Splæsti í lúxusíbúð í miðborg Oslóar Smári Jökull Jónsson skrifar 19. maí 2023 23:30 Það mun ekki væsa um Haaland í nýju íbúðinni í Osló. Vísir/Getty Lífið leikur við Erling Haaland þessa dagana. Á dögunum sló hann markamet ensku úrvalsdeildarinnar og í vikunni tryggði Manchester City sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það gengur sömuleiðis vel hjá Haaland á öðrum vígstöðum. Erling Haaland hefur komið sem stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina á tímabilinu en þessi tuttugu og tveggja ára gamli Norðmaður sló nýverið markamet ensku úrvalsdeildarinnar en hann hefur skorað 36 mörk í 33 leikjum á tímabilinu. Talið er að Haaland þéni 375.000 pund á viku hjá Manchester City sem gerir rúmar 65 milljónir íslenskra króna og hann fær 160 milljónir íslenskra króna í bónus vinni City ensku úrvalsdeildina en það gæti orðið að veruleika nú um helgina. Þetta er að sjálfsögðu fyrir utan samstarfssamninga við hin ýmsu fyrirtæki. Haaland mun vafalaust nýta sér íbúðina þegar hann verður á ferðinni með norska landsliðinu í Osló.Vísir/Getty Og nú virðist sem Haaland sé byrjaður að eyða peningunum. Samkvæmt frétt Aftonbladet hefur Haaland fest kaup á lúxusíbúð í miðborg Oslóar. Haaland greiðir tæpar 470 milljónir íslenskra króna fyrir íbúðina sem er 154 fermetrar að stærð, á áttundu hæð í tíu hæða húsi. Kaupin gengu í gegn þann 4. maí síðastliðinn, daginn eftir að Haaland skoraði mark númer 35 í ensku úrvalsdeildinni og sló markametið umtalaða. Haaland kaupir íbúðina af milljarðamæringnum Runar Vatnes sem hafði átt hana í þrjú ár. Vatnes keypti íbúðina á 360 milljónir króna og íbúðin því heldur betur aukið virði sitt síðustu árin. Fermetraverðið sem Haaland borgar er tæpar þrjár milljónir íslenskra króna sem verður að teljast ansi hátt en Norðmaðurinn fótfrái á líklegast ekki í erfiðleikum með að reiða fram þá upphæð í reiðufé. Enski boltinn Noregur Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Erling Haaland hefur komið sem stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina á tímabilinu en þessi tuttugu og tveggja ára gamli Norðmaður sló nýverið markamet ensku úrvalsdeildarinnar en hann hefur skorað 36 mörk í 33 leikjum á tímabilinu. Talið er að Haaland þéni 375.000 pund á viku hjá Manchester City sem gerir rúmar 65 milljónir íslenskra króna og hann fær 160 milljónir íslenskra króna í bónus vinni City ensku úrvalsdeildina en það gæti orðið að veruleika nú um helgina. Þetta er að sjálfsögðu fyrir utan samstarfssamninga við hin ýmsu fyrirtæki. Haaland mun vafalaust nýta sér íbúðina þegar hann verður á ferðinni með norska landsliðinu í Osló.Vísir/Getty Og nú virðist sem Haaland sé byrjaður að eyða peningunum. Samkvæmt frétt Aftonbladet hefur Haaland fest kaup á lúxusíbúð í miðborg Oslóar. Haaland greiðir tæpar 470 milljónir íslenskra króna fyrir íbúðina sem er 154 fermetrar að stærð, á áttundu hæð í tíu hæða húsi. Kaupin gengu í gegn þann 4. maí síðastliðinn, daginn eftir að Haaland skoraði mark númer 35 í ensku úrvalsdeildinni og sló markametið umtalaða. Haaland kaupir íbúðina af milljarðamæringnum Runar Vatnes sem hafði átt hana í þrjú ár. Vatnes keypti íbúðina á 360 milljónir króna og íbúðin því heldur betur aukið virði sitt síðustu árin. Fermetraverðið sem Haaland borgar er tæpar þrjár milljónir íslenskra króna sem verður að teljast ansi hátt en Norðmaðurinn fótfrái á líklegast ekki í erfiðleikum með að reiða fram þá upphæð í reiðufé.
Enski boltinn Noregur Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti