Langar mig að bjóða börnunum mínum uppá þetta? Tinna Borg Arnfinnsdóttir skrifar 25. maí 2023 13:01 Íslendingar eru töffarar, Íslenski víkingurinn og harðjaxlinn, íslenska konan sem ber harm sinn í hljóði og fórnar sér fyrir fólkið sitt. Þarf þetta í alvöru að vera svona? Þarf maður alltaf að fara allt á hnefanum og klappa sér svo á bakið fyrir það hvað maður er duglegur og harður af sér að standa í lappirnar lægð eftir lægð hvort sem hún kemur fram í veðri eða efnahag. Mig langar ekki að bjóða börnunum mínum uppá þetta. Enginn virðist geta tekið ákvarðanir sem fyrirbyggja endalausar sveiflur í efnahagslífinu okkar, við búum annarsvegar við svo mikið góðæri að nú erum við sko búin að mastera þetta og hins vegar við svo mikla óvissu, verðbólgu, ofurvexti og ólgu að allt fer á hliðina. Ég er 34 ára og hef lifað í gegnum hrun og núna sé ég ekki stefna í neitt annað fyrir íslenskan almenning. Tvisvar á 15 árum þar sem fjölskyldur í landinu standa frammi fyrir því að missa heimilin sín, þetta er ekki í lagi. Jú, ég var 19 ára í hruninu en ég var flutt að heiman, byrjuð að leigja og með myntkörfu bílalán svo ég fann fyrir hruninu á eigin skinni, en slapp þó mun betur en þeir sem komnir voru lengra af stað inn í lífið. Það breytir því ekki að ég nenni þessu ekki! Ég nenni ekki að þurfa að stíga ölduna á 15 ára fresti og tímasetja mig fullkomlega með því að rýna í „veðurspá“ markaðarins með tilliti til þess hvort ég eigi að endurfjármagna núna, festa vexti núna, greina markaðinn á þann hátt sem markaðurinn getur ekki einu sinni greint sig sjálfur. Óneitanlega er það alltaf þannig að maður á að kynna sér markaðsaðstæður og taka upplýsta ákvörðun þegar verið er að taka stórar ákvarðanir. Það er hins vegar ekkert að marka þessar svokölluðu upplýstu ákvarðanir sem íslenskir neytendur taka. Hvenær á að festa vextina á láninu sínu? Við vitum það ekki fyrr en allt of seint hvort við festum vexti á réttum tíma, refsingin okkar er síðan ekki „ahh aukinn vaxtakostnaður við hefðum getað sparað okkur“ heldur fullkominn forsendu brestur og meiri háttar endurfjármögnun sem felst þá helst í því að lengja lán um tugi ára og jafnvel breyta þeim úr óverðtryggðum í verðtryggð og treysta þá á að verðbólgan næstu 40 ár haldist þó allavega stöðugri en vaxtaprósentan og vona að við náum að rétta okkur af fyrir næsta skell. Langar mig að bjóða börnunum mínum uppá þetta? Nei! Mig langar það ekki – Ég kæri mig ekki um það að borga samviskusamlega af láninu mínu mánuð eftir mánuð, vitandi það að forsendur markaðarins geti breytt öllum mínum persónulegu fjármálunum í einni svipan og borga þannig fyrir hagkerfi sem helst ekki stöðugt í meira en 5 mínútur. Á þessum tímapunkti þarf að stíga niður fæti og fara í gagngera endurskoðun á því hvað við teljum eðlilegar sveiflur hagkerfis, og hætta að klappa okkur á bakið fyrir hvað við erum dugleg að lifa í þessu landi við þessar aðstæður. Að öðrum kosti mun ungt fólk ekki láta bjóða sér þetta mikið lengur og fólksflótti frá landinu verður mikill, sennilega meiri en í hruninu og fólk ólíklegra til að snúa til baka. Rannsóknir hafa sýnt að ný kynslóð er ekki jafn helguð starfinu sínu eða uppáhalds vörumerkinu sínu, meiri kröfur eru gerðar til vinnuveitenda til að halda fólki í starfi og vörumerki geta tapað fylgjendum yfir nótt hafi þau sín mál ekki á hreinu. Landið okkar er ekki undanskilið þessu lögmáli, af hverju ætti ungt fólk að láta bjóða sér uppá þetta?Fyrir mína parta spyr ég sjálfa mig oft þessarar spurningar, og listinn yfir kostina minnkar í hvert skipti. Höfundur er formaður Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Viðreisn Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Sjá meira
Íslendingar eru töffarar, Íslenski víkingurinn og harðjaxlinn, íslenska konan sem ber harm sinn í hljóði og fórnar sér fyrir fólkið sitt. Þarf þetta í alvöru að vera svona? Þarf maður alltaf að fara allt á hnefanum og klappa sér svo á bakið fyrir það hvað maður er duglegur og harður af sér að standa í lappirnar lægð eftir lægð hvort sem hún kemur fram í veðri eða efnahag. Mig langar ekki að bjóða börnunum mínum uppá þetta. Enginn virðist geta tekið ákvarðanir sem fyrirbyggja endalausar sveiflur í efnahagslífinu okkar, við búum annarsvegar við svo mikið góðæri að nú erum við sko búin að mastera þetta og hins vegar við svo mikla óvissu, verðbólgu, ofurvexti og ólgu að allt fer á hliðina. Ég er 34 ára og hef lifað í gegnum hrun og núna sé ég ekki stefna í neitt annað fyrir íslenskan almenning. Tvisvar á 15 árum þar sem fjölskyldur í landinu standa frammi fyrir því að missa heimilin sín, þetta er ekki í lagi. Jú, ég var 19 ára í hruninu en ég var flutt að heiman, byrjuð að leigja og með myntkörfu bílalán svo ég fann fyrir hruninu á eigin skinni, en slapp þó mun betur en þeir sem komnir voru lengra af stað inn í lífið. Það breytir því ekki að ég nenni þessu ekki! Ég nenni ekki að þurfa að stíga ölduna á 15 ára fresti og tímasetja mig fullkomlega með því að rýna í „veðurspá“ markaðarins með tilliti til þess hvort ég eigi að endurfjármagna núna, festa vexti núna, greina markaðinn á þann hátt sem markaðurinn getur ekki einu sinni greint sig sjálfur. Óneitanlega er það alltaf þannig að maður á að kynna sér markaðsaðstæður og taka upplýsta ákvörðun þegar verið er að taka stórar ákvarðanir. Það er hins vegar ekkert að marka þessar svokölluðu upplýstu ákvarðanir sem íslenskir neytendur taka. Hvenær á að festa vextina á láninu sínu? Við vitum það ekki fyrr en allt of seint hvort við festum vexti á réttum tíma, refsingin okkar er síðan ekki „ahh aukinn vaxtakostnaður við hefðum getað sparað okkur“ heldur fullkominn forsendu brestur og meiri háttar endurfjármögnun sem felst þá helst í því að lengja lán um tugi ára og jafnvel breyta þeim úr óverðtryggðum í verðtryggð og treysta þá á að verðbólgan næstu 40 ár haldist þó allavega stöðugri en vaxtaprósentan og vona að við náum að rétta okkur af fyrir næsta skell. Langar mig að bjóða börnunum mínum uppá þetta? Nei! Mig langar það ekki – Ég kæri mig ekki um það að borga samviskusamlega af láninu mínu mánuð eftir mánuð, vitandi það að forsendur markaðarins geti breytt öllum mínum persónulegu fjármálunum í einni svipan og borga þannig fyrir hagkerfi sem helst ekki stöðugt í meira en 5 mínútur. Á þessum tímapunkti þarf að stíga niður fæti og fara í gagngera endurskoðun á því hvað við teljum eðlilegar sveiflur hagkerfis, og hætta að klappa okkur á bakið fyrir hvað við erum dugleg að lifa í þessu landi við þessar aðstæður. Að öðrum kosti mun ungt fólk ekki láta bjóða sér þetta mikið lengur og fólksflótti frá landinu verður mikill, sennilega meiri en í hruninu og fólk ólíklegra til að snúa til baka. Rannsóknir hafa sýnt að ný kynslóð er ekki jafn helguð starfinu sínu eða uppáhalds vörumerkinu sínu, meiri kröfur eru gerðar til vinnuveitenda til að halda fólki í starfi og vörumerki geta tapað fylgjendum yfir nótt hafi þau sín mál ekki á hreinu. Landið okkar er ekki undanskilið þessu lögmáli, af hverju ætti ungt fólk að láta bjóða sér uppá þetta?Fyrir mína parta spyr ég sjálfa mig oft þessarar spurningar, og listinn yfir kostina minnkar í hvert skipti. Höfundur er formaður Viðreisnar í Garðabæ.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun