Smáhveli rak á land við Sandgerði Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. maí 2023 15:04 Hvalurinn er sennilega nýrekinn á land. Ekki var komin nein rotnunarfýla af honum. Dautt smáhveli rak á land í Sandgerðisfjöru. Líklegt er talið að það hafi rekið á land um helgina. Óvíst er af hvaða tegund smáhvelið er sem rak nýverið á land í fjörunni í Sandgerði. Fannst það nálægt fiskeldsvinnslu Samherja og Ný-fisks við Hafnargötuna. „Hann lítur út fyrir að hafa verið dauður áður en hann rak á land, svona miðað við útlitið á honum,“ segir Sigurður Þór Magnússon, sem fann hvalinn. Gerir hann ráð fyrir að hvalurinn hafi ekki legið þarna lengi. „Hann hefur líklega rekið á land um helgina. Það var engin lykt af þessu, allavega ekki þar sem ég stóð,“ segir Sigurður. Grindhvalur, höfrungur eða hnísa Hvalurinn hefur ekki verið greindur en heimamenn telja að um grindhval sé að ræða, frekar en höfrung eða hnísu. Einar Friðrik Brynjarsson, hjá umhverfissviði Suðurnesjabæjar, segir að bænum hafi ekki enn borist tilkynning um hvalrekann. Hann hafi þó frétt af þessu og ætli sér að athuga með hvalinn og hvað sé best að gera í stöðunni. „Fyrir nokkrum árum komu heilu torfurnar upp á land hjá okkur. Ég man ekki eftir að smáhveli hafi rekið á land á síðustu árum,“ segir Einar Friðrik. Leyfi þarf fyrir nýtingu Samkvæmt verklagsreglum stjórnvalda um aðkomu opinberra aðila þegar hvali rekur á land tekur Umhverfisstofnun ákvörðun um hvernig skal staðið að förgun dauðra dýra. Hvort hræið sé látið vera eða fargað í samræmi við leiðbeiningar. Embætti yfirdýralæknis setur skilyrði hvað varðar nýtingu á kjötinu af dýrinu, til manneldis eða dýrafóðurs. Hafrannsóknarstofnun og Náttúrufræðistofnun taka ákvörðun um nýtingu beina í samráði við landeigendur. Suðurnesjabær Hvalir Dýraheilbrigði Umhverfismál Tengdar fréttir 83 hvali rekið á land í 34 atburðum Það sem af er ári hefur 83 hvali rekið á land í 34 atburðum. Þar af eru 59 grindhvalir og sjö búrhvalir. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í morgun. 29. október 2021 06:20 Fimmtíu grindhvalir strönduðu í Melavík Um og yfir fimmtíu grindhvalir syntu upp á land í Melavík á Ströndum á Árneshreppi í morgun. 2. október 2021 13:58 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Óvíst er af hvaða tegund smáhvelið er sem rak nýverið á land í fjörunni í Sandgerði. Fannst það nálægt fiskeldsvinnslu Samherja og Ný-fisks við Hafnargötuna. „Hann lítur út fyrir að hafa verið dauður áður en hann rak á land, svona miðað við útlitið á honum,“ segir Sigurður Þór Magnússon, sem fann hvalinn. Gerir hann ráð fyrir að hvalurinn hafi ekki legið þarna lengi. „Hann hefur líklega rekið á land um helgina. Það var engin lykt af þessu, allavega ekki þar sem ég stóð,“ segir Sigurður. Grindhvalur, höfrungur eða hnísa Hvalurinn hefur ekki verið greindur en heimamenn telja að um grindhval sé að ræða, frekar en höfrung eða hnísu. Einar Friðrik Brynjarsson, hjá umhverfissviði Suðurnesjabæjar, segir að bænum hafi ekki enn borist tilkynning um hvalrekann. Hann hafi þó frétt af þessu og ætli sér að athuga með hvalinn og hvað sé best að gera í stöðunni. „Fyrir nokkrum árum komu heilu torfurnar upp á land hjá okkur. Ég man ekki eftir að smáhveli hafi rekið á land á síðustu árum,“ segir Einar Friðrik. Leyfi þarf fyrir nýtingu Samkvæmt verklagsreglum stjórnvalda um aðkomu opinberra aðila þegar hvali rekur á land tekur Umhverfisstofnun ákvörðun um hvernig skal staðið að förgun dauðra dýra. Hvort hræið sé látið vera eða fargað í samræmi við leiðbeiningar. Embætti yfirdýralæknis setur skilyrði hvað varðar nýtingu á kjötinu af dýrinu, til manneldis eða dýrafóðurs. Hafrannsóknarstofnun og Náttúrufræðistofnun taka ákvörðun um nýtingu beina í samráði við landeigendur.
Suðurnesjabær Hvalir Dýraheilbrigði Umhverfismál Tengdar fréttir 83 hvali rekið á land í 34 atburðum Það sem af er ári hefur 83 hvali rekið á land í 34 atburðum. Þar af eru 59 grindhvalir og sjö búrhvalir. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í morgun. 29. október 2021 06:20 Fimmtíu grindhvalir strönduðu í Melavík Um og yfir fimmtíu grindhvalir syntu upp á land í Melavík á Ströndum á Árneshreppi í morgun. 2. október 2021 13:58 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
83 hvali rekið á land í 34 atburðum Það sem af er ári hefur 83 hvali rekið á land í 34 atburðum. Þar af eru 59 grindhvalir og sjö búrhvalir. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í morgun. 29. október 2021 06:20
Fimmtíu grindhvalir strönduðu í Melavík Um og yfir fimmtíu grindhvalir syntu upp á land í Melavík á Ströndum á Árneshreppi í morgun. 2. október 2021 13:58