Lokayfirlýsingin stutt en nái vel utan um grundvallaratriðin Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2023 09:57 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir leiðtogafundinn í Reykjavík hafa gengið ótrúlega vel. Honum lýkur síðar í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að lokayfirlýsing leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík verði fremur stutt en nái vel utan um þau grundvallaratriði sem um umfjöllunar séu. Hún segir það flókið mál að koma sjónarmiðum 46 ríkja saman í eina yfirlýsingu og að hún hafi tekið breytingum fram á síðasta dag. Þetta sagði Katrín í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann eftir að yfirlýsing um stofnun tjónaskrárinnar var undirrituð í morgun. Katrín segir að sér þyki gærdagurinn hafa gengið ótrúlega vel. „Bæði fannst mér fundurinn sjálfur, það gekk allt upp, þetta formlega. En það voru líka góðar umræður á hringborðunum og síðan í kvöldverði leiðtoga sem var hérna í gærkvöldi. Það var í raun og veru hinn óformlegi hluti fundarins og þar eru oft mjög opnar umræður. Í dag tekur svo við hin formlega umræða þar sem ríkin fara með sína afstöðu til lokaniðurstöðu þessa fundar.“ Sýnist þér að sé samstaða um öll meginatriði lokayfirlýsingarinnar? „Já, það er auðvitað búið að leggja mikla vinnu í það og eins og hefur komið áður fram þá er það flókið mál að koma 46 ríkjum saman. Maður fann það í hinum óformlegu umræðum í gær. Þetta eru ólík ríki. Það er ólík pólitík sem ræður för í ólíkum ríkjum. Já, við erum komin með lendingu eins hvað varðar þessa tjónaskrá sem við vorum að undirrita hér áðan. Þetta er auðvitað stórt skref að halda utan um þann skaða sem Rússar hafa valdið í Úkraínu. Nú tekur við útfærslan. En bara það að stíga þetta skref, og það er þegar búið að undirbúa málið mjög vel hvernig við getum haldið utan um skráningu þannig að það ætti ekki að koma upp nein snurða á þeim þræði.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á fundinum í morgun. Vísir/Vilhelm En verður lokayfirlýsingin mikið breytt frá því sem lagt var upp með í uppkasti? „Hún er náttúrulega búin að taka breytingum fram á síðasta dag. Eins og venjan er með svona yfirlýsingar. Það sem ég er ánægð með er að mér finnst þetta vera skýrt. Mér finnst þetta ekki vera langt plagg með mjög mörgum orðum heldur er verið að draga fram ákveðin grundvallaratriði. Bæði hvað varðar ábyrgðarskylduna gagnvart Úkraínu, það er verið að leggja mikla áherslu á lýðræðið og það er verið að leggja áherslu á þessi atriði sem við höfum verið að berjast fyrir að komist hér inn á borð, eins og umhverfismálin, réttinn til umhverfis og gervigreindina sem var mikið rædd á mínu hringborði. Þannig að það er verið að taka vel utan um þessi mál. Það er náttúrulega verið að fjalla um mannréttindamáli, jafnréttismálin og réttindi barna sem hafa mikið verið rædd á fundinum. Þar er ekki síst verið að fjalla um úkraínsk börn sem hafa verið brottflutt. Þannig að ég held að við séum með yfirlýsingu sem sé ekki of löng en er samt að taka utan um aðalatriðin.“ Það átti að tilkynna á þessum fundi um aukin framlög Íslands til Úkraínu. Það er búið að segja frá færanlega neyðarsjúkrahúsinu. Er einhver meiri aukning að öðru leyti? „Nei, spítalinn er í raun og vera okkar viðbót að þessu sinni og okkur fannst mikilvægt, öllum flokkum á Alþingi, að sýna að við stöndum saman um þennan viðbótarstuðning. Þetta er ekki bara ákvörðun stjórnvalda heldur er þetta Alþingi allt sem stendur á bakvið þennan stuðning. Sú ákvörðun að færa Úkraínumönnum þennan neyðarspítala byggir á þeirra óskum, þeirra beiðnum. Við munum nú vonandi að þessum fundi loknum, mæla fyrir því máli og ljúka því hratt og örugglega,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vaktin: Leiðtogar gefa kost á viðtölum í morgunsárið Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar verður í beinni útsendingu frá Hörpu nú í morgunsárið og fylgist með þróun mála fram eftir degi í vaktinni hér á Vísi. 17. maí 2023 07:33 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Þetta sagði Katrín í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann eftir að yfirlýsing um stofnun tjónaskrárinnar var undirrituð í morgun. Katrín segir að sér þyki gærdagurinn hafa gengið ótrúlega vel. „Bæði fannst mér fundurinn sjálfur, það gekk allt upp, þetta formlega. En það voru líka góðar umræður á hringborðunum og síðan í kvöldverði leiðtoga sem var hérna í gærkvöldi. Það var í raun og veru hinn óformlegi hluti fundarins og þar eru oft mjög opnar umræður. Í dag tekur svo við hin formlega umræða þar sem ríkin fara með sína afstöðu til lokaniðurstöðu þessa fundar.“ Sýnist þér að sé samstaða um öll meginatriði lokayfirlýsingarinnar? „Já, það er auðvitað búið að leggja mikla vinnu í það og eins og hefur komið áður fram þá er það flókið mál að koma 46 ríkjum saman. Maður fann það í hinum óformlegu umræðum í gær. Þetta eru ólík ríki. Það er ólík pólitík sem ræður för í ólíkum ríkjum. Já, við erum komin með lendingu eins hvað varðar þessa tjónaskrá sem við vorum að undirrita hér áðan. Þetta er auðvitað stórt skref að halda utan um þann skaða sem Rússar hafa valdið í Úkraínu. Nú tekur við útfærslan. En bara það að stíga þetta skref, og það er þegar búið að undirbúa málið mjög vel hvernig við getum haldið utan um skráningu þannig að það ætti ekki að koma upp nein snurða á þeim þræði.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á fundinum í morgun. Vísir/Vilhelm En verður lokayfirlýsingin mikið breytt frá því sem lagt var upp með í uppkasti? „Hún er náttúrulega búin að taka breytingum fram á síðasta dag. Eins og venjan er með svona yfirlýsingar. Það sem ég er ánægð með er að mér finnst þetta vera skýrt. Mér finnst þetta ekki vera langt plagg með mjög mörgum orðum heldur er verið að draga fram ákveðin grundvallaratriði. Bæði hvað varðar ábyrgðarskylduna gagnvart Úkraínu, það er verið að leggja mikla áherslu á lýðræðið og það er verið að leggja áherslu á þessi atriði sem við höfum verið að berjast fyrir að komist hér inn á borð, eins og umhverfismálin, réttinn til umhverfis og gervigreindina sem var mikið rædd á mínu hringborði. Þannig að það er verið að taka vel utan um þessi mál. Það er náttúrulega verið að fjalla um mannréttindamáli, jafnréttismálin og réttindi barna sem hafa mikið verið rædd á fundinum. Þar er ekki síst verið að fjalla um úkraínsk börn sem hafa verið brottflutt. Þannig að ég held að við séum með yfirlýsingu sem sé ekki of löng en er samt að taka utan um aðalatriðin.“ Það átti að tilkynna á þessum fundi um aukin framlög Íslands til Úkraínu. Það er búið að segja frá færanlega neyðarsjúkrahúsinu. Er einhver meiri aukning að öðru leyti? „Nei, spítalinn er í raun og vera okkar viðbót að þessu sinni og okkur fannst mikilvægt, öllum flokkum á Alþingi, að sýna að við stöndum saman um þennan viðbótarstuðning. Þetta er ekki bara ákvörðun stjórnvalda heldur er þetta Alþingi allt sem stendur á bakvið þennan stuðning. Sú ákvörðun að færa Úkraínumönnum þennan neyðarspítala byggir á þeirra óskum, þeirra beiðnum. Við munum nú vonandi að þessum fundi loknum, mæla fyrir því máli og ljúka því hratt og örugglega,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vaktin: Leiðtogar gefa kost á viðtölum í morgunsárið Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar verður í beinni útsendingu frá Hörpu nú í morgunsárið og fylgist með þróun mála fram eftir degi í vaktinni hér á Vísi. 17. maí 2023 07:33 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Vaktin: Leiðtogar gefa kost á viðtölum í morgunsárið Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar verður í beinni útsendingu frá Hörpu nú í morgunsárið og fylgist með þróun mála fram eftir degi í vaktinni hér á Vísi. 17. maí 2023 07:33