Taka þurfi öllum tíðindum frá Bakhmut með fyrirvara Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. maí 2023 08:01 Friðrik Jónsson er sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Vísir/Arnar Sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur leiðtogafund G-7-ríkjanna hafa verið mikilvægan fyrir Úkraínumenn. Selenskí fái bandarískar F-16 herþotur á næstu mánuðum, sem miklu muni skipta. Taka þurfi yfirlýsingum Rússa með fyrirvara. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti mætti á leiðtogafund G-7-ríkjanna í Hiroshima í Japan um helgina. Á fundinum var meðal annars ákveðið að herða viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússum. Stærstu tíðindin, sem Selenskí hefur sagt „söguleg,“ er loforð Bandaríkjamanna um þjálfun úkraínskra hermanna á F-16 orrustuþotur. Rússar vara Vesturlönd við að senda Úkraínumönnum orrustuþoturnar, en hingað til höfðu ráðamenn á Vesturlöndum ekki viljað senda sams konar herþotur til Úkraínu. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, telur leiðtogafundinn hafa verið mikilvægan. „Þessir fundir eru alltaf mikilvægir, sérstaklega þar sem hann kemur aftur heim með loforð um áframhaldandi stuðning: Fjárhagslegan, efnahagslegan, siðferðilegan og aðallega hernaðarlegan. Stóra fréttin er kannski sú að þeim verður núna leyft að fá F-16 orrustuþotur einhvern tímann á næstu mánuðum. Og það eru töluverð tíðindi, kannski stóru tíðindin hvað vopnastuðning varðar.“ Friðrik segir að taka þurfi yfirlýsingum af gengi hersveita í innrásinni með fyrirvara. Borgin Bakhmut hefur verið mjög umtöluð en Wagner-liðar Rússa héldu því fram fyrir helgi að þeir hafi náð yfirráðum í bænum. Selenskí vísaði því alfarið á bug. Í bænum væri ekkert eftir nema eyðilegging og fallnir rússneskir hermenn. Sjá einnig: „Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru“ „[Bakhmut] skiptir máli, sérstaklega fyrir Rússa, varðandi sókn vestur. Og því hafa Úkraínumenn tekið þá ákvörðun að neita þeim um að ná borginni og nærliggjandi svæðum. Það hefur gengið ágætlega. Ég myndi taka með fyrirvara í raun öllum tíðindum frá Bakhmut. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Prigozhin [rússneskur auðjöfur sem gjarnan er kallaður „kokkur Pútíns“] lýsir því yfir að hafa náð borginni á sitt vald.“ Friðrik segir að Úkraínumenn hafi nýtt þessa miklu áherslu Rússa á borgina til að draga þangað frekara herlið og búnað frá Rússum, jafnvel í eins konar gildru. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið við Friðik í heild sinni hér að neðan. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49 Prigozhin lýsir yfir sigri í Bakhmut, aftur Yevgeny Prigozhin, rússneskur auðjöfur, sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, lýsti því í dag yfir að Rússar hefðu náð fullum tökum á bænum Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa reynt að ná bænum frá síðasta sumri en hafa orðið fyrir miklu mannfalli. 20. maí 2023 13:49 Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti mætti á leiðtogafund G-7-ríkjanna í Hiroshima í Japan um helgina. Á fundinum var meðal annars ákveðið að herða viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússum. Stærstu tíðindin, sem Selenskí hefur sagt „söguleg,“ er loforð Bandaríkjamanna um þjálfun úkraínskra hermanna á F-16 orrustuþotur. Rússar vara Vesturlönd við að senda Úkraínumönnum orrustuþoturnar, en hingað til höfðu ráðamenn á Vesturlöndum ekki viljað senda sams konar herþotur til Úkraínu. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, telur leiðtogafundinn hafa verið mikilvægan. „Þessir fundir eru alltaf mikilvægir, sérstaklega þar sem hann kemur aftur heim með loforð um áframhaldandi stuðning: Fjárhagslegan, efnahagslegan, siðferðilegan og aðallega hernaðarlegan. Stóra fréttin er kannski sú að þeim verður núna leyft að fá F-16 orrustuþotur einhvern tímann á næstu mánuðum. Og það eru töluverð tíðindi, kannski stóru tíðindin hvað vopnastuðning varðar.“ Friðrik segir að taka þurfi yfirlýsingum af gengi hersveita í innrásinni með fyrirvara. Borgin Bakhmut hefur verið mjög umtöluð en Wagner-liðar Rússa héldu því fram fyrir helgi að þeir hafi náð yfirráðum í bænum. Selenskí vísaði því alfarið á bug. Í bænum væri ekkert eftir nema eyðilegging og fallnir rússneskir hermenn. Sjá einnig: „Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru“ „[Bakhmut] skiptir máli, sérstaklega fyrir Rússa, varðandi sókn vestur. Og því hafa Úkraínumenn tekið þá ákvörðun að neita þeim um að ná borginni og nærliggjandi svæðum. Það hefur gengið ágætlega. Ég myndi taka með fyrirvara í raun öllum tíðindum frá Bakhmut. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Prigozhin [rússneskur auðjöfur sem gjarnan er kallaður „kokkur Pútíns“] lýsir því yfir að hafa náð borginni á sitt vald.“ Friðrik segir að Úkraínumenn hafi nýtt þessa miklu áherslu Rússa á borgina til að draga þangað frekara herlið og búnað frá Rússum, jafnvel í eins konar gildru. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið við Friðik í heild sinni hér að neðan.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49 Prigozhin lýsir yfir sigri í Bakhmut, aftur Yevgeny Prigozhin, rússneskur auðjöfur, sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, lýsti því í dag yfir að Rússar hefðu náð fullum tökum á bænum Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa reynt að ná bænum frá síðasta sumri en hafa orðið fyrir miklu mannfalli. 20. maí 2023 13:49 Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. 21. maí 2023 08:49
Prigozhin lýsir yfir sigri í Bakhmut, aftur Yevgeny Prigozhin, rússneskur auðjöfur, sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, lýsti því í dag yfir að Rússar hefðu náð fullum tökum á bænum Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa reynt að ná bænum frá síðasta sumri en hafa orðið fyrir miklu mannfalli. 20. maí 2023 13:49
Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00