Yfirlýsingin sé týpískt útspil hjá FH: „Þurfa að líta í eigin barm“ Aron Guðmundsson skrifar 23. maí 2023 09:30 Yfirlýsing FH og gagnrýni félagsins á hendur framkvæmdarstjóra KSÍ var til umræðu í Stúkunni í gærkvöldi. Þar var Baldur Sigurðsson, fyrrum leikmaður félagsins, einn af sérfræðingum þáttarins Vísir/Samsett mynd Baldur Sigurðsson, fyrrum leikmaður Bestu deildar liðs FH og núverandi sérfræðingur Stúkunnar á Stöð 2 Sport, segir það alls ekki hafa komið sér á óvart að FH hafi sent frá sér yfirlýsingu á borð við þá sem félagið sendi frá sér á dögunum. Hann hvetur FH, sem og Kjartan Henry leikmann félagsins, til þess að líta í eigin barm. Seint á sunnudagskvöld birtist yfirlýsing frá knattspyrnudeild FH þar sem að félagið gagnrýndi harðlega vinnubrögð Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra Knattspyrnusambands Íslands, í máli Kjartans Henry Finnbogasonar leikmanns FH sem fékk á dögunum eins leiks leikbann. Dómurunum í leik FH og Víkings Reykjavíkur í Bestu deild karla á dögunum yfirsást atvik milli Kjartan Henrys og Nikolaj Hansen þegar að sá fyrrnefndi gaf Hansen olnbogaskot. Klara ákvað hins vegar að nýta sér ákvæði í lögum KSÍ sem heimilar framkvæmdarstjóra KSÍ að skjóta málum til Aga- og úrskurðarnefndar. FH-ingar eru aðallega ósáttir með greinargerð sem Klara skilaði til Aga- og úrskurðarnefndar í málinu „Það er að mati FH algjörlega ótækt og í ósamræmi við málskotsheimild framkvæmdarstjórans að hún taki afstöðu í málinu með svona afgerandi hætti,“ segir meðal annars í yfirlýsingu FH. „Framkvæmdarstjórinn hefur vissulega heimild til að vísa málinu til nefndarinnar en hún getur ekki sest í dómarasæti eða tekið að sér málflutning fyrir aðra hlið málsins líkt og hún gerir í greinargerð sinni.“ FH megi vel við una Rætt var um yfirlýsingu FH í Stúkunni, uppgjörsþætti Bestu deildarinnar á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Þar sátu fyrrum leikmenn FH, þeir Atli Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson, sem sérfræðingar og Guðmundur Benediktsson stýrði þættinum. Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson, fyrrum leikmenn FH, í Stúkunni í gær.Vísir/Skjáskot „Ef að ég hefði haft eitthvað um þetta að segja þá hefði ég kosið að sleppa því að koma með þessa yfirlýsingu,“ sagði Atli Viðar, fyrrum leikmaður FH og nú sérfræðingur Stúkunnar. „Ég held að FH-ingar megi, að einhverju leiti prísa sig sæla með niðurstöðuna í máli Kjartans Henry, að hann fái bara einn leik í leikbann. Þessi yfirlýsing og þetta mál er svo mikið bara stríð milli einstaklinga. Það er verið að hnýta í Klöru og hennar vinnubrögð innan KSÍ. Þetta á ekkert erindi upp á yfirborðið, þetta er frekar fólk ætti að leysa yfir einum kaffibolla. Þetta er einn af þessum slögum sem menn hefðu átt að sleppa því að taka.“ Kergja milli FH og KSÍ Erjur hafa einkennt samband FH við KSÍ undanfarna mánuði. „Það er kergja á milli þessara aðila svo ekki sé meira sagt,“ bætti Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar við og gaf um leið Baldri Sigurðssyni orðið. Baldur segir það ekki hafa komið sér á óvart að FH hafi gripið til þessa ráðs. „Það að þessi yfirlýsing hafi komið frá FH kemur mér bara nákvæmlega ekkert á óvart. Ég myndi segja að þetta sé týpískt útspil hjá FH. Af litlum hluta má alveg skilja þetta, þeir eru að bakka upp sinn leikmann…En ég er sammála Atla og spyr mig til hvers þessi yfirlýsing var gefin út. Kjartan Henry fékk einn leik í bann, í umræddum leik sýndi hann af sér mjög ljóta og hættulega framkomu fyrr í leiknum og mér finnst að FH hefði átt að una þessari niðurstöðu. Kjartan, sem og FH, þarf bara að líta í eigin barm.“ Klippa: Stúkan - Yfirlýsing FH Besta deild karla FH Tengdar fréttir Mál Kjartans Henry fyrir aganefnd KSÍ Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, hefur vísað máli Kjartans Henry Finnbogasonar, framherja FH, til aganefndar sambandsins. 18. maí 2023 12:01 Kjartan Henry dæmdur í bann fyrir olnbogaskotið Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur dæmd FH-inginn Kjartan Henry Finnbogason í eins leiks bann vegna atviks í leik FH og Víkings í síðustu umferð Bestu deildarinnar. 19. maí 2023 17:31 Kjartan harmar sparkið en segir olnbogaskotið óviljaverk Kjartan Henry Finnbogason hefur sent frá sér skilaboð í kjölfar þess að hafa víða verið sakaður um fautaskap í leik með FH gegn Víkingi í Bestu deildinni í fótbolta í gærkvöld. 15. maí 2023 09:29 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Seint á sunnudagskvöld birtist yfirlýsing frá knattspyrnudeild FH þar sem að félagið gagnrýndi harðlega vinnubrögð Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra Knattspyrnusambands Íslands, í máli Kjartans Henry Finnbogasonar leikmanns FH sem fékk á dögunum eins leiks leikbann. Dómurunum í leik FH og Víkings Reykjavíkur í Bestu deild karla á dögunum yfirsást atvik milli Kjartan Henrys og Nikolaj Hansen þegar að sá fyrrnefndi gaf Hansen olnbogaskot. Klara ákvað hins vegar að nýta sér ákvæði í lögum KSÍ sem heimilar framkvæmdarstjóra KSÍ að skjóta málum til Aga- og úrskurðarnefndar. FH-ingar eru aðallega ósáttir með greinargerð sem Klara skilaði til Aga- og úrskurðarnefndar í málinu „Það er að mati FH algjörlega ótækt og í ósamræmi við málskotsheimild framkvæmdarstjórans að hún taki afstöðu í málinu með svona afgerandi hætti,“ segir meðal annars í yfirlýsingu FH. „Framkvæmdarstjórinn hefur vissulega heimild til að vísa málinu til nefndarinnar en hún getur ekki sest í dómarasæti eða tekið að sér málflutning fyrir aðra hlið málsins líkt og hún gerir í greinargerð sinni.“ FH megi vel við una Rætt var um yfirlýsingu FH í Stúkunni, uppgjörsþætti Bestu deildarinnar á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Þar sátu fyrrum leikmenn FH, þeir Atli Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson, sem sérfræðingar og Guðmundur Benediktsson stýrði þættinum. Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson, fyrrum leikmenn FH, í Stúkunni í gær.Vísir/Skjáskot „Ef að ég hefði haft eitthvað um þetta að segja þá hefði ég kosið að sleppa því að koma með þessa yfirlýsingu,“ sagði Atli Viðar, fyrrum leikmaður FH og nú sérfræðingur Stúkunnar. „Ég held að FH-ingar megi, að einhverju leiti prísa sig sæla með niðurstöðuna í máli Kjartans Henry, að hann fái bara einn leik í leikbann. Þessi yfirlýsing og þetta mál er svo mikið bara stríð milli einstaklinga. Það er verið að hnýta í Klöru og hennar vinnubrögð innan KSÍ. Þetta á ekkert erindi upp á yfirborðið, þetta er frekar fólk ætti að leysa yfir einum kaffibolla. Þetta er einn af þessum slögum sem menn hefðu átt að sleppa því að taka.“ Kergja milli FH og KSÍ Erjur hafa einkennt samband FH við KSÍ undanfarna mánuði. „Það er kergja á milli þessara aðila svo ekki sé meira sagt,“ bætti Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar við og gaf um leið Baldri Sigurðssyni orðið. Baldur segir það ekki hafa komið sér á óvart að FH hafi gripið til þessa ráðs. „Það að þessi yfirlýsing hafi komið frá FH kemur mér bara nákvæmlega ekkert á óvart. Ég myndi segja að þetta sé týpískt útspil hjá FH. Af litlum hluta má alveg skilja þetta, þeir eru að bakka upp sinn leikmann…En ég er sammála Atla og spyr mig til hvers þessi yfirlýsing var gefin út. Kjartan Henry fékk einn leik í bann, í umræddum leik sýndi hann af sér mjög ljóta og hættulega framkomu fyrr í leiknum og mér finnst að FH hefði átt að una þessari niðurstöðu. Kjartan, sem og FH, þarf bara að líta í eigin barm.“ Klippa: Stúkan - Yfirlýsing FH
Besta deild karla FH Tengdar fréttir Mál Kjartans Henry fyrir aganefnd KSÍ Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, hefur vísað máli Kjartans Henry Finnbogasonar, framherja FH, til aganefndar sambandsins. 18. maí 2023 12:01 Kjartan Henry dæmdur í bann fyrir olnbogaskotið Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur dæmd FH-inginn Kjartan Henry Finnbogason í eins leiks bann vegna atviks í leik FH og Víkings í síðustu umferð Bestu deildarinnar. 19. maí 2023 17:31 Kjartan harmar sparkið en segir olnbogaskotið óviljaverk Kjartan Henry Finnbogason hefur sent frá sér skilaboð í kjölfar þess að hafa víða verið sakaður um fautaskap í leik með FH gegn Víkingi í Bestu deildinni í fótbolta í gærkvöld. 15. maí 2023 09:29 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Mál Kjartans Henry fyrir aganefnd KSÍ Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, hefur vísað máli Kjartans Henry Finnbogasonar, framherja FH, til aganefndar sambandsins. 18. maí 2023 12:01
Kjartan Henry dæmdur í bann fyrir olnbogaskotið Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur dæmd FH-inginn Kjartan Henry Finnbogason í eins leiks bann vegna atviks í leik FH og Víkings í síðustu umferð Bestu deildarinnar. 19. maí 2023 17:31
Kjartan harmar sparkið en segir olnbogaskotið óviljaverk Kjartan Henry Finnbogason hefur sent frá sér skilaboð í kjölfar þess að hafa víða verið sakaður um fautaskap í leik með FH gegn Víkingi í Bestu deildinni í fótbolta í gærkvöld. 15. maí 2023 09:29