Arsenal stórhuga í sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. maí 2023 23:00 Tveir plús tveir eru fjórir og það er sá fjöldi miðjumanna sem Arteta vill í sumar. Julian Finney/Getty Images Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal er stórhuga í sumar eftir að hafa misst enska meistaratitilinn í knattspyrnu úr greipum sér. Liðið stefnir á að bæta við sig nokkrum þekktum stærðum til að það gerist ekki aftur. Lærisveinar Mikel Arteta voru á toppi ensku úrvalsdeildarinnar nær allt tímabilið en það er hins vegar hans gamli lærifaðir, Pep Guardiola, sem trónir enn á toppi enskrar knattspyrnu. Eftir að hafa elt Skytturnar nær allt tímabilið tók Manchester City öll völd nú undir lok tímabils og tryggði sér sigur þó enn séu tvær umferðir eftir. Til að tryggja að slíkt gerist ekki aftur ætlar Arsenal að styrkja lið sitt til muna í sumar. Virðist aðaláherslan vera á miðsvæðið. Arsenal mun einnig spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og þarf að bæta við sig leikmönnum til að vera samkeppnishæft. Fyrstur á óskalistanum er Declan Rice, fyrirliði West Ham United. Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við Hamrana en félagið getur þó framlengt samninginn um ár. Eru allar líkur að Hamrarnir geri það til að auka virði Rice. Hann mun kosta drjúgan skilding en þjálfari liðsins, David Moyes, hefur sagt leikmanninn vera rúmlega 100 milljón punda virði. Arteta virðist vilja bæta við sig Englendingum en Mason Mount, miðjumaður Chelsea, er einnig á óskalistanum. Samningur hans í Lundúnum rennur út 2024 og virðist sem hann yfirgefi Chelsea í sumar. Bæði Liverpool og Manchester United hafa borið víurnar í Mount til þessa. Arsenal trying to sign Man City captain Ilkay Gundogan. Arteta wants 32yo if Xhaka goes. Fresh attempts will be made to keep him at #MCFC + other options. #AFC additionally pushing hard for Rice & Mount + renewed efforts to secure Nwaneri @TheAthleticFC https://t.co/HHJY2QRmsF— David Ornstein (@David_Ornstein) May 22, 2023 Samningur İlkay Gündoğan við Englandsmeistara Manchester City rennur út í sumar. Arteta hefur áður leitað til síns fyrrum félags í leit að leikmönnum og gæti gert slíkt hið sama í sumar. Gündoğan virðist ekkert vera að flýta sér þó samningur hans renni út eftir nokkrar vikur. Hann hefur verið orðaður við Barcelona en fjárhagsvandræði þar á bæ gætu hjálpað Arsenal. Að lokum hefur Arsenal áhuga á Mohammed Kudus, sóknarþenkjandi miðjumanni hollenska félagsins Ajax. Sá hefur skorað 22 mörk í 48 leikjum fyrir Ajax og Ghana. Samningur hans rennur ekki út fyrr en 2025 en Ajax vill frekar selja menn þegar það getur fengið gott verð heldur en að leyfa samningum þeirra að renna út. Þar sem Man United og Newcastle United hafa bæði horft hýru auga til Kudus að undanförnu ætti Ajax að geta sótt ágætis summu fyrir leikmenn sem félagið keypti frá Nordsjælland í Danmörku árið 2020. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Lærisveinar Mikel Arteta voru á toppi ensku úrvalsdeildarinnar nær allt tímabilið en það er hins vegar hans gamli lærifaðir, Pep Guardiola, sem trónir enn á toppi enskrar knattspyrnu. Eftir að hafa elt Skytturnar nær allt tímabilið tók Manchester City öll völd nú undir lok tímabils og tryggði sér sigur þó enn séu tvær umferðir eftir. Til að tryggja að slíkt gerist ekki aftur ætlar Arsenal að styrkja lið sitt til muna í sumar. Virðist aðaláherslan vera á miðsvæðið. Arsenal mun einnig spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og þarf að bæta við sig leikmönnum til að vera samkeppnishæft. Fyrstur á óskalistanum er Declan Rice, fyrirliði West Ham United. Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við Hamrana en félagið getur þó framlengt samninginn um ár. Eru allar líkur að Hamrarnir geri það til að auka virði Rice. Hann mun kosta drjúgan skilding en þjálfari liðsins, David Moyes, hefur sagt leikmanninn vera rúmlega 100 milljón punda virði. Arteta virðist vilja bæta við sig Englendingum en Mason Mount, miðjumaður Chelsea, er einnig á óskalistanum. Samningur hans í Lundúnum rennur út 2024 og virðist sem hann yfirgefi Chelsea í sumar. Bæði Liverpool og Manchester United hafa borið víurnar í Mount til þessa. Arsenal trying to sign Man City captain Ilkay Gundogan. Arteta wants 32yo if Xhaka goes. Fresh attempts will be made to keep him at #MCFC + other options. #AFC additionally pushing hard for Rice & Mount + renewed efforts to secure Nwaneri @TheAthleticFC https://t.co/HHJY2QRmsF— David Ornstein (@David_Ornstein) May 22, 2023 Samningur İlkay Gündoğan við Englandsmeistara Manchester City rennur út í sumar. Arteta hefur áður leitað til síns fyrrum félags í leit að leikmönnum og gæti gert slíkt hið sama í sumar. Gündoğan virðist ekkert vera að flýta sér þó samningur hans renni út eftir nokkrar vikur. Hann hefur verið orðaður við Barcelona en fjárhagsvandræði þar á bæ gætu hjálpað Arsenal. Að lokum hefur Arsenal áhuga á Mohammed Kudus, sóknarþenkjandi miðjumanni hollenska félagsins Ajax. Sá hefur skorað 22 mörk í 48 leikjum fyrir Ajax og Ghana. Samningur hans rennur ekki út fyrr en 2025 en Ajax vill frekar selja menn þegar það getur fengið gott verð heldur en að leyfa samningum þeirra að renna út. Þar sem Man United og Newcastle United hafa bæði horft hýru auga til Kudus að undanförnu ætti Ajax að geta sótt ágætis summu fyrir leikmenn sem félagið keypti frá Nordsjælland í Danmörku árið 2020.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira