Frá þessu er greint í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Njarðvíkur á heimasíðu félagsins en Halldór Rúnar Karlsson er nýr formaður deildarinnar.
Ljóst er að Örlyggssyni og dóttur verður því ekki að finna í stjórn félagsins næstu árin en ásamt þeim gengu þeir Agnar Mar Gunnarsson, Brenton Birmingham og Einar Jónsson einnig úr stjórn deildarinnar.
Agnar Mar er einnig afkomandi Örlygsættarinnar en móðir hans er Hulda Örlygsdóttir, systir Teits, Gunnars og Kristínar.
Þó er Eyrún Ósk Elvarsdóttir, dóttir Huldu Örlygsdóttur, ný í stjórn deildarinnar.
Kristín Örlygsdóttir varð árið 2019 fyrsta og eina konan til þessa til þess að gegna embætti formanns körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur.
Á þeim tíma tók hún við formannskeflinu af Friðriki Ragnarssyni en hún var síðan endurkjörin formaður deildarinnar í mars árið 2021.
Bræður Kristínar, þeir Gunnar- og Teitur Örlygssynir eiga sér ríka sögu með körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Þeir léku saman á sínum tíma með liði félagsins, hafa setið í stjórn þess og þá hefur Teitur áður starfað sem þjálfari karlaliðs félagsins í körfubolta.
Enn fremur er Teitur sigursælasti leikmaður íslensk körfubolta frá upphafi en á sínum leikmannaferli varð hann tíu sinnum Íslandsmeistari með Njarðvík.
Nýja stjórn körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur skipa:
Halldór Karlsson – formaður
Meðstjórnendur:
Vala Rún Vilhjálmsdóttir
Hafsteinn Sveinsson
Geirný Geirsdóttir
Jón Haukur Hafsteinsson
Eyrún Ósk Elvarsdóttir
Ólafur Bergur Ólafsson
Varastjórn:
Emma Hanna Einarsdóttir
Árni Einarsson
Margrét Sörensen
Ragnar Þór
Hilmar Þór Ævarsson
Ísak Ragnarsson
Er nýrri stjórn óskað velfarnaðar í komandi verkefnum í tilkynningu sem birtist á heimasíðu Njarðvíkur.
„Ljóst er að talsverðar breytingar eru að verða hjá liðunum okkar í Subway-deildinni og því forvitnilegt að fylgjast með framhaldinu.
*Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um Eyrúnu Ósk