Hafa fengið heimild til að flytja inn gjafasæði til Íslands Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 22. maí 2023 16:48 Nú þegar leyfi hefur fengist frá Landlæknisembættinu í Noregi má hver norskur gjafi gefa sæði til sex fjölskyldna í Svíþjóð og tveggja á Íslandi. Getty Landlæknisembættið í Noregi hefur gefið Livio grænt ljós á að hefa útflutning á gjafasæði til Íslands og Svíþjóðar. Hér á landi hefur sæðisgjöf, þar sem valið er úr sæðisbanka, verið notuð frá árinu 1991, en einungis með sæði frá Danmörku. Þetta kemur fram í frétt NRK. Samkvæmt reglugerðum í Noregi má sæðisgjafi gefa sæði til hámark sex fjölskyldna. Það er hins vegar engar reglur varðandi það hversu mörg börn viðkomandi sæðisgjafi má eiga utan Noregs. Nú þegar leyfi hefur fengist frá Landlæknisembættinu í Noregi má hver norskur gjafi gefa sæði til sex fjölskyldna í Svíþjóð og tveggja á Íslandi. Livio er stærsti aðilinn í meðferðum á ófrjósemi á Norðurlöndunum og starfar á Íslandi, Svíþjóð og í Noregi. Livio Ísland er fyrsti formlegi eggja- og sæðisbankinn á Íslandi. „Við frystum meira en við þurfum að nota. Það er mismunandi hversu marga „skammta“ kona þarf til að verða þunguð, og svo eru sumar sem vilja geyma sæði til gefa börnum sínum systkini í framtíðinni,“ sagði Nan Birgitte Oldereid framkvæmdastjóri Livio í Noregi í samtali við NRK fyrr á árinu. Fram kom að oft yrði sæði afgangs þegar viðkomandi sæðisgjafi væri búinn að fullnýta „kvótann“ og á meðan væri vöntun á sæðisgjöfum á Íslandi og í Svíþjóð. Sótti Livio því um heimild til að flytja út sæði til systurklíníka samsteypunnar á Íslandi og í Svíþjóð. „Búið er að yfirfara reglugerðirnar og það er ekkert sem hindrar þennan útflutning. Við höfum rannsakað starfshætti hjá þeim heilsugæslustöðvum erlendis sem koma til með að nota gjafasæðið og við höfum gengið úr skugga um að þetta stangist ekki á við norsk lög,“ segir Anne Forus, fulltrúi landlæknisembættisins í Noregi. Gagnrýnisraddir á fyrirkomulagið DUIN í Noregi - samtök fólks sem getið er með gjafasæði hafa lýst yfir áhyggjum sínum af þessum útflutningi. Í samtali við NRK bendir Raymond Egge Kristiansen, einn af stjórnarmeðlimum samtakanna á að núverandi reglugerð sé til þess fallin að veita fólki sem getið er með gjafasæði möguleika á því að rekja uppruna sinn, og einnig að takmarka fjölda systkina. „Með því að flytja sæði til útlanda höfum við ekki lengur þá stjórn og systkinahópurinn getur orðið óeðlilega stór.“ Fyrr á árinu var einnig rætt við Øystein Tandberg, formann DUIN í Noregi og sagði hann óttast að norskir sæðisgjafar gætu orðið „ofurgjafar“ sem gæti síðan leitt til markaðsvæðingar á sæðisgjöf. Sæðisgjafar í Noregi fá í dag greiddar tæpar 800 norskar krónur, andvirði 11 þúsund íslenskra króna, fyrir hverja gjöf. „Það er augljóst að þókunin ein og sér er nógu mikil hvatning fyrir þá til að gefa sæði,“ sagði Øystein Tandberg jafnframt. Nan Birgitte Oldereid hjá Livio segist skilja áhyggjur fólks sem getið er með gjafasæði en bendir á að skortur sé á sæðisgjöfum og því sé mikilvægt að hjálpast að. Þá leggur hún áherslu á að Íslandi og í Svíþjóð séu einnig skýr takmörk varðandi hversu mörg börn megi geta með hverjum sæðisgjafa. Noregur Tækni Fjölskyldumál Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt NRK. Samkvæmt reglugerðum í Noregi má sæðisgjafi gefa sæði til hámark sex fjölskyldna. Það er hins vegar engar reglur varðandi það hversu mörg börn viðkomandi sæðisgjafi má eiga utan Noregs. Nú þegar leyfi hefur fengist frá Landlæknisembættinu í Noregi má hver norskur gjafi gefa sæði til sex fjölskyldna í Svíþjóð og tveggja á Íslandi. Livio er stærsti aðilinn í meðferðum á ófrjósemi á Norðurlöndunum og starfar á Íslandi, Svíþjóð og í Noregi. Livio Ísland er fyrsti formlegi eggja- og sæðisbankinn á Íslandi. „Við frystum meira en við þurfum að nota. Það er mismunandi hversu marga „skammta“ kona þarf til að verða þunguð, og svo eru sumar sem vilja geyma sæði til gefa börnum sínum systkini í framtíðinni,“ sagði Nan Birgitte Oldereid framkvæmdastjóri Livio í Noregi í samtali við NRK fyrr á árinu. Fram kom að oft yrði sæði afgangs þegar viðkomandi sæðisgjafi væri búinn að fullnýta „kvótann“ og á meðan væri vöntun á sæðisgjöfum á Íslandi og í Svíþjóð. Sótti Livio því um heimild til að flytja út sæði til systurklíníka samsteypunnar á Íslandi og í Svíþjóð. „Búið er að yfirfara reglugerðirnar og það er ekkert sem hindrar þennan útflutning. Við höfum rannsakað starfshætti hjá þeim heilsugæslustöðvum erlendis sem koma til með að nota gjafasæðið og við höfum gengið úr skugga um að þetta stangist ekki á við norsk lög,“ segir Anne Forus, fulltrúi landlæknisembættisins í Noregi. Gagnrýnisraddir á fyrirkomulagið DUIN í Noregi - samtök fólks sem getið er með gjafasæði hafa lýst yfir áhyggjum sínum af þessum útflutningi. Í samtali við NRK bendir Raymond Egge Kristiansen, einn af stjórnarmeðlimum samtakanna á að núverandi reglugerð sé til þess fallin að veita fólki sem getið er með gjafasæði möguleika á því að rekja uppruna sinn, og einnig að takmarka fjölda systkina. „Með því að flytja sæði til útlanda höfum við ekki lengur þá stjórn og systkinahópurinn getur orðið óeðlilega stór.“ Fyrr á árinu var einnig rætt við Øystein Tandberg, formann DUIN í Noregi og sagði hann óttast að norskir sæðisgjafar gætu orðið „ofurgjafar“ sem gæti síðan leitt til markaðsvæðingar á sæðisgjöf. Sæðisgjafar í Noregi fá í dag greiddar tæpar 800 norskar krónur, andvirði 11 þúsund íslenskra króna, fyrir hverja gjöf. „Það er augljóst að þókunin ein og sér er nógu mikil hvatning fyrir þá til að gefa sæði,“ sagði Øystein Tandberg jafnframt. Nan Birgitte Oldereid hjá Livio segist skilja áhyggjur fólks sem getið er með gjafasæði en bendir á að skortur sé á sæðisgjöfum og því sé mikilvægt að hjálpast að. Þá leggur hún áherslu á að Íslandi og í Svíþjóð séu einnig skýr takmörk varðandi hversu mörg börn megi geta með hverjum sæðisgjafa.
Noregur Tækni Fjölskyldumál Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira