Skrunað undir stýri Stefán Halldórsson skrifar 16. maí 2023 10:30 Á sólríkum sunnudegi ákváðum við hjónin að henda nokkrum pylsum á grillið í síðbúinn hádegismat. Þegar lagerstaðan var tekin í eldhússkápum kom hinsvegar í ljós að steikta laukinn vantaði og því stökk ég upp í fjölskyldubílinn og brenndi (á löglegum hraða vitaskuld) í Krambúðina á Eggertsgötu. Við fjölskyldan búum í Skerjafirðinum og því var bíltúrinn ekki langur og innan skamms var ég kominn með nauðsynjarnar og sjálfvirka kassakerfið heilsaði mér með virktum. Í miðri afgreiðslunni titraði síminn og ný skilaboð birtust á Sportabler, sem er ansi hentugt smáforrit sem heldur utan um tómstundir barnana minna. Strákurinn er í sundi, stelpan æfir skauta, bæði eru þau í skátunum og Sportabler heldur utanum allar greiðslur, tímasetningar á æfingum og skipulagningu móta. Ef ekki væri fyrir þetta app værum við hjónin í standandi rugli við að halda utanum allt heila klabbið. Í þetta skiptið var um breyttan æfingartíma að ræða, miðað við það sem birtist snögglega á heimaskjá símans, en til að fræðast nánar um breytinguna þyrfti ég að fara inn í forritið og skoða betur. Og þar tók firringin við. Ég steig inn í bílinn, henti 2 x fernum af kókómjólk ásamt plastboxi af steiktum lauk í baksætið, fór í belti og ók af stað og ÆTLAÐI AÐ SKOÐA SÍMANN Á LEIÐINNI HEIM! Ég var ekki farþegi, ég var bílstjóri. ÉG ÆTLAÐI BARA AÐ SKOÐA AÐEINS Á MEÐAN ÉG KEYRÐI HEIM! Bíllinn minn er ekki sjálfkeyrandi. ÉG ÆTLAÐI AÐ TÉKKA Á SÍMANUM MÍNUM Á LEIÐINNI HEIM! Það er hreint og beint óhugnarlegt hversu auðveldlega þessi brenglaða hugsun smeygði sér að, eins og ekkert væri eðlilegra en að einbeita sér að litlum símaskjá og keyra tæplega tveggja tonna bifreið á sama tíma. Bara á meðan ég skrifa þessa grein hefur Sportabler appið pípt tvisvar, þessi vorsýning Skautafélags Reykjavíkur græjar sig ekki sjálf. Að auki hefur Facebook Messenger blikkað, WorkPlace hefur látið vita af sér og gott ef Mentor, Arion Banki og Netflix hafa ekki heimtað athygli mína líka. Allt er þetta vissulega sjálfskaparvíti, við ráðum sjálf hversu mikið við viljum leyfa snjalltækjunum að angra okkur með tilkynningum, uppfærslum og almennu tuði. Þennan umrædda dag greip ég ekki í símann undir stýri og þegar ég keyri fær hann að vera í friði. Ef ég bara verð að heyra nýjasta lagið með Daða og Gagnamagninu verður gervigreindin Siri bara gessovel að skilja mig þegar ég kalla upp óskalagið, hátt og snjallt. Ykkur að segja hefur Siri ekki skilið mig hingað til og heldur að ég sé að biðja um lag með sveitinni “Daddy and Gagged by Magnet”. Við ættum öll að reyna að vera snjallari en símarnir okkar og einbeita okkur að akstrinum, bara andartaks athugun á skilaboðum getur breytt bílferðinni í spennandi heimsókn í endurhæfingu eða þaðan af verra. Höfundur vinnur í fjarskiptageiranum og á í ástar/hatursambandi við símann sinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á sólríkum sunnudegi ákváðum við hjónin að henda nokkrum pylsum á grillið í síðbúinn hádegismat. Þegar lagerstaðan var tekin í eldhússkápum kom hinsvegar í ljós að steikta laukinn vantaði og því stökk ég upp í fjölskyldubílinn og brenndi (á löglegum hraða vitaskuld) í Krambúðina á Eggertsgötu. Við fjölskyldan búum í Skerjafirðinum og því var bíltúrinn ekki langur og innan skamms var ég kominn með nauðsynjarnar og sjálfvirka kassakerfið heilsaði mér með virktum. Í miðri afgreiðslunni titraði síminn og ný skilaboð birtust á Sportabler, sem er ansi hentugt smáforrit sem heldur utan um tómstundir barnana minna. Strákurinn er í sundi, stelpan æfir skauta, bæði eru þau í skátunum og Sportabler heldur utanum allar greiðslur, tímasetningar á æfingum og skipulagningu móta. Ef ekki væri fyrir þetta app værum við hjónin í standandi rugli við að halda utanum allt heila klabbið. Í þetta skiptið var um breyttan æfingartíma að ræða, miðað við það sem birtist snögglega á heimaskjá símans, en til að fræðast nánar um breytinguna þyrfti ég að fara inn í forritið og skoða betur. Og þar tók firringin við. Ég steig inn í bílinn, henti 2 x fernum af kókómjólk ásamt plastboxi af steiktum lauk í baksætið, fór í belti og ók af stað og ÆTLAÐI AÐ SKOÐA SÍMANN Á LEIÐINNI HEIM! Ég var ekki farþegi, ég var bílstjóri. ÉG ÆTLAÐI BARA AÐ SKOÐA AÐEINS Á MEÐAN ÉG KEYRÐI HEIM! Bíllinn minn er ekki sjálfkeyrandi. ÉG ÆTLAÐI AÐ TÉKKA Á SÍMANUM MÍNUM Á LEIÐINNI HEIM! Það er hreint og beint óhugnarlegt hversu auðveldlega þessi brenglaða hugsun smeygði sér að, eins og ekkert væri eðlilegra en að einbeita sér að litlum símaskjá og keyra tæplega tveggja tonna bifreið á sama tíma. Bara á meðan ég skrifa þessa grein hefur Sportabler appið pípt tvisvar, þessi vorsýning Skautafélags Reykjavíkur græjar sig ekki sjálf. Að auki hefur Facebook Messenger blikkað, WorkPlace hefur látið vita af sér og gott ef Mentor, Arion Banki og Netflix hafa ekki heimtað athygli mína líka. Allt er þetta vissulega sjálfskaparvíti, við ráðum sjálf hversu mikið við viljum leyfa snjalltækjunum að angra okkur með tilkynningum, uppfærslum og almennu tuði. Þennan umrædda dag greip ég ekki í símann undir stýri og þegar ég keyri fær hann að vera í friði. Ef ég bara verð að heyra nýjasta lagið með Daða og Gagnamagninu verður gervigreindin Siri bara gessovel að skilja mig þegar ég kalla upp óskalagið, hátt og snjallt. Ykkur að segja hefur Siri ekki skilið mig hingað til og heldur að ég sé að biðja um lag með sveitinni “Daddy and Gagged by Magnet”. Við ættum öll að reyna að vera snjallari en símarnir okkar og einbeita okkur að akstrinum, bara andartaks athugun á skilaboðum getur breytt bílferðinni í spennandi heimsókn í endurhæfingu eða þaðan af verra. Höfundur vinnur í fjarskiptageiranum og á í ástar/hatursambandi við símann sinn.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun