Mamman og systirin í tvískiptum treyjum Sindri Sverrisson skrifar 22. maí 2023 09:01 Andri Már og Sigtryggur Daði Rúnarssynir með systur sinni, Evu Ingibjörgu og mömmu sinni Heiðu Erlingsdóttur. Twitter/@andrimarrunars Tilfinningarnar verða eflaust blendnar, sama hvernig fer, hjá fjölskyldu bræðranna Sigtryggs Daða og Andra Más í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Bræðurnir mættust á laugardag í fyrsta leik einvígisins en Sigtryggur Daði er leikmaður ÍBV á meðan að Andri Már spilar með Haukum sem urðu að sætta sig við tap í Eyjum, 33-27. Á meðal áhorfenda á leiknum voru Heiða Erlingsdóttir, móðir bræðranna og fyrrverandi landsliðskona í handbolta, og Eva Ingibjörg systir þeirra. Faðirinn, Rúnar Sigtryggsson, stýrir Leipzig í þýsku 1. deildinni eftir að hafa verið fenginn þangað frá Haukum í nóvember. Klæðnaður mæðgnanna vakti athygli en þær voru í tvískiptum treyjum, það er að segja hálfri Haukatreyju og hálfri ÍBV-treyju. Á Twitter þakkar Andri íþróttafréttakonunni Svövu Kristínu Gretarsdóttur fyrir treyjurnar sem hafði veg og vanda af því að útvega treyjurnar. Takk fyrir treyjurnar @SvavaGretars pic.twitter.com/1z4wxTlGuS— Andri Már Rúnarsson (@andrimarrunars) May 21, 2023 Þó að Sigtryggur hafi fagnað sigri í leiknum á laugardaginn þá var yngri bróðir hans í umtalsvert stærra hlutverki í leiknum. Sigtryggur lét nægja að skora eitt mark úr tveimur skotum en Andri var annar af markahæstu mönnum Hauka með átta mörk úr 14 skotum. Liðin mætast næst á Ásvöllum á morgun klukkan 18 og svo í Eyjum á föstudaginn en vinna þarf þrjá leiki til að landa Íslandsmeistaratitlinum. Komi til fjórða leiks verður hann næsta mánudag og mögulegur oddaleikur er dagsettur miðvikudaginn 31. maí. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Bræðurnir mættust á laugardag í fyrsta leik einvígisins en Sigtryggur Daði er leikmaður ÍBV á meðan að Andri Már spilar með Haukum sem urðu að sætta sig við tap í Eyjum, 33-27. Á meðal áhorfenda á leiknum voru Heiða Erlingsdóttir, móðir bræðranna og fyrrverandi landsliðskona í handbolta, og Eva Ingibjörg systir þeirra. Faðirinn, Rúnar Sigtryggsson, stýrir Leipzig í þýsku 1. deildinni eftir að hafa verið fenginn þangað frá Haukum í nóvember. Klæðnaður mæðgnanna vakti athygli en þær voru í tvískiptum treyjum, það er að segja hálfri Haukatreyju og hálfri ÍBV-treyju. Á Twitter þakkar Andri íþróttafréttakonunni Svövu Kristínu Gretarsdóttur fyrir treyjurnar sem hafði veg og vanda af því að útvega treyjurnar. Takk fyrir treyjurnar @SvavaGretars pic.twitter.com/1z4wxTlGuS— Andri Már Rúnarsson (@andrimarrunars) May 21, 2023 Þó að Sigtryggur hafi fagnað sigri í leiknum á laugardaginn þá var yngri bróðir hans í umtalsvert stærra hlutverki í leiknum. Sigtryggur lét nægja að skora eitt mark úr tveimur skotum en Andri var annar af markahæstu mönnum Hauka með átta mörk úr 14 skotum. Liðin mætast næst á Ásvöllum á morgun klukkan 18 og svo í Eyjum á föstudaginn en vinna þarf þrjá leiki til að landa Íslandsmeistaratitlinum. Komi til fjórða leiks verður hann næsta mánudag og mögulegur oddaleikur er dagsettur miðvikudaginn 31. maí. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira