Takmörk fyrir fjölda blómakerja sem „spretti upp eins og gorkúlur“ Atli Ísleifsson skrifar 19. maí 2023 14:40 Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, vill fá svör hvort fólk hafi slasast vegna blómakerjanna, til að mynda dottið um þau eða hjólað á þau. Upplýsingar um slíkt liggja ekki fyrir hjá borginni. Vísir/Vilhelm/Reykjavíkurborg Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir að eins mikið og hún hafi gaman af blómum þá séu takmörk fyrir því hvað rétt sé að koma upp mörgum blómakerjum í borgarlandinu. Borgin gerir ráð fyrir að áfram verði unnið að uppsetningu blómakerja í borgarlandinu. Nú eru 211 blómaker í borgarlandinu og er heildarkostnaður við þau ríflega 62 milljónir króna frá árinu 2015, reiknað á verðlagi hvers árs. Svar fyrir fyrirspurn Kolbrúnar var lagt fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar fyrr í vikunni. Kolbrún hafði þar spurt um umfang blómakerjanna, kostnaðinn og umhirðu. Sömuleiðis spurði Kolbrún hvort einhver slys hafi hlotist af blómakerjunum, til að mynda hvort einhver hafi dottið um þau eða hjólað á þau. Upplýsingar um tjón liggja ekki fyrir Í svari skrifstofustjóra borgarlandsins hjá Reykjavíkurborg við fyrirspurn Kolbrúnar segir að byrjað hafi verið að nota blómakerin um síðustu aldamót, en að upplýsingar um tjón eða slys vegna blómakerja liggi ekki fyrir hjá umhverfis- og skipulagssviði. Frá Skólavörðustíg í miðborg Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm „Aukning hefur verið á notkun blómakerja í borgarlandinu undanfarin ár. Þau hafa þótt hentug í ýmis verkefni enda augnayndi en einnig vegna verkefna tengdum Betri hverfi og samgöngumálum til að takmarka eða leiða umferð. Ljóst er að blómakerjum mun eitthvað fjölga áfram enda eins og áður sagði hentug í ýmis verkefni á borgarlandinu,“ segir í svari skrifstofustjórans. Alls eru 211 blómaker í borgarlandinu. Reykjavíkurborg Fólk hafi dottið eða hjólað á kerin Í bókun Kolbúnar vegna svarsins segir hún að blómakerin hafi sprottið upp eins og gorkúlur, enda nú orðin 211 talsins. „Hvort það er mikið eða lítið ræðst af því hver tilgangurinn er með notkun þeirra. Eins mikið og borgarfulltrúi Flokks fólksins finnst gaman að blómum þá eru takmörk fyrir öllu. Í einhverjum tilfellum hafa ker verið sett þar sem áður voru bílastæði. Sannarlega er prýði af blómum en tilfelli eru einnig um að fólk hafi ýmist dottið um blómaker sem eru á gönguleiðum eða hjólað á þau. Fram kemur að ekki eru skráð slys sem tengjast blómakerjum. Það þarf að gera. Tölfræði skiptir máli til að hægt sé að vega og meta hvort ákvarðanir séu farsælar og eða árangursríkar,“ segir Kolbrún. Reykjavík Borgarstjórn Flokkur fólksins Blóm Slysavarnir Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Nú eru 211 blómaker í borgarlandinu og er heildarkostnaður við þau ríflega 62 milljónir króna frá árinu 2015, reiknað á verðlagi hvers árs. Svar fyrir fyrirspurn Kolbrúnar var lagt fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar fyrr í vikunni. Kolbrún hafði þar spurt um umfang blómakerjanna, kostnaðinn og umhirðu. Sömuleiðis spurði Kolbrún hvort einhver slys hafi hlotist af blómakerjunum, til að mynda hvort einhver hafi dottið um þau eða hjólað á þau. Upplýsingar um tjón liggja ekki fyrir Í svari skrifstofustjóra borgarlandsins hjá Reykjavíkurborg við fyrirspurn Kolbrúnar segir að byrjað hafi verið að nota blómakerin um síðustu aldamót, en að upplýsingar um tjón eða slys vegna blómakerja liggi ekki fyrir hjá umhverfis- og skipulagssviði. Frá Skólavörðustíg í miðborg Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm „Aukning hefur verið á notkun blómakerja í borgarlandinu undanfarin ár. Þau hafa þótt hentug í ýmis verkefni enda augnayndi en einnig vegna verkefna tengdum Betri hverfi og samgöngumálum til að takmarka eða leiða umferð. Ljóst er að blómakerjum mun eitthvað fjölga áfram enda eins og áður sagði hentug í ýmis verkefni á borgarlandinu,“ segir í svari skrifstofustjórans. Alls eru 211 blómaker í borgarlandinu. Reykjavíkurborg Fólk hafi dottið eða hjólað á kerin Í bókun Kolbúnar vegna svarsins segir hún að blómakerin hafi sprottið upp eins og gorkúlur, enda nú orðin 211 talsins. „Hvort það er mikið eða lítið ræðst af því hver tilgangurinn er með notkun þeirra. Eins mikið og borgarfulltrúi Flokks fólksins finnst gaman að blómum þá eru takmörk fyrir öllu. Í einhverjum tilfellum hafa ker verið sett þar sem áður voru bílastæði. Sannarlega er prýði af blómum en tilfelli eru einnig um að fólk hafi ýmist dottið um blómaker sem eru á gönguleiðum eða hjólað á þau. Fram kemur að ekki eru skráð slys sem tengjast blómakerjum. Það þarf að gera. Tölfræði skiptir máli til að hægt sé að vega og meta hvort ákvarðanir séu farsælar og eða árangursríkar,“ segir Kolbrún.
Reykjavík Borgarstjórn Flokkur fólksins Blóm Slysavarnir Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira