Mátti ekki banna börn í Meradölum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. maí 2023 12:17 Lögreglustjóri bannaði börnum yngri en 12 ára að mæta í Meradali í ágúst í fyrra. Lögreglustjóranum á Suðurnesjum var ekki heimilt að banna för barna yngri en 12 ára að gosstöðvunum í Meradölum í ágúst 2022 í ljósi þess tíma sem leið frá því tilkynnt var um þau opinberlega og þar til þau voru látin niður falla, þar sem ekki hafði verið tekið til skoðunar hvort aðrar lagaheimildir gætu helgað slíkt bann til lengri tíma. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis. Lögreglan tók ákvörðun í ágúst um að foreldrum með börn yngri en tólf ára yrði snúið frá leið A upp að gosstöðvunum. Gosstöðvarnar voru því bannaðar börnum yngri en tólf ára og vísaði lögregla til þess að gönguleiðin væri erfið, auk þess sem börn hefðu minna þol gagnvart loftmengun á svæðinu. Beita þurfi takmörkunum af varfærni Í áliti umboðsmanns segir meðal annars að víðtækum heimildum lögreglustjóra til þess að takmarka ferðafrelsi borgara þar til hættustigi eða neyðarstigi almannavarna væri lýst yfir þar til því yrði aflýst, verði að beita af varfærni. Ekki megi ganga lengra en þörf er hverju sinni til að afstýra hættu. „Það varð því niðurstaða hans að ótímabundin fyrirmæli lögreglustjóra á þá leið að banna för barna undir 12 ára aldri að gosstöðvunum í Meradölum hefðu, í ljósi þess tíma sem leið frá því að tilkynnt var um þau opinberlega þar til þau voru látin niður falla, ekki samrýmst þeim sjónarmiðum sem ættu við um heimild hans á grundvelli laga um almannavarnir. Í því sambandi benti hann á að ekki varð séð að tekið hefði verið til skoðunar hvort aðrar lagaheimildir gætu helgað slíkt bann til lengri tíma.“ Þá tók umboðsmaður fram að það hefði verið í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti að leitast við að kynna umrædd fyrirmæli opinberlega með fréttatilkynningum og birtingu upplýsinga á rafrænum miðlum. Hins vegar benti hann á að það myndi einnig teljast til vandaðra stjórnsýsluhátta að leitast við að kynna fyrir almenningi lok banns með jafn ítarlegum hætti og gert hefði verið við upphaflega ákvörðun, svo sem með sambærilegum tilkynningum til fjölmiðla, en ekki lá fyrir hvort það hefði verið gert. Börn og uppeldi Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglan Grindavík Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis. Lögreglan tók ákvörðun í ágúst um að foreldrum með börn yngri en tólf ára yrði snúið frá leið A upp að gosstöðvunum. Gosstöðvarnar voru því bannaðar börnum yngri en tólf ára og vísaði lögregla til þess að gönguleiðin væri erfið, auk þess sem börn hefðu minna þol gagnvart loftmengun á svæðinu. Beita þurfi takmörkunum af varfærni Í áliti umboðsmanns segir meðal annars að víðtækum heimildum lögreglustjóra til þess að takmarka ferðafrelsi borgara þar til hættustigi eða neyðarstigi almannavarna væri lýst yfir þar til því yrði aflýst, verði að beita af varfærni. Ekki megi ganga lengra en þörf er hverju sinni til að afstýra hættu. „Það varð því niðurstaða hans að ótímabundin fyrirmæli lögreglustjóra á þá leið að banna för barna undir 12 ára aldri að gosstöðvunum í Meradölum hefðu, í ljósi þess tíma sem leið frá því að tilkynnt var um þau opinberlega þar til þau voru látin niður falla, ekki samrýmst þeim sjónarmiðum sem ættu við um heimild hans á grundvelli laga um almannavarnir. Í því sambandi benti hann á að ekki varð séð að tekið hefði verið til skoðunar hvort aðrar lagaheimildir gætu helgað slíkt bann til lengri tíma.“ Þá tók umboðsmaður fram að það hefði verið í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti að leitast við að kynna umrædd fyrirmæli opinberlega með fréttatilkynningum og birtingu upplýsinga á rafrænum miðlum. Hins vegar benti hann á að það myndi einnig teljast til vandaðra stjórnsýsluhátta að leitast við að kynna fyrir almenningi lok banns með jafn ítarlegum hætti og gert hefði verið við upphaflega ákvörðun, svo sem með sambærilegum tilkynningum til fjölmiðla, en ekki lá fyrir hvort það hefði verið gert.
Börn og uppeldi Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglan Grindavík Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira