Risaleikur í kvöld: „Mín arfleifð er þegar orðin einstök“ Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2023 17:00 Pep Guardiola tekur utan um Erling Haaland sem hefur spilað stórkostlega undir hans stjórn á leiktíðinni. Getty/Michael Regan Manchester City hefur komið sér í frábært færi á að vinna þrennuna, og þar með Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Eitt allra þyngsta prófið á lokasprettinum þreytir liðið í kvöld, í sannkölluðum stórleik gegn ríkjandi Evrópumeisturum Real Madrid. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Madrid í síðustu viku og því verður allt í járnum þegar flautað verður til leiks í Manchester í kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma. Guardiola hefur tvívegis unnið Meistaradeild Evrópu sem knattspyrnustjóri, með Barcelona árin 2009 og 2011, en City hefur aldrei náð að landa Evrópumeistaratitlinum þrátt fyrir mikla titlasöfnun í Englandi síðustu ár. „Ég hef verið í þessari stöðu oft áður,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins í kvöld. Ekki var að heyra á honum að það að vinna Meistaradeildina með City væri nauðsynleg viðbót í ferilskrána. Líkleg byrjunarlið í kvöld, samkvæmt UEFA.com: Man City: Ederson; Walker, Rúben Dias, Akanji; Stones, Rodri; Bernardo Silva, De Bruyne, Gündoğan, Grealish; Haaland Real Madrid: Courtois; Carvajal, Militão, Rüdiger, Alaba; Modrić, Kroos, Camavinga; Valverde, Benzema, Vinícius Júnior „Þurfum ekki að gera neitt óviðjafnanlegt“ „Mín arfleifð er þegar orðin einstök. Ég er búinn að segja leikmönnunum að njóta augnabliksins – við erum ótrúlega heppnir að vera hérna. Þetta er í okkar höndum. Þetta veltur á okkur. Við þurfum ekki að gera neitt óviðjafnanlegt – bara vinna einn leik til að komast í úrslitaleikinn,“ sagði Guardiola. Kevin De Bruyne fagnar markinu mikilvæga í fyrri leiknum gegn Real Madrid, sem endaði 1-1. Vinícius Júnior hafði komið Real yfir.Getty/Julian Finney „Ég er með ótrúlega tilfinningu fyrir þeim. Hvað sem gerist þá er ég svo þakklátur þeim fyrir að koma mér og stuðningsmönnum City aftur á þennan stað,“ sagði Guardiola um leikmenn sína. Sigurliðið í kvöld mun mæta Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 10. júní en Inter sló AC Milan út, samtals 3-0, og spilar til úrslita í fyrsta sinn í þrettán ár. Geta orðið meistarar um helgina City getur tryggt sér Englandsmeistaratitilinn á sunnudaginn þegar liðið tekur á móti Chelsea, og reyndar verður City meistari á laugardaginn ef að Arsenal tapar á útivelli gegn Nottingham Forest. Ef City verður ekki meistari um helgina á liðið enn eftir tvo leiki til að landa titlinum, gegn Brighton og Brentford á útivelli. Liðið spilar svo bikarúrslitaleik við Manchester United á Wembley 3. júní, og ef vel fer í kvöld leikur liðið svo gegn Inter laugardagskvöldið 10. júní. Leikur Manchester City og Real Madrid hefst klukkan 19 og er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Sjá meira
Liðin gerðu 1-1 jafntefli í Madrid í síðustu viku og því verður allt í járnum þegar flautað verður til leiks í Manchester í kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma. Guardiola hefur tvívegis unnið Meistaradeild Evrópu sem knattspyrnustjóri, með Barcelona árin 2009 og 2011, en City hefur aldrei náð að landa Evrópumeistaratitlinum þrátt fyrir mikla titlasöfnun í Englandi síðustu ár. „Ég hef verið í þessari stöðu oft áður,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins í kvöld. Ekki var að heyra á honum að það að vinna Meistaradeildina með City væri nauðsynleg viðbót í ferilskrána. Líkleg byrjunarlið í kvöld, samkvæmt UEFA.com: Man City: Ederson; Walker, Rúben Dias, Akanji; Stones, Rodri; Bernardo Silva, De Bruyne, Gündoğan, Grealish; Haaland Real Madrid: Courtois; Carvajal, Militão, Rüdiger, Alaba; Modrić, Kroos, Camavinga; Valverde, Benzema, Vinícius Júnior „Þurfum ekki að gera neitt óviðjafnanlegt“ „Mín arfleifð er þegar orðin einstök. Ég er búinn að segja leikmönnunum að njóta augnabliksins – við erum ótrúlega heppnir að vera hérna. Þetta er í okkar höndum. Þetta veltur á okkur. Við þurfum ekki að gera neitt óviðjafnanlegt – bara vinna einn leik til að komast í úrslitaleikinn,“ sagði Guardiola. Kevin De Bruyne fagnar markinu mikilvæga í fyrri leiknum gegn Real Madrid, sem endaði 1-1. Vinícius Júnior hafði komið Real yfir.Getty/Julian Finney „Ég er með ótrúlega tilfinningu fyrir þeim. Hvað sem gerist þá er ég svo þakklátur þeim fyrir að koma mér og stuðningsmönnum City aftur á þennan stað,“ sagði Guardiola um leikmenn sína. Sigurliðið í kvöld mun mæta Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 10. júní en Inter sló AC Milan út, samtals 3-0, og spilar til úrslita í fyrsta sinn í þrettán ár. Geta orðið meistarar um helgina City getur tryggt sér Englandsmeistaratitilinn á sunnudaginn þegar liðið tekur á móti Chelsea, og reyndar verður City meistari á laugardaginn ef að Arsenal tapar á útivelli gegn Nottingham Forest. Ef City verður ekki meistari um helgina á liðið enn eftir tvo leiki til að landa titlinum, gegn Brighton og Brentford á útivelli. Liðið spilar svo bikarúrslitaleik við Manchester United á Wembley 3. júní, og ef vel fer í kvöld leikur liðið svo gegn Inter laugardagskvöldið 10. júní. Leikur Manchester City og Real Madrid hefst klukkan 19 og er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Líkleg byrjunarlið í kvöld, samkvæmt UEFA.com: Man City: Ederson; Walker, Rúben Dias, Akanji; Stones, Rodri; Bernardo Silva, De Bruyne, Gündoğan, Grealish; Haaland Real Madrid: Courtois; Carvajal, Militão, Rüdiger, Alaba; Modrić, Kroos, Camavinga; Valverde, Benzema, Vinícius Júnior
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Sjá meira