Vill sjá undanþágur vegna barna í viðkvæmri stöðu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. maí 2023 12:00 Formaður heimilis og skóla vill sjá undanþágur á verkfallsaðgerðum sem bitna á viðkvæmustu hópum barna. Formaður heimilis og skóla hefur áhyggjur af því að verkfall aðildarfélaga BSRB bitni mest á viðkvæmustu hópum barna. Talsvert hefur borist af undanþágubeiðnum, meðal annars frá foreldrum fatlaðra barna sem hefur verið synjað. Formaður BSRB segir ekkert samtal í gangi varðandi samninga. Verkföll hjá aðildarfélögum BSRB sem starfar hjá flestum stærstu sveitarfélögum landsins að Reykjavík undanskilinni hófust á miðnætti. Starfsfólk félagsins hefur lagt niður störf á leikskólum í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ og í grunnskólum Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar. Verkfallið nær einnig til starfsfólk frístundaheimila. Verkföllin á þessum stöðum verða í allan dag en á morgun hefur verið boðað til verkfalls hálfan daginn á sömu stöðum. Á næstu vikum verða síðan enn víðtækari aðgerðir í fjölda sveitarfélaga alla vikuna, ef ekki tekst að semja. Ekkert samtal í gangi BSRB og samband íslenskra sveitafélaga funduðu með sáttasemjara á föstudag sem ákvað að fundinum loknum að ekki væri tilefni til að boða til annars fundar. „Þannig það er ekkert samtal í gangi,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. „Við vonumst auðvitað eftir því að samband Íslenskra sveitafélaga fari að sýna samningsvilja, þau hafa ekki gert það hingað til.“ Í samtali við fréttstofu segir Þorvar Hafsteinsson, formaður Heimilis og skóla að hann hafi áhyggjur af því að verkfallið bitni mest á börnum í viðkvæmri stöðu sem þurfi á stuðningsfulltrúum að halda. „Þetta eru börn sem eru viðkvæmust og bara þola hreinlega litla sem enga breytingu á sinni tilveru. Auðvitað kemur þetta niður á fleirum, kemur illa niður á kennurum, foreldrum og mun koma til með að koma niður á öðrum börnum. En þessi börn munu finna mest fyrir þessu.“ Samstöðufundur var haldinn í morgun meðal aðildarfélaga BSRB í Kópavogi.Vísir/Einar Þorvar segist hefði viljað sjá undanþágur veittar fyrir þessa hópa. „Auðvitað er það þannig að þegar tveir deila og ná ekki samkomulagi að þá er gripið til svona aðgerða. En mér finnst við verða að passa upp á þessa viðkvæmustu hópa sem mega hreinlega ekki við því að það sé hróflað við tilverunni.“ Ekki verið veittar margar undanþágur Sonja Ýr staðfestir að undanþágubeiðnir hafi borist, meðal annars frá foreldrum fatlaðra barna sem hafi verið synjað. „Undanþágur eru veittar ef það varðar almannaöryggi og almannaheill. Þessi störf falla raunverulega ekki þar undir. Þetta er til að tryggja nauðsynlegt heilbrigði og annað, þannig það hafa ekki verið veittar margar undanþágur.“ Sonja Ýr, formaður BSRB segir að allar undarþágur séu skoðaðar og metnar.Vísir/Sigurjón Sonja segir að þegar fólk leggi niður störf sé búið að reyna allar aðrar leiðir til að knýja fram þessar kröfur sem eru a samningsborðinu. „Þetta er fólk sem er á lægstu launum á vinnumarkaði og er að sinna ómissandi störfum. Það að veita undanþágur þýðir auðvitað að það er verið að drag bit úr verkfallinu.“ Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Grunnskólar Skóla - og menntamál Kópavogur Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leita sundmanns við Örfirisey „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Sjá meira
Verkföll hjá aðildarfélögum BSRB sem starfar hjá flestum stærstu sveitarfélögum landsins að Reykjavík undanskilinni hófust á miðnætti. Starfsfólk félagsins hefur lagt niður störf á leikskólum í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ og í grunnskólum Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar. Verkfallið nær einnig til starfsfólk frístundaheimila. Verkföllin á þessum stöðum verða í allan dag en á morgun hefur verið boðað til verkfalls hálfan daginn á sömu stöðum. Á næstu vikum verða síðan enn víðtækari aðgerðir í fjölda sveitarfélaga alla vikuna, ef ekki tekst að semja. Ekkert samtal í gangi BSRB og samband íslenskra sveitafélaga funduðu með sáttasemjara á föstudag sem ákvað að fundinum loknum að ekki væri tilefni til að boða til annars fundar. „Þannig það er ekkert samtal í gangi,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. „Við vonumst auðvitað eftir því að samband Íslenskra sveitafélaga fari að sýna samningsvilja, þau hafa ekki gert það hingað til.“ Í samtali við fréttstofu segir Þorvar Hafsteinsson, formaður Heimilis og skóla að hann hafi áhyggjur af því að verkfallið bitni mest á börnum í viðkvæmri stöðu sem þurfi á stuðningsfulltrúum að halda. „Þetta eru börn sem eru viðkvæmust og bara þola hreinlega litla sem enga breytingu á sinni tilveru. Auðvitað kemur þetta niður á fleirum, kemur illa niður á kennurum, foreldrum og mun koma til með að koma niður á öðrum börnum. En þessi börn munu finna mest fyrir þessu.“ Samstöðufundur var haldinn í morgun meðal aðildarfélaga BSRB í Kópavogi.Vísir/Einar Þorvar segist hefði viljað sjá undanþágur veittar fyrir þessa hópa. „Auðvitað er það þannig að þegar tveir deila og ná ekki samkomulagi að þá er gripið til svona aðgerða. En mér finnst við verða að passa upp á þessa viðkvæmustu hópa sem mega hreinlega ekki við því að það sé hróflað við tilverunni.“ Ekki verið veittar margar undanþágur Sonja Ýr staðfestir að undanþágubeiðnir hafi borist, meðal annars frá foreldrum fatlaðra barna sem hafi verið synjað. „Undanþágur eru veittar ef það varðar almannaöryggi og almannaheill. Þessi störf falla raunverulega ekki þar undir. Þetta er til að tryggja nauðsynlegt heilbrigði og annað, þannig það hafa ekki verið veittar margar undanþágur.“ Sonja Ýr, formaður BSRB segir að allar undarþágur séu skoðaðar og metnar.Vísir/Sigurjón Sonja segir að þegar fólk leggi niður störf sé búið að reyna allar aðrar leiðir til að knýja fram þessar kröfur sem eru a samningsborðinu. „Þetta er fólk sem er á lægstu launum á vinnumarkaði og er að sinna ómissandi störfum. Það að veita undanþágur þýðir auðvitað að það er verið að drag bit úr verkfallinu.“
Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Grunnskólar Skóla - og menntamál Kópavogur Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“ Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leita sundmanns við Örfirisey „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Sjá meira
Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“