Titillinn rann úr greipum PSG og Berglind fékk bara korter á allri leiktíðinni Sindri Sverrisson skrifar 22. maí 2023 10:30 Berglind Björg Þorvaldsdóttir var keypt til franska stórliðsins PSG í fyrra en hefur nánast ekkert spilað fyrir liðið. Getty/Aurelien Meunier Landsliðskonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir var líkt og jafnan áður í vetur ekki í leikmannahópi PSG í stórleiknum við Lyon í gær, þar sem úrslitin réðust í frönsku 1. deildinni í fótbolta. Það var danska landsliðskonan Signe Bruun, fyrrverandi leikmaður PSG, sem tryggði Lyon 1-0 sigur í gær og þar með franska meistaratitilinn en hún mun kveðja Lyon eftir tímabilið. Eftir sigurinn er Lyon með sex stiga forskot á PSG þegar aðeins ein umferð er eftir en PSG var með örlögin í eigin höndum þar til að liðið gerði markalaust jafntefli við Paris FC í þriðju síðustu umferð og tapaði svo leiknum í gær. Í millitíðinni tapaði PSG svo 2-1 gegn Lyon í bikarúrslitaleiknum. Berglind var ekki með í þessum leikjum og hefur raunar sjaldan verið í leikmannahópi PSG á leiktíðinni. Hún hefur aðeins komið við sögu í einum deildarleik, í september, og spilaði þá 15 mínútur, eftir að hafa verið keypt frá Brann í Noregi síðasta sumar. Síðasti leikur sem Berglind spilaði var því með landsliðinu þegar liðið vann Pinatar-bikarinn á Spáni í febrúar. View this post on Instagram A post shared by Berglind Björg Þorvaldsdóttir (@berglindbjorg) Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari tjáði sig um stöðu Berglindar í lok mars, eftir að hún fékk ekki sæti í síðasta landsliðshópi. Þar sagði hann að sjálfsögðu áhyggjuefni að Berglind fengi engin tækifæri hjá sínu félagsliði. Hann hefði reynt að hjálpa henni með því að velja hana í febrúar en það hefði engu máli skipt. „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur, það eru komnir átta mánuðir [og núna tíu mánuðir] síðan hún spilaði reglulega með félagsliði. Það er helvíti langur tími. Hún þarf að fara spila reglulega til að koma sér í gang og vera í spilformi til að geta spilað á hæsta „levelinu“,“ sagði Þorsteinn þá í viðtali við Fótbolta.net. Samningur Berglindar við PSG, sem hún skrifaði undir síðasta sumar, gildir til sumarsins 2024. Franski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag Sjá meira
Það var danska landsliðskonan Signe Bruun, fyrrverandi leikmaður PSG, sem tryggði Lyon 1-0 sigur í gær og þar með franska meistaratitilinn en hún mun kveðja Lyon eftir tímabilið. Eftir sigurinn er Lyon með sex stiga forskot á PSG þegar aðeins ein umferð er eftir en PSG var með örlögin í eigin höndum þar til að liðið gerði markalaust jafntefli við Paris FC í þriðju síðustu umferð og tapaði svo leiknum í gær. Í millitíðinni tapaði PSG svo 2-1 gegn Lyon í bikarúrslitaleiknum. Berglind var ekki með í þessum leikjum og hefur raunar sjaldan verið í leikmannahópi PSG á leiktíðinni. Hún hefur aðeins komið við sögu í einum deildarleik, í september, og spilaði þá 15 mínútur, eftir að hafa verið keypt frá Brann í Noregi síðasta sumar. Síðasti leikur sem Berglind spilaði var því með landsliðinu þegar liðið vann Pinatar-bikarinn á Spáni í febrúar. View this post on Instagram A post shared by Berglind Björg Þorvaldsdóttir (@berglindbjorg) Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari tjáði sig um stöðu Berglindar í lok mars, eftir að hún fékk ekki sæti í síðasta landsliðshópi. Þar sagði hann að sjálfsögðu áhyggjuefni að Berglind fengi engin tækifæri hjá sínu félagsliði. Hann hefði reynt að hjálpa henni með því að velja hana í febrúar en það hefði engu máli skipt. „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur, það eru komnir átta mánuðir [og núna tíu mánuðir] síðan hún spilaði reglulega með félagsliði. Það er helvíti langur tími. Hún þarf að fara spila reglulega til að koma sér í gang og vera í spilformi til að geta spilað á hæsta „levelinu“,“ sagði Þorsteinn þá í viðtali við Fótbolta.net. Samningur Berglindar við PSG, sem hún skrifaði undir síðasta sumar, gildir til sumarsins 2024.
Franski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag Sjá meira