Finnskur hasar af bestu gerð
![](https://www.visir.is/i/FDBDCCAA96D44A3F02B0ECAAC0549A34C8663CA814A1BB71287C19E0AC0723DC_713x0.jpg)
Sisu er finnsk, spennu – grín hasarmynd af bestu gerð en leikstjóri myndarinnar, Jalmari Helander leikstrýrði einnig Rare Exports og Big game. Myndin fjallar um fyrrum hermann sem finnur gull í óbyggðum Lapplands. Er hann ætlar að ferðast með gullið til baka inn í borgina verður hann fyrir óvæntri árás frá hermönnum Nasista.
Þeir Aron Mola og Arnar Þór, sem standa að hlaðvarpinu Ólafssynir í Undralandi, verða í Smárabíói og taka upp sitt fyrsta Live Show inni í sal strax eftir að sýningu lýkur. Hér er hægt að tryggja sér miða fyrir kvöldið.
Vinkonukvöld í Háskólabíói
![](https://www.visir.is/i/1AB2BD4D318AB98931A8D80BBC92798357F548E5C8967F936B22221CCBEB69F7_713x0.jpg)
Annað kvöld verður haldið vinkonukvöld á kvikmyndina Jentetur í Háskólabíói klukkan 20.10. Þar verður boðið upp á búbblur og súkkulaði frá Nóa Síríus áður en myndin hefst. Jentetur er stórskemmtileg norsk gamanmynd sem fjallar um líf Lindu eftir slæman skilnað. Fyrrverandi eiginmaður hennar hefur kynnst fallegri fyrirsætu sem verður hægt og rólega meiri móðurímynd fyrir dóttur þeirra en Linda sjálf. Þegar þær fara saman í skíðaferð ásamt sameiginlegri vinkonu fer allt á hliðina og óvæntir hlutir gerast. Hér er hægt að næla sér í miða.
Mikill áhugi á norrænum kvikmyndum
Hátíðin er í fullum gangi en henni lýkur 18. maí. Átta norrænar kvikmyndir eru á dagskrá hátíðarinnar, sem allar hafa slegið í gegn í sínu heimalandi. Myndirnar eru frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Hátíðin hefur gengið vel og skipuleggjendur eru mjög ánægð með viðbrögðin.
„Við höfum fengið mikið hrós fyrir hátíðina og erum þegar byrjuð að skipuleggja næsta ár,“ segir Lilja Ósk Diðriksdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. „Kvikmyndirnar Andra Akten (Seinni hlutinn) og Sisu hafa sérstaklega slegið í gegn, en Fædre og mødre (Feður og mæður) einnig. Það er nóg af sýningum eftir og tækifæri til að skella sér á hátíðina og sjá allar myndirnar."