Minnast ekki á lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 16. maí 2023 20:30 Með svonefndri Schuman-yfirlýsingu fyrir 73 árum var grunnurinn lagður að því sem við þekkjum í dag sem Evrópusambandið. Í yfirlýsingunni, sem kennd er við þáverandi utanríkisráðherra Frakklands Robert Schuman, kom meðal annars fram að fyrsta skrefið í þeim efnum væri stofnun kola- og stálbandalags, fyrsta forvera sambandsins. Lokamarkmiðið væri hins vegar að til yrði evrópskt sambandsríki. Forystumenn hérlendra Evrópusambandssinna minnast gjarnan Schuman-yfirlýsingarinnar 9. maí ár hvert, daginn sem hún var flutt af Schuman í franska utanríkisráðuneytinu árið 1950. Árið í ár var engin undantekning. Hins vegar hefur þess ljóslega verið gætt í gegnum tíðina að minnast ekki orði á þá hluta yfirlýsingarinnar þar sem fjallað er um lokamarkmiðið með samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins. Markmiðið frá upphafi Bandaríki Evrópu Fram kemur þannig til að mynda í Schuman-yfirlýsingunni að með kola- og stálbandalagi yrði lagður grunnur að efnahagsþróun sem yrði fyrsta skrefið á þeirri vegferð að breyta Evrópu í sambandsríki (e. the federation of Europe) en Schuman hefur ásamt franska diplómatanum Jean Monnet verið fremstur í flokki þeirra sem gjarnan hafa verið nefndir feður Evrópusambandsins. Ekki sízt af Evrópusambandssinnum. Monnet lýsir því í endurminningum sínum hvernig unnið hafi verið markvisst, leynt og ljóst, skref fyrir skref, að lokamarkmiðinu um sambandsríki en til þess að styðja við þá vinnu setti hann til að mynda á laggirnar nefnd sem hann kallaði Aðgerðanefnd um Bandaríki Evrópu (e. Action Committee for the United States of Europe) sem í áttu sæti fulltrúar helztu stjórnmálaflokka og verkalýðsfélaga í Vestur-Evrópu. „Föderalen europäischen Bundesstaat“ Hreinlega hefur verið vandfundinn sá pólitíski forystumaður Evrópusambandsins og ríkja þess á liðnum árum og áratugum sem ekki hefur stutt lokamarkmiðið um eitt ríki. Til dæmis hafa allir forsetar framkvæmdastjórnar sambandsins undanfarna áratugi verið yfirlýstir stuðningsmenn þess. Samhliða því hefur Evrópusambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis og er fyrir vikið þegar orðið federalískt að stóru leyti. Markmiðið um evrópskt sambandsríki rataði nú síðast inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands sem tók við völdum í desember 2021 og systurflokkar Samfylkingarinnar og Viðreisnar eiga aðild að. Þar segir að áfram skuli unnið að því að Evrópusambandið verði að sambandsríki (þ. föderalen europäischen Bundesstaat). Lykilatriðið þar er vitanlega orðið „áfram“ enda verið unnið markvisst að því til þessa. Versnandi staða fámennari ríkja ESB Meðal þess sem einkennt hefur Evrópusambandið í vaxandi mæli á undanförnum árum, og á allajafna við um sambandsríki en ekki alþjóðastofnanir, er áherzla á það að möguleikar ríkja á því að hafa áhrif á ákvarðanir fari fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru í stað þess að setið sé við sama borð óháð íbúafjölda. Þar standa fámennari ríkin vitanlega verst að vígi en þau fjölmennustu að sama skapi sterkast. Hvert markmiðið með samrunanum innan Evrópusambandinu hefur verið frá upphafi, hvernig sambandið hefur þróast í gegnum tíðina og hvert það stefnir er eðli málsins samkvæmt algert grundvallaratriði þegar rætt er um það hvort rétt væri fyrir Ísland að ganga í raðir þess eða ekki. Ekki sízt þar sem ljóst er að ekki yrði beinlínis hlaupið þaðan út aftur þegar einu sinni væri komið þar inn líkt og reynsla Breta sýnir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Með svonefndri Schuman-yfirlýsingu fyrir 73 árum var grunnurinn lagður að því sem við þekkjum í dag sem Evrópusambandið. Í yfirlýsingunni, sem kennd er við þáverandi utanríkisráðherra Frakklands Robert Schuman, kom meðal annars fram að fyrsta skrefið í þeim efnum væri stofnun kola- og stálbandalags, fyrsta forvera sambandsins. Lokamarkmiðið væri hins vegar að til yrði evrópskt sambandsríki. Forystumenn hérlendra Evrópusambandssinna minnast gjarnan Schuman-yfirlýsingarinnar 9. maí ár hvert, daginn sem hún var flutt af Schuman í franska utanríkisráðuneytinu árið 1950. Árið í ár var engin undantekning. Hins vegar hefur þess ljóslega verið gætt í gegnum tíðina að minnast ekki orði á þá hluta yfirlýsingarinnar þar sem fjallað er um lokamarkmiðið með samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins. Markmiðið frá upphafi Bandaríki Evrópu Fram kemur þannig til að mynda í Schuman-yfirlýsingunni að með kola- og stálbandalagi yrði lagður grunnur að efnahagsþróun sem yrði fyrsta skrefið á þeirri vegferð að breyta Evrópu í sambandsríki (e. the federation of Europe) en Schuman hefur ásamt franska diplómatanum Jean Monnet verið fremstur í flokki þeirra sem gjarnan hafa verið nefndir feður Evrópusambandsins. Ekki sízt af Evrópusambandssinnum. Monnet lýsir því í endurminningum sínum hvernig unnið hafi verið markvisst, leynt og ljóst, skref fyrir skref, að lokamarkmiðinu um sambandsríki en til þess að styðja við þá vinnu setti hann til að mynda á laggirnar nefnd sem hann kallaði Aðgerðanefnd um Bandaríki Evrópu (e. Action Committee for the United States of Europe) sem í áttu sæti fulltrúar helztu stjórnmálaflokka og verkalýðsfélaga í Vestur-Evrópu. „Föderalen europäischen Bundesstaat“ Hreinlega hefur verið vandfundinn sá pólitíski forystumaður Evrópusambandsins og ríkja þess á liðnum árum og áratugum sem ekki hefur stutt lokamarkmiðið um eitt ríki. Til dæmis hafa allir forsetar framkvæmdastjórnar sambandsins undanfarna áratugi verið yfirlýstir stuðningsmenn þess. Samhliða því hefur Evrópusambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis og er fyrir vikið þegar orðið federalískt að stóru leyti. Markmiðið um evrópskt sambandsríki rataði nú síðast inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands sem tók við völdum í desember 2021 og systurflokkar Samfylkingarinnar og Viðreisnar eiga aðild að. Þar segir að áfram skuli unnið að því að Evrópusambandið verði að sambandsríki (þ. föderalen europäischen Bundesstaat). Lykilatriðið þar er vitanlega orðið „áfram“ enda verið unnið markvisst að því til þessa. Versnandi staða fámennari ríkja ESB Meðal þess sem einkennt hefur Evrópusambandið í vaxandi mæli á undanförnum árum, og á allajafna við um sambandsríki en ekki alþjóðastofnanir, er áherzla á það að möguleikar ríkja á því að hafa áhrif á ákvarðanir fari fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru í stað þess að setið sé við sama borð óháð íbúafjölda. Þar standa fámennari ríkin vitanlega verst að vígi en þau fjölmennustu að sama skapi sterkast. Hvert markmiðið með samrunanum innan Evrópusambandinu hefur verið frá upphafi, hvernig sambandið hefur þróast í gegnum tíðina og hvert það stefnir er eðli málsins samkvæmt algert grundvallaratriði þegar rætt er um það hvort rétt væri fyrir Ísland að ganga í raðir þess eða ekki. Ekki sízt þar sem ljóst er að ekki yrði beinlínis hlaupið þaðan út aftur þegar einu sinni væri komið þar inn líkt og reynsla Breta sýnir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar