Sami hópur segist hafa tekið niður vefsíðu Isavia Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2023 11:30 NoName057(16), rússneskur tölvuþrjótahópur, eignaði sér heiður af árásinni á Isavia í morgun. Skjáskot Álagsárás var gerð á vefsíðu Isavia sem lág niður í um tvær klukkustundir í morgun. Rússneskur tölvuþrjótahópur sem stóð að árásum á opinbera vefi í gær lýsti yfir ábyrgð á árásinni á Isavia. Vefsíðan sem birtir upplýsingar um flugferðir fyrir alla íslenska áætlunarflugvelli lá niðri eftir árásina í morgun, að því er kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Tæknimönnum tókst að hrinda árásinni og koma síðunni aftur í loftið. Einhverjir notendur eru þó sagður geta átt í erfiðleikum áfram með að tengjast síðunni. Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) virtist eigna sér ábyrgð á DDos-árásinni þegar hann birti mynd af villuskilaboðum á vefsíðu Isavia í morgun. Sá hópur er talinn tengdur rússnesku leyniþjónustunni og hefur gert margar sambærilegar árásir á stofnanir og fyrirtæki í Evrópu að undanförnu. Meðlimir hópsins tala opinberlega um það á samfélagsmiðlum að árásir þeirra séu til stuðnings stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Isavia segir að þegar árásin var gerð í morgun hafi varasíða með aðgengi að flugupplýsingum um Keflavíkurflugvöll verið opnuð og vísað á hana á samfélagsmiðlum félagsins. Einnig hafi verið hægt að nálgast upplýsingar um innanlandsflug á vef Textavarpsins og flugfélaganna. Samfélagsmiðlar innanlandsflugvalla hafi vísað notendum þangað. Alþingi og dómstólavefir voru á milli þeirra sem tölvuþrjótarnir réðust á í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins í gær. Netöryggissveit stjórnvalda varaði við því að búast mætti við áframhaldandi árásum. Álagsárásir eða DDos-árásir eru tegund af tölvuárás þar sem framköllluð er stóraukin umferð um vefsíðu til þess að láta hana hrynja undan álagi. Fréttir af flugi Tölvuárásir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Netöryggi Tengdar fréttir Líklegt að árásirnar haldi áfram Óvissustig Almannavarna var virkjað í dag vegna netárása Rússa í tengslum við fund Evrópuráðsins. Sérfræðingur í netöryggi segir Íslendinga mega eiga von á fleiri árásum og að almenningur þurfi einnig að hafa varan á. 16. maí 2023 19:01 Tölvuþrjótarnir kalla Vesturlönd nasista Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) hefur lýst yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi. 16. maí 2023 12:27 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Fleiri fréttir Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Sjá meira
Vefsíðan sem birtir upplýsingar um flugferðir fyrir alla íslenska áætlunarflugvelli lá niðri eftir árásina í morgun, að því er kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Tæknimönnum tókst að hrinda árásinni og koma síðunni aftur í loftið. Einhverjir notendur eru þó sagður geta átt í erfiðleikum áfram með að tengjast síðunni. Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) virtist eigna sér ábyrgð á DDos-árásinni þegar hann birti mynd af villuskilaboðum á vefsíðu Isavia í morgun. Sá hópur er talinn tengdur rússnesku leyniþjónustunni og hefur gert margar sambærilegar árásir á stofnanir og fyrirtæki í Evrópu að undanförnu. Meðlimir hópsins tala opinberlega um það á samfélagsmiðlum að árásir þeirra séu til stuðnings stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Isavia segir að þegar árásin var gerð í morgun hafi varasíða með aðgengi að flugupplýsingum um Keflavíkurflugvöll verið opnuð og vísað á hana á samfélagsmiðlum félagsins. Einnig hafi verið hægt að nálgast upplýsingar um innanlandsflug á vef Textavarpsins og flugfélaganna. Samfélagsmiðlar innanlandsflugvalla hafi vísað notendum þangað. Alþingi og dómstólavefir voru á milli þeirra sem tölvuþrjótarnir réðust á í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins í gær. Netöryggissveit stjórnvalda varaði við því að búast mætti við áframhaldandi árásum. Álagsárásir eða DDos-árásir eru tegund af tölvuárás þar sem framköllluð er stóraukin umferð um vefsíðu til þess að láta hana hrynja undan álagi.
Fréttir af flugi Tölvuárásir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Netöryggi Tengdar fréttir Líklegt að árásirnar haldi áfram Óvissustig Almannavarna var virkjað í dag vegna netárása Rússa í tengslum við fund Evrópuráðsins. Sérfræðingur í netöryggi segir Íslendinga mega eiga von á fleiri árásum og að almenningur þurfi einnig að hafa varan á. 16. maí 2023 19:01 Tölvuþrjótarnir kalla Vesturlönd nasista Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) hefur lýst yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi. 16. maí 2023 12:27 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Fleiri fréttir Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Sjá meira
Líklegt að árásirnar haldi áfram Óvissustig Almannavarna var virkjað í dag vegna netárása Rússa í tengslum við fund Evrópuráðsins. Sérfræðingur í netöryggi segir Íslendinga mega eiga von á fleiri árásum og að almenningur þurfi einnig að hafa varan á. 16. maí 2023 19:01
Tölvuþrjótarnir kalla Vesturlönd nasista Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) hefur lýst yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi. 16. maí 2023 12:27