Segjast hafa tekið rússneskan bæ undir sína stjórn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. maí 2023 23:46 Rússnesku þorpin hafa áður orðið fyrir eldflaugarárásum. Úkraínumenn hafa ávallt þvertekið fyrir árásirnar. Stringer/Anadolu Agency/Getty Images) Samtök hópa sem andsnúnir eru rússneskum yfirvöldum fullyrða að þeir hafi náð undir sína stjórn rússneska bænum Kozinka sem staðsettur er í Belgorod héraði skammt frá landamærum landsins að Úkraínu. Hóparnir segjast einnig hafa ráðist á nágrannabæinn Grayvoron. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að samtök sem kenni sig við Frelsun Rússlands (e. The Freedom of Russia Legion) hafi lýst ábyrgð á árásunum. Réðust þau yfir landamærin frá Úkraínu og á bæina. Samtökin hafa það að yfirlýstu markmiði sínu að frelsa Rússland undan stjórn Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Breski miðillinn segir að auk samtakanna hafi hópur rússneskra sjálfboðaliða einnig tekið þátt í árásunum. Ekki er ljóst á þessum tímapunkti hversu margir hafa særst eða fallið í árásunum. Í umfjöllun breska miðilsins kemur fram að myndbönd frá landamærabænum Grayvoron bendi til að mannfall hafi orðið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WznIATdolcE">watch on YouTube</a> Jafnframt er fullyrt í umfjöllun Guardian að bæði úkraínsk og rússnesk stjórnvöld hafi staðfest að barist hafi verið við landamærin. Erlendum fjölmiðlum hefur ekki tekist að staðfesta hvort að eiginleg landtaka hafi átt sér stað líkt og rússnesku samtökin fullyrða. Í tilkynningu á samfélagsmiðlum frá samtökunum, sem beint er til rússneskra borgara, segjast samtökin vera hliðholl Rússum. „Við erum Rússar líkt og þið,“ segir í tilkynningunni. Þar er fullyrt að markmiðið sé að binda enda á einræði í landinu. Markmiðið sé að dreifa athyglinni Í umfjöllun breska miðilsins kemur fram að neyðarástandi hafi verið lýst yfir af héraðsstjórn í Belgorod héraði. Haft er eftir héraðsstjóra að rússneski herinn muni skerast í leikinn vegna árásanna. Þá kemur fram í tilkynningu frá rússneskum stjórnvöldum að Pútín Rússlandsforseta hafi verið gert viðvart um árásirnar. Stjórnvöld telji að árásirnar séu gerðar með því markmiði að beina athyglinni frá hörðum bardögum Úkraínumanna og Rússa í Bakhmut borg í Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að tengjast hópunum með nokkrum hætti. Í yfirlýsingu stjórnvalda segir að hóparnir starfi sjálfstætt, án nokkurra tenginga við úkraínska herinn. Harðir bardagar hafa geysað í Bakhmut undanfarnar vikur og mánuði. Leiðtogi rússneska Wagner málaliðahópsins, Yevgeny Prigozhin, fullyrti um helgina að Bakhmut hefði fallið í hendur Rússa. Borgin yrði því afhent rússneska hernum fyrir næstu mánaðarmót. Úkraínumenn segja bardaga enn standa yfir um borgina. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að samtök sem kenni sig við Frelsun Rússlands (e. The Freedom of Russia Legion) hafi lýst ábyrgð á árásunum. Réðust þau yfir landamærin frá Úkraínu og á bæina. Samtökin hafa það að yfirlýstu markmiði sínu að frelsa Rússland undan stjórn Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Breski miðillinn segir að auk samtakanna hafi hópur rússneskra sjálfboðaliða einnig tekið þátt í árásunum. Ekki er ljóst á þessum tímapunkti hversu margir hafa særst eða fallið í árásunum. Í umfjöllun breska miðilsins kemur fram að myndbönd frá landamærabænum Grayvoron bendi til að mannfall hafi orðið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WznIATdolcE">watch on YouTube</a> Jafnframt er fullyrt í umfjöllun Guardian að bæði úkraínsk og rússnesk stjórnvöld hafi staðfest að barist hafi verið við landamærin. Erlendum fjölmiðlum hefur ekki tekist að staðfesta hvort að eiginleg landtaka hafi átt sér stað líkt og rússnesku samtökin fullyrða. Í tilkynningu á samfélagsmiðlum frá samtökunum, sem beint er til rússneskra borgara, segjast samtökin vera hliðholl Rússum. „Við erum Rússar líkt og þið,“ segir í tilkynningunni. Þar er fullyrt að markmiðið sé að binda enda á einræði í landinu. Markmiðið sé að dreifa athyglinni Í umfjöllun breska miðilsins kemur fram að neyðarástandi hafi verið lýst yfir af héraðsstjórn í Belgorod héraði. Haft er eftir héraðsstjóra að rússneski herinn muni skerast í leikinn vegna árásanna. Þá kemur fram í tilkynningu frá rússneskum stjórnvöldum að Pútín Rússlandsforseta hafi verið gert viðvart um árásirnar. Stjórnvöld telji að árásirnar séu gerðar með því markmiði að beina athyglinni frá hörðum bardögum Úkraínumanna og Rússa í Bakhmut borg í Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að tengjast hópunum með nokkrum hætti. Í yfirlýsingu stjórnvalda segir að hóparnir starfi sjálfstætt, án nokkurra tenginga við úkraínska herinn. Harðir bardagar hafa geysað í Bakhmut undanfarnar vikur og mánuði. Leiðtogi rússneska Wagner málaliðahópsins, Yevgeny Prigozhin, fullyrti um helgina að Bakhmut hefði fallið í hendur Rússa. Borgin yrði því afhent rússneska hernum fyrir næstu mánaðarmót. Úkraínumenn segja bardaga enn standa yfir um borgina.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Sjá meira