Fjölmennt á sýningu Upplýsingatækniskólans Íris Hauksdóttir skrifar 16. maí 2023 21:02 Óhætt er að segja að útskriftarsýning nemenda Upplýsingatækniskólans hafi heppnast með eindæmum vel um helgina. aðsend Óhætt er að segja að útskriftarsýning nemenda Upplýsingatækniskólans hafi heppnast með eindæmum vel um helgina, en fjölmenni sótti sýninguna þegar hún var opnuð í húsakynnum Tækniskólanum við Háteigsveg 35–39 á föstudag. „Já, sýningin var bara ótrúlega vel heppnuð í alla staði og aðsókin góð; í raun má segja að hún hafi farið langt fram úr væntingum, þannig að við getum ekki verið annað en mjög sátt,“ segir Roald Eyvindsson, nemi í grafískri miðlun. Roald Eyvindsson og Ragnhildur Aðalsteinsdóttir á sýningunni.Unnur Magna Á sýningunni gaf að líta fjölbreytt verk eftir nítján nemendur, allt frá ljósmyndum upp í innbundnar bækur og prentgripi, þar á meðal ljósmyndabækur, auglýsingar, umbúðir, bæklinga og tímaritið Ask, sem er samstarfsverkefni nema í grafískri miðlun. Lokapunktur á löngu lærdómsferli Það voru nemendur í bókbandi, grafískri miðlun og ljósmyndun Upplýsingatækniskólans sem stóðu að sýningunni en hún er lokapunkturinn á tveggja og hálfs árs lærdómsferli þeirra og þykir gefa ágætis innsýn í hið yfirgripsmikla nám sem fram fer í skólanum. Roald segir nemendur vera í skýjunum með góðar viðtökur. „Við erum bara rosalega ánægð með hvernig til tókst, eins og ég segi, og gaman að finna fyrir því hvað það er mikill áhugi á hönnun, ljósmyndun og prentgripum. Það var stöðugur straumur á opnuninni og fólki var tíðrætt um hvað verkin væru fjölbreytt og skemmtileg. Já það er alveg ljóst að þessi sýning hitti beint í mark.“ Roald bendir á áhugasöm þurfi ekki að örvænta þótt þau hafi ekki komist á sýninguna. Hluti hennar, það er að segja verk eftir nema í grafískri miðlun, megi nefnilega nálgast hér. Sýnishorn af verkum nemenda.aðsend Sýnishorn af verkum nemenda.aðsend Sýnishorn af verkum nemenda.aðsend Sýnishorn af verkum nemenda.aðsend Sýnishorn af verkum nemenda.aðsend Upplýsingatækni Skóla - og menntamál Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Fleiri fréttir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Sjá meira
„Já, sýningin var bara ótrúlega vel heppnuð í alla staði og aðsókin góð; í raun má segja að hún hafi farið langt fram úr væntingum, þannig að við getum ekki verið annað en mjög sátt,“ segir Roald Eyvindsson, nemi í grafískri miðlun. Roald Eyvindsson og Ragnhildur Aðalsteinsdóttir á sýningunni.Unnur Magna Á sýningunni gaf að líta fjölbreytt verk eftir nítján nemendur, allt frá ljósmyndum upp í innbundnar bækur og prentgripi, þar á meðal ljósmyndabækur, auglýsingar, umbúðir, bæklinga og tímaritið Ask, sem er samstarfsverkefni nema í grafískri miðlun. Lokapunktur á löngu lærdómsferli Það voru nemendur í bókbandi, grafískri miðlun og ljósmyndun Upplýsingatækniskólans sem stóðu að sýningunni en hún er lokapunkturinn á tveggja og hálfs árs lærdómsferli þeirra og þykir gefa ágætis innsýn í hið yfirgripsmikla nám sem fram fer í skólanum. Roald segir nemendur vera í skýjunum með góðar viðtökur. „Við erum bara rosalega ánægð með hvernig til tókst, eins og ég segi, og gaman að finna fyrir því hvað það er mikill áhugi á hönnun, ljósmyndun og prentgripum. Það var stöðugur straumur á opnuninni og fólki var tíðrætt um hvað verkin væru fjölbreytt og skemmtileg. Já það er alveg ljóst að þessi sýning hitti beint í mark.“ Roald bendir á áhugasöm þurfi ekki að örvænta þótt þau hafi ekki komist á sýninguna. Hluti hennar, það er að segja verk eftir nema í grafískri miðlun, megi nefnilega nálgast hér. Sýnishorn af verkum nemenda.aðsend Sýnishorn af verkum nemenda.aðsend Sýnishorn af verkum nemenda.aðsend Sýnishorn af verkum nemenda.aðsend Sýnishorn af verkum nemenda.aðsend
Upplýsingatækni Skóla - og menntamál Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Fleiri fréttir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Sjá meira