Líklegt að árásirnar haldi áfram Bjarki Sigurðsson skrifar 16. maí 2023 19:01 Anton M. Egilsson er forstjóri Syndis. Aðsend Óvissustig Almannavarna var virkjað í dag vegna netárása Rússa í tengslum við fund Evrópuráðsins. Sérfræðingur í netöryggi segir Íslendinga mega eiga von á fleiri árásum og að almenningur þurfi einnig að hafa varan á. Í morgun tóku tölvuþrjótar niður vef Alþingis, dómsýslunnar og fleiri stofnana. Hakkarahópurinn NoName057 lýsti yfir ábyrgð á árásunum en hópurinn er hliðhollur rússneskum stjórnvöldum. Klukkan þrjú í dag lýstu síðan almannavarnir yfir óvissustigi vegna árásanna. Sagði hópurinn í yfirlýsingu að árásin hafi verið gerð vegna þess að Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu væri að flytja ræðu á leiðtogafundinum í dag. Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segir árásirnar vera svokallaðar dreifðar álagsárásir. Þær séu gerðar til þess að valda usla og truflunum með því að senda gríðarlegt magn af fyrirspurnum á vefi til að setja þá tímabundið á hliðina. Þrátt fyrir að árásirnar séu alls ekki meinlausar hefur hann þó meiri áhyggjur af annarskonar árásum. „Það væri þá til þess að komast inn í kerfi og það hafa verið tilraunir til þess að nýta álagsárásir til þess að komast inn á meðan henni stendur þó við höfum ekki staðfestar heimildir fyrir því að það hafi tekist. Það sem við höfum séð núna er að það er töluvert af tilraunum að fá fólk til þess að samþykkja innritanir með rafrænum skilríkjum. Ég held að það sé það sem almenningur ætti að vera mjög á varðbergi gagnvart. Með einhverskonar rafrænar undirritanir sem ekki eru settar af stað af þeim sjálfum,“ segir Anton. Hann segir að flest fyrirtæki og stofnanir hafi nú þegar hugað að því sem hægt er að gera til að koma í veg fyrir þessar árásir. Þá megi búast við því að árásirnar haldi áfram. „Ég held að við getum búist við því, miðað við það sem við höfum séð hingað til í löndum sem hafa tekið málstað Úkraínu eða tekið á móti Selenskí, þá hafa þau orðið fyrir barðinu á þessu ítrekað á meðan því stendur. Þannig ég held við getum alveg reiknað með því að þetta haldi áfram á meðan fundurinn stendur yfir,“ segir Anton. Netöryggi Netglæpir Tölvuárásir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Rússland Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Í morgun tóku tölvuþrjótar niður vef Alþingis, dómsýslunnar og fleiri stofnana. Hakkarahópurinn NoName057 lýsti yfir ábyrgð á árásunum en hópurinn er hliðhollur rússneskum stjórnvöldum. Klukkan þrjú í dag lýstu síðan almannavarnir yfir óvissustigi vegna árásanna. Sagði hópurinn í yfirlýsingu að árásin hafi verið gerð vegna þess að Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu væri að flytja ræðu á leiðtogafundinum í dag. Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segir árásirnar vera svokallaðar dreifðar álagsárásir. Þær séu gerðar til þess að valda usla og truflunum með því að senda gríðarlegt magn af fyrirspurnum á vefi til að setja þá tímabundið á hliðina. Þrátt fyrir að árásirnar séu alls ekki meinlausar hefur hann þó meiri áhyggjur af annarskonar árásum. „Það væri þá til þess að komast inn í kerfi og það hafa verið tilraunir til þess að nýta álagsárásir til þess að komast inn á meðan henni stendur þó við höfum ekki staðfestar heimildir fyrir því að það hafi tekist. Það sem við höfum séð núna er að það er töluvert af tilraunum að fá fólk til þess að samþykkja innritanir með rafrænum skilríkjum. Ég held að það sé það sem almenningur ætti að vera mjög á varðbergi gagnvart. Með einhverskonar rafrænar undirritanir sem ekki eru settar af stað af þeim sjálfum,“ segir Anton. Hann segir að flest fyrirtæki og stofnanir hafi nú þegar hugað að því sem hægt er að gera til að koma í veg fyrir þessar árásir. Þá megi búast við því að árásirnar haldi áfram. „Ég held að við getum búist við því, miðað við það sem við höfum séð hingað til í löndum sem hafa tekið málstað Úkraínu eða tekið á móti Selenskí, þá hafa þau orðið fyrir barðinu á þessu ítrekað á meðan því stendur. Þannig ég held við getum alveg reiknað með því að þetta haldi áfram á meðan fundurinn stendur yfir,“ segir Anton.
Netöryggi Netglæpir Tölvuárásir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Rússland Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira