Segjast hafa tekið rússneskan bæ undir sína stjórn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. maí 2023 23:46 Rússnesku þorpin hafa áður orðið fyrir eldflaugarárásum. Úkraínumenn hafa ávallt þvertekið fyrir árásirnar. Stringer/Anadolu Agency/Getty Images) Samtök hópa sem andsnúnir eru rússneskum yfirvöldum fullyrða að þeir hafi náð undir sína stjórn rússneska bænum Kozinka sem staðsettur er í Belgorod héraði skammt frá landamærum landsins að Úkraínu. Hóparnir segjast einnig hafa ráðist á nágrannabæinn Grayvoron. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að samtök sem kenni sig við Frelsun Rússlands (e. The Freedom of Russia Legion) hafi lýst ábyrgð á árásunum. Réðust þau yfir landamærin frá Úkraínu og á bæina. Samtökin hafa það að yfirlýstu markmiði sínu að frelsa Rússland undan stjórn Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Breski miðillinn segir að auk samtakanna hafi hópur rússneskra sjálfboðaliða einnig tekið þátt í árásunum. Ekki er ljóst á þessum tímapunkti hversu margir hafa særst eða fallið í árásunum. Í umfjöllun breska miðilsins kemur fram að myndbönd frá landamærabænum Grayvoron bendi til að mannfall hafi orðið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WznIATdolcE">watch on YouTube</a> Jafnframt er fullyrt í umfjöllun Guardian að bæði úkraínsk og rússnesk stjórnvöld hafi staðfest að barist hafi verið við landamærin. Erlendum fjölmiðlum hefur ekki tekist að staðfesta hvort að eiginleg landtaka hafi átt sér stað líkt og rússnesku samtökin fullyrða. Í tilkynningu á samfélagsmiðlum frá samtökunum, sem beint er til rússneskra borgara, segjast samtökin vera hliðholl Rússum. „Við erum Rússar líkt og þið,“ segir í tilkynningunni. Þar er fullyrt að markmiðið sé að binda enda á einræði í landinu. Markmiðið sé að dreifa athyglinni Í umfjöllun breska miðilsins kemur fram að neyðarástandi hafi verið lýst yfir af héraðsstjórn í Belgorod héraði. Haft er eftir héraðsstjóra að rússneski herinn muni skerast í leikinn vegna árásanna. Þá kemur fram í tilkynningu frá rússneskum stjórnvöldum að Pútín Rússlandsforseta hafi verið gert viðvart um árásirnar. Stjórnvöld telji að árásirnar séu gerðar með því markmiði að beina athyglinni frá hörðum bardögum Úkraínumanna og Rússa í Bakhmut borg í Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að tengjast hópunum með nokkrum hætti. Í yfirlýsingu stjórnvalda segir að hóparnir starfi sjálfstætt, án nokkurra tenginga við úkraínska herinn. Harðir bardagar hafa geysað í Bakhmut undanfarnar vikur og mánuði. Leiðtogi rússneska Wagner málaliðahópsins, Yevgeny Prigozhin, fullyrti um helgina að Bakhmut hefði fallið í hendur Rússa. Borgin yrði því afhent rússneska hernum fyrir næstu mánaðarmót. Úkraínumenn segja bardaga enn standa yfir um borgina. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að samtök sem kenni sig við Frelsun Rússlands (e. The Freedom of Russia Legion) hafi lýst ábyrgð á árásunum. Réðust þau yfir landamærin frá Úkraínu og á bæina. Samtökin hafa það að yfirlýstu markmiði sínu að frelsa Rússland undan stjórn Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Breski miðillinn segir að auk samtakanna hafi hópur rússneskra sjálfboðaliða einnig tekið þátt í árásunum. Ekki er ljóst á þessum tímapunkti hversu margir hafa særst eða fallið í árásunum. Í umfjöllun breska miðilsins kemur fram að myndbönd frá landamærabænum Grayvoron bendi til að mannfall hafi orðið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WznIATdolcE">watch on YouTube</a> Jafnframt er fullyrt í umfjöllun Guardian að bæði úkraínsk og rússnesk stjórnvöld hafi staðfest að barist hafi verið við landamærin. Erlendum fjölmiðlum hefur ekki tekist að staðfesta hvort að eiginleg landtaka hafi átt sér stað líkt og rússnesku samtökin fullyrða. Í tilkynningu á samfélagsmiðlum frá samtökunum, sem beint er til rússneskra borgara, segjast samtökin vera hliðholl Rússum. „Við erum Rússar líkt og þið,“ segir í tilkynningunni. Þar er fullyrt að markmiðið sé að binda enda á einræði í landinu. Markmiðið sé að dreifa athyglinni Í umfjöllun breska miðilsins kemur fram að neyðarástandi hafi verið lýst yfir af héraðsstjórn í Belgorod héraði. Haft er eftir héraðsstjóra að rússneski herinn muni skerast í leikinn vegna árásanna. Þá kemur fram í tilkynningu frá rússneskum stjórnvöldum að Pútín Rússlandsforseta hafi verið gert viðvart um árásirnar. Stjórnvöld telji að árásirnar séu gerðar með því markmiði að beina athyglinni frá hörðum bardögum Úkraínumanna og Rússa í Bakhmut borg í Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að tengjast hópunum með nokkrum hætti. Í yfirlýsingu stjórnvalda segir að hóparnir starfi sjálfstætt, án nokkurra tenginga við úkraínska herinn. Harðir bardagar hafa geysað í Bakhmut undanfarnar vikur og mánuði. Leiðtogi rússneska Wagner málaliðahópsins, Yevgeny Prigozhin, fullyrti um helgina að Bakhmut hefði fallið í hendur Rússa. Borgin yrði því afhent rússneska hernum fyrir næstu mánaðarmót. Úkraínumenn segja bardaga enn standa yfir um borgina.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sjá meira