Fyrrverandi kærasti Diljár heitir Daníel Óskar Jóhannesson og hefur notið vinsælda sem rappari í hljómsveitinni Sprite Zero Klan. Hann hefur undanfarið verið annar kynna Skólahreystis á RÚV.
Daníel komst í fréttirnar í desember þegar í ljós kom að vinir hans höfðu ekki gleymt loforði tengdu næstu Avatar mynd.
Diljá söng sig inn í hjörtu Íslendinga með laginu Power í vor og stóð sig vel á stóra sviðinu í Liverpool. Ekki náði hún að heilla Evrópu nóg til að komast í úrslitin í keppninni. Það mátti þó ekki miklu muna, í undankeppninni var hún var einu sæti frá því að komast í úrslitin.
Diljá, sem er fædd árið 2001, hefur samhliða tónlistinni stundað nám í sjúkraþjálfunarfræði. Hún bætist í hóp glæsilegra kvenna sem fara einhleypar inn í sumarið: