Kemur í ljós á morgun hvort Seltjarnarnesbær þurfi að greiða skaðabætur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. maí 2023 14:35 Feðginin Margrét Lillý og Einar Björn vilja tryggja að ekkert barn upplifi það sem Margrét þurfti að ganga í gegnum í æsku. Þau krefjast breytinga á barnaverndarkerfinu og bóta frá Seltjarnarnesbæ. Vísir/Bjarni Í hádeginu á morgun mun dómari við héraðsdóm Reykjavíkur kveða upp dóm í skaðabótamáli sem feðginin Margrét Lillý Einarsdóttir og Einar Björn Tómasson höfðuðu á hendur Seltjarnarnesbæ. Í lok árs 2019 steig Margrét Lillý Einarsdóttir fram í Kompás og opnaði sig um uppvaxtarár sín sem einkenndust af vanrækslu og ofbeldi af hálfu móður. Síðan þá hafa bæjaryfirvöld Seltjarnarnesbæjar beðist opinberlega afsökunar og Barnaverndarstofa gefið út skýrslu þar sem fram kemur að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda í máli Margrétar. Tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Frestur var gerður á aðalmeðferð málsins þann 16. mars til sáttaumleitana en sættir náðust ekki og hófst aðalmeðferð í málinu að nýju 2. maí. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður feðginanna, staðfestir í samtali við fréttastofu, að niðurstaða í skaðabótamálinu fáist í hádeginu á morgun. Fréttastofa hitti feðginin áður en þau héldu í dómsal þann 16. mars og frestur var gefinn í málinu. Þá mátti finna á þeim báðum að þau væru enn bæði sár og reið. „Það var komið svo illa fram við okkur af Seltjarnarnesbæ. Þau brutu svo rosalega á rétti okkar. Að hugsa sér, að fólk sem á að vinna með börnum skuli ekki geta haft þau í fyrsta sæti. Það er ótrúlegt,“ sagði Einar Björn í viðtali þann 16. mars. Seltjarnarnes Dómsmál Barnavernd Kompás Tengdar fréttir Krefjast breytinga og skaðabóta: „Þetta eru ár sem ég fæ ekki til baka“ Ung kona sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi hefur ásamt föður sínum höfðað skaðabótamál á hendur bænum. Þau krefjast breytinga á barnaverndarkerfinu til að koma í veg fyrir að fleiri börn „verði rænd æskunni,“ líkt og feðginin komast að orði. 16. mars 2023 19:49 Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00 Vinnur að því að taka barnaverndarmál fastari tökum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur að því að taka barnaverndarmál fastari tökum og grípa fyrr inn í málin. Um er að ræða tilraunaverkefni sem unnið er í samstarfi barnaverndar og lögreglu. 27. nóvember 2019 20:30 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Í lok árs 2019 steig Margrét Lillý Einarsdóttir fram í Kompás og opnaði sig um uppvaxtarár sín sem einkenndust af vanrækslu og ofbeldi af hálfu móður. Síðan þá hafa bæjaryfirvöld Seltjarnarnesbæjar beðist opinberlega afsökunar og Barnaverndarstofa gefið út skýrslu þar sem fram kemur að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda í máli Margrétar. Tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Frestur var gerður á aðalmeðferð málsins þann 16. mars til sáttaumleitana en sættir náðust ekki og hófst aðalmeðferð í málinu að nýju 2. maí. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður feðginanna, staðfestir í samtali við fréttastofu, að niðurstaða í skaðabótamálinu fáist í hádeginu á morgun. Fréttastofa hitti feðginin áður en þau héldu í dómsal þann 16. mars og frestur var gefinn í málinu. Þá mátti finna á þeim báðum að þau væru enn bæði sár og reið. „Það var komið svo illa fram við okkur af Seltjarnarnesbæ. Þau brutu svo rosalega á rétti okkar. Að hugsa sér, að fólk sem á að vinna með börnum skuli ekki geta haft þau í fyrsta sæti. Það er ótrúlegt,“ sagði Einar Björn í viðtali þann 16. mars.
Seltjarnarnes Dómsmál Barnavernd Kompás Tengdar fréttir Krefjast breytinga og skaðabóta: „Þetta eru ár sem ég fæ ekki til baka“ Ung kona sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi hefur ásamt föður sínum höfðað skaðabótamál á hendur bænum. Þau krefjast breytinga á barnaverndarkerfinu til að koma í veg fyrir að fleiri börn „verði rænd æskunni,“ líkt og feðginin komast að orði. 16. mars 2023 19:49 Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00 Vinnur að því að taka barnaverndarmál fastari tökum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur að því að taka barnaverndarmál fastari tökum og grípa fyrr inn í málin. Um er að ræða tilraunaverkefni sem unnið er í samstarfi barnaverndar og lögreglu. 27. nóvember 2019 20:30 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Krefjast breytinga og skaðabóta: „Þetta eru ár sem ég fæ ekki til baka“ Ung kona sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi hefur ásamt föður sínum höfðað skaðabótamál á hendur bænum. Þau krefjast breytinga á barnaverndarkerfinu til að koma í veg fyrir að fleiri börn „verði rænd æskunni,“ líkt og feðginin komast að orði. 16. mars 2023 19:49
Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. 26. nóvember 2019 19:00
Vinnur að því að taka barnaverndarmál fastari tökum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur að því að taka barnaverndarmál fastari tökum og grípa fyrr inn í málin. Um er að ræða tilraunaverkefni sem unnið er í samstarfi barnaverndar og lögreglu. 27. nóvember 2019 20:30