Segja tímana breytta og kanna sölu á skagfirsku félagsheimilunum Atli Ísleifsson skrifar 25. maí 2023 07:44 Félagsheimilið Ketilás í Fljótum, Árgarður í Steinstaðahverfi, Menningarhúsið Miðgarður í Varmahlíð og Héðinsminni í gamla Akrahreppi eru fjögur þeirra tíu félagsheimila sem sveitarfélagið á að hluta eða að fullu. Byggðarráð Skagafjarðar vill kanna hvort ekki sé skynsamlegt að selja hlut sveitarfélagsins í félagsheimilum sveitarfélagsins til aðila sem sjá tækifæri í að bæta nýtingu húsanna. Tímarnir hafi einfaldlega breyst. Í Sveitarfélaginu Skagafirði eru nú níu félagsheimili, auk Menningarhússins Miðgarðs, og á sveitarfélagið þau ýmist að hluta eða að fullu. Félagsheimilið Ketilás í Fljótum. Brúnastaðir Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar í síðustu viku var samþykkt bókun þar sem allir fulltrúar sögðust sammála um að kanna hvort rétt væri að skoða sölu á hlut sveitarfélagsins í félagsheimilunum. Fram kemur að öll eigi félagsheimilin það sameiginlegt að hafa verið byggð upp til að þjónusta nærsamfélagið sem skólar en einnig félagslíf þess hrepps eða hreppa sem það var hugsað fyrir. Félagsheimilið Árgarður í Steinstaðahverfi.Skagafjörður „Að byggingu þeirra komu margir sjálfboðaliðar ásamt frjálsum félagasamtökum eins og ungmennafélögum, kvenfélögum, kórum o.fl. sem gerir það að verkum að margir íbúar eiga tilfinningaleg tengsl við húsin, enda geymir saga þeirra marga minninguna. En tímarnir hafa breyst og samgöngur batnað ásamt því að bæði skólar og félagasamtök hafa sameinast yfir stærri svæði. Einnig hefur orðið uppbygging á t.d. íþróttamannvirkjum og hjá ferðaþjónustuaðilum sem hafa tekið yfir hluta þeirra verkefna sem félagsheimilin höfðu áður,“ segir í bókuninni. Félagsheimilin í Skagafirði: Félagsheimili Rípurhrepps Félagsheimilið Árgarður Félagsheimilið Bifröst Félagsheimilið Héðinsminni Félagsheimilið Ketilás Félagsheimilið Ljósheimar Félagsheimilið Melsgil Félagsheimilið Skagasel Félagsheimiliið Höfðaborg Menningarhúsið Miðgarður Þarf að eiga samtal Fram kemur í bókun byggðarráðs að flest þessara félagsheimila hafi á síðustu árum verið leigð rekstraraðilum sem hafi séð um daglegan rekstur þeirra með útleigu til notenda. „Þrjú af félagsheimilunum hafa undanfarin ár haft formlegar hússtjórnir sem hafa skipt með sér verkum og stjórnað rekstrinum. Menningarhúsið Miðgarður í Varmahlíð. Skagafjörður Fulltrúar í byggðarráði eru sammála um að skoða hvort ekki sé skynsamlegt að selja hlut sveitarfélagsins í mörgum þessara félagsheimila til aðila sem sjá tækifæri í að bæta nýtingu húsanna. En áður en slík sala getur farið fram þarf að eiga samtal og samráð við eigendur þeirra félagsheimila sem sveitarfélagið á ekki eitt og ræða þeirra sýn á málið og hvaða framtíðarlausnir þeir sjái að komi viðkomandi félagsheimili best.“ Fundað um næstu skref Byggðarráð hefur falið starfsmönnum menningarmála sveitarfélagsins að taka saman yfirlit um félagsheimilin og skráða eigendur þeirra. Í framhaldinu verði svo fundað með skráðum eigendum um næstu skref, auk þess sem samráð verði haft við fulltrúa í atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd sveitarfélagsins. Skagafjörður Menning Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Í Sveitarfélaginu Skagafirði eru nú níu félagsheimili, auk Menningarhússins Miðgarðs, og á sveitarfélagið þau ýmist að hluta eða að fullu. Félagsheimilið Ketilás í Fljótum. Brúnastaðir Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar í síðustu viku var samþykkt bókun þar sem allir fulltrúar sögðust sammála um að kanna hvort rétt væri að skoða sölu á hlut sveitarfélagsins í félagsheimilunum. Fram kemur að öll eigi félagsheimilin það sameiginlegt að hafa verið byggð upp til að þjónusta nærsamfélagið sem skólar en einnig félagslíf þess hrepps eða hreppa sem það var hugsað fyrir. Félagsheimilið Árgarður í Steinstaðahverfi.Skagafjörður „Að byggingu þeirra komu margir sjálfboðaliðar ásamt frjálsum félagasamtökum eins og ungmennafélögum, kvenfélögum, kórum o.fl. sem gerir það að verkum að margir íbúar eiga tilfinningaleg tengsl við húsin, enda geymir saga þeirra marga minninguna. En tímarnir hafa breyst og samgöngur batnað ásamt því að bæði skólar og félagasamtök hafa sameinast yfir stærri svæði. Einnig hefur orðið uppbygging á t.d. íþróttamannvirkjum og hjá ferðaþjónustuaðilum sem hafa tekið yfir hluta þeirra verkefna sem félagsheimilin höfðu áður,“ segir í bókuninni. Félagsheimilin í Skagafirði: Félagsheimili Rípurhrepps Félagsheimilið Árgarður Félagsheimilið Bifröst Félagsheimilið Héðinsminni Félagsheimilið Ketilás Félagsheimilið Ljósheimar Félagsheimilið Melsgil Félagsheimilið Skagasel Félagsheimiliið Höfðaborg Menningarhúsið Miðgarður Þarf að eiga samtal Fram kemur í bókun byggðarráðs að flest þessara félagsheimila hafi á síðustu árum verið leigð rekstraraðilum sem hafi séð um daglegan rekstur þeirra með útleigu til notenda. „Þrjú af félagsheimilunum hafa undanfarin ár haft formlegar hússtjórnir sem hafa skipt með sér verkum og stjórnað rekstrinum. Menningarhúsið Miðgarður í Varmahlíð. Skagafjörður Fulltrúar í byggðarráði eru sammála um að skoða hvort ekki sé skynsamlegt að selja hlut sveitarfélagsins í mörgum þessara félagsheimila til aðila sem sjá tækifæri í að bæta nýtingu húsanna. En áður en slík sala getur farið fram þarf að eiga samtal og samráð við eigendur þeirra félagsheimila sem sveitarfélagið á ekki eitt og ræða þeirra sýn á málið og hvaða framtíðarlausnir þeir sjái að komi viðkomandi félagsheimili best.“ Fundað um næstu skref Byggðarráð hefur falið starfsmönnum menningarmála sveitarfélagsins að taka saman yfirlit um félagsheimilin og skráða eigendur þeirra. Í framhaldinu verði svo fundað með skráðum eigendum um næstu skref, auk þess sem samráð verði haft við fulltrúa í atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd sveitarfélagsins.
Félagsheimilin í Skagafirði: Félagsheimili Rípurhrepps Félagsheimilið Árgarður Félagsheimilið Bifröst Félagsheimilið Héðinsminni Félagsheimilið Ketilás Félagsheimilið Ljósheimar Félagsheimilið Melsgil Félagsheimilið Skagasel Félagsheimiliið Höfðaborg Menningarhúsið Miðgarður
Skagafjörður Menning Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira