Leita að vopnum og biðja farþega að mæta tímanlega Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. maí 2023 20:46 Aldrei áður hefur verið leitað að vopnum í innanlandsflugi hér á landi. Vísir/Vilhelm Isavia biðlar til farþega í innanlandsflugi að mæta tímanlega næstu tvo daga þar sem vopnaleit mun fara fram í fyrsta sinn hér á landi, tímabundið á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Icelandair biðlar til fólks að mæta níutíu mínútum fyrir brottför. „Þetta er í fyrsta sinn sem vopnaleit fer fram í innanlandsflugi á Íslandi og mun hún standa yfir frá klukkan 14:00 á morgun og til klukkan 17:00 á miðvikudag,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugs hjá Isavia í samtali við Vísi. Greint var frá málinu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins en BB.is greindi fyrstur miðla frá málinu í dag og sagði farþegum á Ísafirði hafa verið tilkynnt um mögulegar tafir vegna vopnaleitarinnar. Handleit Sigrún segir að Ísland sé allajafna með undanþágu þegar kemur að vopnaleit í innanlandsflugi en yfirvöld hafi metið sem svo að á meðan leiðtogafundi stendur sé það nauðsynlegt. „Við biðlum til fólks um að mæta tímanlega í flug. Ekki síst vegna umferðartakmarkana sem verða í kringum Reykjavíkurflugvöll og tafir sem munu fylgja því en líka vegna þessara auknu öryggisráðstafanna.“ Aðspurð segir Sigrún að ekki hafi verið komið upp nýjum búnaði á Reykjavíkurflugvelli vegna leitarinnar. „Það er vopnaleitarbúnaður til staðar á alþjóðaflugvellinum en annars staðar er um að ræða handleit.“ Farþegar mæti vel tímanlega Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir félagið í góðu samstarfi við Isavia vegna leitarinnar. Hann segir hana að öðru leyti ekki hafa áhrif á starfsemina. „En við viljum beina því til farþega líkt og Isavia að mæta vel tímanlega fyrir flug. Við erum að tala um níutíu mínútur þessa tvo daga,“ segir Guðni Sigurðsson í samtali við Vísi. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Samgöngur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
„Þetta er í fyrsta sinn sem vopnaleit fer fram í innanlandsflugi á Íslandi og mun hún standa yfir frá klukkan 14:00 á morgun og til klukkan 17:00 á miðvikudag,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugs hjá Isavia í samtali við Vísi. Greint var frá málinu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins en BB.is greindi fyrstur miðla frá málinu í dag og sagði farþegum á Ísafirði hafa verið tilkynnt um mögulegar tafir vegna vopnaleitarinnar. Handleit Sigrún segir að Ísland sé allajafna með undanþágu þegar kemur að vopnaleit í innanlandsflugi en yfirvöld hafi metið sem svo að á meðan leiðtogafundi stendur sé það nauðsynlegt. „Við biðlum til fólks um að mæta tímanlega í flug. Ekki síst vegna umferðartakmarkana sem verða í kringum Reykjavíkurflugvöll og tafir sem munu fylgja því en líka vegna þessara auknu öryggisráðstafanna.“ Aðspurð segir Sigrún að ekki hafi verið komið upp nýjum búnaði á Reykjavíkurflugvelli vegna leitarinnar. „Það er vopnaleitarbúnaður til staðar á alþjóðaflugvellinum en annars staðar er um að ræða handleit.“ Farþegar mæti vel tímanlega Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir félagið í góðu samstarfi við Isavia vegna leitarinnar. Hann segir hana að öðru leyti ekki hafa áhrif á starfsemina. „En við viljum beina því til farþega líkt og Isavia að mæta vel tímanlega fyrir flug. Við erum að tala um níutíu mínútur þessa tvo daga,“ segir Guðni Sigurðsson í samtali við Vísi.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Samgöngur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira