Fólk bíði með bullandi sýkingar fram að mánaðamótum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. maí 2023 09:00 Vilborg segir Hjálparstarfið taka við um 40 manns í hverjum mánuði sem eiga í erfiðleikum með að greiða lyf. Tugir leita til Hjálparstarfs kirkjunnar í hverjum mánuði til að fá aðstoð með lyfjakaup. Í mörgum tilfellum er fólk að bíða með bullandi sýkingu fram að mánaðamótum til að geta greitt sýklalyf. „Það reynist fólki oft erfitt að leysa út lyf á nýju lyfjaári. Greiðsluþátttökukerfið dugar ekki til fyrir alla,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Tugir leita til stofnunarinnar í hverjum mánuði til þess að fá aðstoð við að leysa út ávísuð lyf. Eins og Vísir greindi frá á þriðjudag sýnir ný könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Öryrkjabandalagið að stór hluti öryrkja fresti heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. 26 prósent þeirra sem hafa 75 prósent örorku eða meira sögðust hafa sleppt því að leysa út ávísuð lyf undanfarna sex mánuði. Þessi veruleiki birtist Vilborgu og öðru starfsfólki Hjálparstarfs kirkjunnar sem reyna að koma fólki yfir erfiðasta hjallann, sem eru fyrstu greiðslurnar á hverju lyfjaári. Fyrsta þrepið erfitt Í upphafi lyfjaárs greiðir sjúklingur að fullu fyrir lyf upp að 22 þúsund króna hámarki í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Í öðru þrepi er það 15 prósent upp að 31.750 krónum og í þriðja þrepi 7,5 prósent upp að 62 þúsund krónum sem er hámarksgreiðsla á tólf mánaða tímabili. Greiðsluþátttökukerfið er flókið og þjónar ekki öllum nægilega vel að sögn Vilborgar. Egill Aðalsteinsson Upphæðirnar eru lægri fyrir eldri borgara, öryrkja og börn. 41 þúsund krónur að hámarki á ári. Í hverjum mánuði leita um 40 manns eftir aðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar við að komast yfir fyrsta hjallann. Vilborg segir að þegar fólk sé komið inn í þrep númer tvö reynist það auðveldara að borga. Borga ekki verkjalyf Oft eru það öryrkjar og aldraðir sem leita eftir aðstoð. En einnig fólk á framfærslu félagsþjónustunnar og fólk á atvinnuleysisbótum sem hefur hærri þröskuld inn í afsláttinn. Vilborg segir að fólki vanti alls konar lyf. Svo sem hjartalyf, astmalyf, sykursýkislyf, krabbameinslyf og geðlyf. Hjálparstarfið greiðir fólki ekki út pening heldur sendir beiðni í apótek þar sem greint er frá því að samtökin séu greiðandi. „Við aðstoðum fólk ekki með lyf sem eru ávanabindandi og hægt er að selja á götunni,“ segir Vilborg. En verkjalyf, svefnlyf og róandi lyf eru ekki inni í greiðsluþátttökukerfi ríkisins. Hættulegt að bíða Heldur ekki sýklalyf og það getur verið vandamál segir Vilborg. Fólk er því oft með bullandi sýkingar en getur ekki leyst út lyfin sín strax. „Sýklalyf eru ekki inni í greiðsluþátttökukerfinu hjá fullorðnu fólki, aðeins hjá börnum,“ segir Vilborg. „Fólk er að lenda í því að þurfa að bíða til mánaðamóta til að geta leyst út sýklalyfin sín. Þau geta kostað frá þrjú þúsund upp í meira en tíu þúsund krónur.“ Telur Vilborg að það þurfti að breyta þessu sem og kerfinu í heild. Hún segir greiðsluþátttökukerfið bæði flókið og illfyrirsjáanlegt fyrir fólk. Annað vandamál er þegar fólk er að bíða eftir að fá svokallað lyfjakort. En það þarf að byrja strax á lyfinu og borga mikið þangað til kortið berst. „Ég er ekki læknir, en ef læknir er að ávísa lyfi sem þú átt að byrja að taka og þú hefur ekki efni á því hlýtur það að vera hættulegt,“ segir Vilborg. Myndu fara á hausinn Eins og Vísir greindi frá fyrr í vikunni eru það ekki aðeins lyf sem öryrkjar og fleiri hópar eiga í erfiðleikum með að greiða. Meira en 40 prósent höfðu frestað læknisheimsókn og 30 prósent sjúkraþjálfun vegna kostnaðar. Vilborg segir að Hjálparstarf kirkjunnar hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að aðstoða fólk með aðra heilbrigðisþjónustu en lyf. Svo sem lækniheimsóknir, tannlækningar, sjúkraþjálfun, heyrnartæki eða gleraugu svo dæmi séu tekin. Starfið hefur þó aðstoðað börn með gleraugu. „Við eigum ekki peninga fyrir því og getum ekki farið inn í þetta. Þetta á líka að vera hlutverk ríkisins en ekki hjálparsamtaka,“ segir hún. Heilbrigðismál Lyf Hjálparstarf Félagsmál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
„Það reynist fólki oft erfitt að leysa út lyf á nýju lyfjaári. Greiðsluþátttökukerfið dugar ekki til fyrir alla,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Tugir leita til stofnunarinnar í hverjum mánuði til þess að fá aðstoð við að leysa út ávísuð lyf. Eins og Vísir greindi frá á þriðjudag sýnir ný könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Öryrkjabandalagið að stór hluti öryrkja fresti heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. 26 prósent þeirra sem hafa 75 prósent örorku eða meira sögðust hafa sleppt því að leysa út ávísuð lyf undanfarna sex mánuði. Þessi veruleiki birtist Vilborgu og öðru starfsfólki Hjálparstarfs kirkjunnar sem reyna að koma fólki yfir erfiðasta hjallann, sem eru fyrstu greiðslurnar á hverju lyfjaári. Fyrsta þrepið erfitt Í upphafi lyfjaárs greiðir sjúklingur að fullu fyrir lyf upp að 22 þúsund króna hámarki í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Í öðru þrepi er það 15 prósent upp að 31.750 krónum og í þriðja þrepi 7,5 prósent upp að 62 þúsund krónum sem er hámarksgreiðsla á tólf mánaða tímabili. Greiðsluþátttökukerfið er flókið og þjónar ekki öllum nægilega vel að sögn Vilborgar. Egill Aðalsteinsson Upphæðirnar eru lægri fyrir eldri borgara, öryrkja og börn. 41 þúsund krónur að hámarki á ári. Í hverjum mánuði leita um 40 manns eftir aðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar við að komast yfir fyrsta hjallann. Vilborg segir að þegar fólk sé komið inn í þrep númer tvö reynist það auðveldara að borga. Borga ekki verkjalyf Oft eru það öryrkjar og aldraðir sem leita eftir aðstoð. En einnig fólk á framfærslu félagsþjónustunnar og fólk á atvinnuleysisbótum sem hefur hærri þröskuld inn í afsláttinn. Vilborg segir að fólki vanti alls konar lyf. Svo sem hjartalyf, astmalyf, sykursýkislyf, krabbameinslyf og geðlyf. Hjálparstarfið greiðir fólki ekki út pening heldur sendir beiðni í apótek þar sem greint er frá því að samtökin séu greiðandi. „Við aðstoðum fólk ekki með lyf sem eru ávanabindandi og hægt er að selja á götunni,“ segir Vilborg. En verkjalyf, svefnlyf og róandi lyf eru ekki inni í greiðsluþátttökukerfi ríkisins. Hættulegt að bíða Heldur ekki sýklalyf og það getur verið vandamál segir Vilborg. Fólk er því oft með bullandi sýkingar en getur ekki leyst út lyfin sín strax. „Sýklalyf eru ekki inni í greiðsluþátttökukerfinu hjá fullorðnu fólki, aðeins hjá börnum,“ segir Vilborg. „Fólk er að lenda í því að þurfa að bíða til mánaðamóta til að geta leyst út sýklalyfin sín. Þau geta kostað frá þrjú þúsund upp í meira en tíu þúsund krónur.“ Telur Vilborg að það þurfti að breyta þessu sem og kerfinu í heild. Hún segir greiðsluþátttökukerfið bæði flókið og illfyrirsjáanlegt fyrir fólk. Annað vandamál er þegar fólk er að bíða eftir að fá svokallað lyfjakort. En það þarf að byrja strax á lyfinu og borga mikið þangað til kortið berst. „Ég er ekki læknir, en ef læknir er að ávísa lyfi sem þú átt að byrja að taka og þú hefur ekki efni á því hlýtur það að vera hættulegt,“ segir Vilborg. Myndu fara á hausinn Eins og Vísir greindi frá fyrr í vikunni eru það ekki aðeins lyf sem öryrkjar og fleiri hópar eiga í erfiðleikum með að greiða. Meira en 40 prósent höfðu frestað læknisheimsókn og 30 prósent sjúkraþjálfun vegna kostnaðar. Vilborg segir að Hjálparstarf kirkjunnar hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að aðstoða fólk með aðra heilbrigðisþjónustu en lyf. Svo sem lækniheimsóknir, tannlækningar, sjúkraþjálfun, heyrnartæki eða gleraugu svo dæmi séu tekin. Starfið hefur þó aðstoðað börn með gleraugu. „Við eigum ekki peninga fyrir því og getum ekki farið inn í þetta. Þetta á líka að vera hlutverk ríkisins en ekki hjálparsamtaka,“ segir hún.
Heilbrigðismál Lyf Hjálparstarf Félagsmál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira