stig til Serbíu. 


Tengdar fréttir

Vikudvöl á „versta hóteli Bretlandseyja“

Þegar ljóst varð að Eurovision yrði haldið í Liverpool nú í maí sáu markaðsöflin í borginni sér leik á borði. Verð á gistingu var á meðal þess sem rauk upp úr öllu valdi yfir nýliðna Eurovision-helgi og herbergi bókuðust hratt. Fulltrúar Eurovísis lentu þannig á vægast sagt umdeildum gististað í fréttaferð sinni til Liverpool: hinu sögufræga Hótel Adelphi, því ódýrasta sem bauðst í hjarta borgarinnar.

Diljá var einu sæti frá því að komast á­fram

Veðbankar höfðu rétt fyrir sér að þessu sinni og Diljá Pétursdóttir komst ekki áfram í aðalkeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Íslands hönd. Hún var hins vegar eins nálægt því og hugsast getur, aðeins einu sæti frá því að komast áfram.

Svíþjóð vann Eurovision

Svíar eru sigurvegarar söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Loreen vann keppnina öðru sinni fyrir hönd Svía, sem hafa nú unnið keppnina sjö sinnum. Engin þjóð hefur unnið keppnina oftar. 

Sjáðu langþráðan Eurovision-flutning Daða Freys

Daði Freyr Pétursson flutti í fyrsta sinn lag á Eurovision-sviði í kvöld, þrátt fyrir að hafa í tvígang verið valinn fulltrúi Íslands í keppninni. Daði Freyr heillaði áhorfendur á úrslitakvöldi keppninnar í Liverpool með lagi úr smiðju bresku stúlknasveitarinnar Atomic Kitten.

Eurovisionvaktin: Sænskur eða finnskur sigur í kvöld?

Sigurvegari Eurovision 2023 verður krýndur í Liverpool í kvöld. Allra augu beinast að framlögum Svíþjóðar og Finnlands sem þykja líklegust til sigurs. Eurovisionvaktin fylgist með gangi mála í allt kvöld, beint frá Liverpool.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×