„Gamla góða Haukamaskínan er vöknuð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2023 09:00 Haukarnir fagna sigri í Mosfellsbænum í gærkvöldi. Vísir/Hulda Margrét Haukar tryggðu sér í gærkvöldi sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Olís deild karla í handbolta með sex marka sigri á Aftureldingu á útivelli í oddaleik. Eiga Haukarnir einhvern möguleika í lið ÍBV? Sumir hafa verið að tala um að lokaúrslitin séu formsatriði fyrir úthvílda Eyjamenn en strákarnir í Seinni bylgjunni eru þó ekki á því. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, fékk sérfræðinga sína til að spá fyrir um framhaldið hjá Haukamönnum en Eyjamenn hafa beðið og safnað kröftum á meðan Haukar og Afturelding börðust um sæti í úrslitunum. „Strákar, úrslitaeinvígið. Hvernig verður það,“ spurði Stefán Árni Pálsson. Allt á blússandi siglingu í Haukum „Fyrir mér þá finnst mér Ásgeir vera búinn að búa til einhverja maskínu. Hann er búinn að búa til svakalega vörn og er þar með tvö varnarafbrigði í 4:2 og 6:0. Hann er með markmann sem er að kveikja á sér allt í einu. Hann er með lið sem getur keyrt allan leikinn og jafnvel hlaupið yfir ÍBV eða með þeim eftir hvernig maður lítur á það,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, og hélt áfram: „Hann er búinn að virkja Geir Guðmundsson í sókninni og línuspilið kom í dag. Það er allt á blússandi siglingu í Haukum. Þetta er bara gamla góða Haukamaskínan sem er vöknuð. Það er búið að taka langan tíma að kveikja í þessu. Þeir töpuðu á móti ÍR og þetta er búin að vera eyðimerkurganga. Eftir bikarhelgina þá er þetta búið að fara hægt og rólega upp og hann er búinn að setja sjálfstraust í þetta lið,“ sagði Jóhann Gunnar. „Margir eru að tala um að það skipti ekki máli hver færi í úrslit því ÍBV vinnur þetta alltaf. Mér finnst við vera komnir með ógeðslega spennandi úrslitaeinvígi,“ sagði Jóhann Gunnar. Einn mesti winner sem maður finnur „Haukarnir eru bara að fara til Eyja til að vinna. Ég þekki Ásgeir (Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka) bæði úr unglingalandsliðinu, A-landsliðinu og svo fórum við saman út í atvinnumennsku. Þetta er einn mesti ‚winner' sem maður finnur. Rosalegur karakter,“ sagði Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Maður sá það í dag hvað hann trúði á leikplanið sitt og að lokum þá bara gekk það upp. Þetta er ótrúlegt. Hann tekur við Haukunum þar sem þeir eru í skelfilegri stöðu og tapa leik eftir leik. Hann kemur þeim í bikarúrslit, tekur út Val, tekur út Aftureldingu. Nú er hann að fara til Vestmannaeyja og hann er bara að fara til að vinna Íslandsmeistaratitilinn þarna,“ sagði Logi. Þetta er þeirra svið „Í ljósi þess hvernig staðan er á Aftureldingarliðinu þá held ég að Haukarnir verði erfiðari fyrir ÍBV. Það er stutt í leikinn á laugardaginn og maður sá það undir lokin að Haukarnir áttu meira eftir á tankinum,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Horfum bara á þessa leikmenn. Þeir eru náttúrulega búnir að vera mjög slappir í allan betur, enda í áttunda sæti og höktu inn í úrslitakeppnina. Tjörvi, Heimir, Aron Rafn, Stefán Rafn. Þetta eru leikmenn sem hafa unnið þetta allt og gert þetta allt saman áður. Þetta er þeirra svið, þarna líður þeim best og þeir eru bara að finna sitt mójó og stemmninguna á hárréttum tíma,“ sagði Theódór Ingi. Það má horfa á pælingar þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað segja sérfræðingarnir um úrslitaeinvígið Olís-deild karla Haukar ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira
Eiga Haukarnir einhvern möguleika í lið ÍBV? Sumir hafa verið að tala um að lokaúrslitin séu formsatriði fyrir úthvílda Eyjamenn en strákarnir í Seinni bylgjunni eru þó ekki á því. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, fékk sérfræðinga sína til að spá fyrir um framhaldið hjá Haukamönnum en Eyjamenn hafa beðið og safnað kröftum á meðan Haukar og Afturelding börðust um sæti í úrslitunum. „Strákar, úrslitaeinvígið. Hvernig verður það,“ spurði Stefán Árni Pálsson. Allt á blússandi siglingu í Haukum „Fyrir mér þá finnst mér Ásgeir vera búinn að búa til einhverja maskínu. Hann er búinn að búa til svakalega vörn og er þar með tvö varnarafbrigði í 4:2 og 6:0. Hann er með markmann sem er að kveikja á sér allt í einu. Hann er með lið sem getur keyrt allan leikinn og jafnvel hlaupið yfir ÍBV eða með þeim eftir hvernig maður lítur á það,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, og hélt áfram: „Hann er búinn að virkja Geir Guðmundsson í sókninni og línuspilið kom í dag. Það er allt á blússandi siglingu í Haukum. Þetta er bara gamla góða Haukamaskínan sem er vöknuð. Það er búið að taka langan tíma að kveikja í þessu. Þeir töpuðu á móti ÍR og þetta er búin að vera eyðimerkurganga. Eftir bikarhelgina þá er þetta búið að fara hægt og rólega upp og hann er búinn að setja sjálfstraust í þetta lið,“ sagði Jóhann Gunnar. „Margir eru að tala um að það skipti ekki máli hver færi í úrslit því ÍBV vinnur þetta alltaf. Mér finnst við vera komnir með ógeðslega spennandi úrslitaeinvígi,“ sagði Jóhann Gunnar. Einn mesti winner sem maður finnur „Haukarnir eru bara að fara til Eyja til að vinna. Ég þekki Ásgeir (Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka) bæði úr unglingalandsliðinu, A-landsliðinu og svo fórum við saman út í atvinnumennsku. Þetta er einn mesti ‚winner' sem maður finnur. Rosalegur karakter,“ sagði Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Maður sá það í dag hvað hann trúði á leikplanið sitt og að lokum þá bara gekk það upp. Þetta er ótrúlegt. Hann tekur við Haukunum þar sem þeir eru í skelfilegri stöðu og tapa leik eftir leik. Hann kemur þeim í bikarúrslit, tekur út Val, tekur út Aftureldingu. Nú er hann að fara til Vestmannaeyja og hann er bara að fara til að vinna Íslandsmeistaratitilinn þarna,“ sagði Logi. Þetta er þeirra svið „Í ljósi þess hvernig staðan er á Aftureldingarliðinu þá held ég að Haukarnir verði erfiðari fyrir ÍBV. Það er stutt í leikinn á laugardaginn og maður sá það undir lokin að Haukarnir áttu meira eftir á tankinum,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Horfum bara á þessa leikmenn. Þeir eru náttúrulega búnir að vera mjög slappir í allan betur, enda í áttunda sæti og höktu inn í úrslitakeppnina. Tjörvi, Heimir, Aron Rafn, Stefán Rafn. Þetta eru leikmenn sem hafa unnið þetta allt og gert þetta allt saman áður. Þetta er þeirra svið, þarna líður þeim best og þeir eru bara að finna sitt mójó og stemmninguna á hárréttum tíma,“ sagði Theódór Ingi. Það má horfa á pælingar þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað segja sérfræðingarnir um úrslitaeinvígið
Olís-deild karla Haukar ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Sjá meira