Segir að um „víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins“ sé að ræða Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. maí 2023 16:21 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir listgjörning Odds Eysteins Friðrikssonar víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins. Hann segir Samherja hafa leitt hjá sér túlkanir á list og tjáningarfrelsi meðan hann verji mikilvæg vörumerki félagsins. Á vefsíðunni samherji.co.uk hafði Oddur, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, skáldað afsökunarbeiðni Samherja. Félagið hefur verið sakað um mútugreiðslur til namibískra stjórmálamanna. Verkið ber nafnið „We‘re Sorry“. Síðunni var lokað þegar Samherji fékk bráðabirgðalögbann á hana og Oddi gert að afhenda Samherja lénið. Oddur segir hlut samherja í málinu ofbeldi og þvinganir í samtali við Heimildina. „Samherjamenn eru þekktir fyrir ofbeldi gegn blaðamönnum, embættismönnum, listamönnum, hverjum sem gagnrýna þá.“ Þorsteinn gaf frá sér yfirlýsingu á vefsíðu Samherja í tengslum við málið. „Eins og sjá má af framansögðu liggur fyrir að ráðist hefur verið í víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Yfirlýsingin í heild sinni : „Í ljós hefur komið að svokallaður „listgjörningur“ með misnotkun á vörumerki Samherja náði til til þriggja heimsálfa og var tilraun til misnotkunar send til 100 fjölmiðla á Íslandi, Noregi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Ástralíu. Samherji fékk vitneskju um þessa víðtæku misnotkun þegar félagið fékk lagt lögbann við ólöglegri notkun vörumerkja félagsins meðal annars við notkun á léni í nafni Samherja í Bretlandi sem áður hefur verið sagt frá. Í upphafi lögbannskröfunnar var veittur hæfilegur frestur til varna og nú hefur forsvarsmaðurinn ráðið þrjá lögmenn í Bretlandi til að gæta hagsmuna sinna. Eins og sjá má af framansögðu liggur fyrir að ráðist hefur verið í víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagins. Samherji hefur eingöngu beint sjónum sínum að því að verja mikilvæg vörumerki sín svo sem öll fyrirtæki myndu gera hvarvetna í heiminum en leitt hjá sér túlkanir á list og tjáningarfrelsi. Samherji hf. Þorsteinn Már Baldvinsson.“ Samherjaskjölin Myndlist Bretland Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Odee sætir lögbanni í Bretlandi og þarf að afhenda Samherja verk sitt Oddur Eysteinn Friðriksson, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, hefur neyðst til að taka niður vefsíðuna samherji.co.uk sem hýsti gjörning hans We're Sorry, eftir að Samherji fékk bráðabirgðalögbann á síðuna. 26. maí 2023 08:39 Fölsk afsökunarbeiðni Samherja reyndist lokaverkefni í LHÍ Fölsk afsökunarbeiðni í nafni Samherja, vefsíða og yfirlýsing þar um var lokaverkefni listamannsins Odds Eysteins Friðrikssonar, sem kallar sig Odee, í Listaháskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá listamanninum. 17. maí 2023 11:39 Ekki Samherji sem biðst afsökunar Forsvarsmenn Samherja segjast ekki vera að baki heimasíðu sem óprúttnir aðilar hafa búið til í nafni fyrirtækisins. Á heimasíðunni má finna falsaða fréttatilkynningu þar sem beðist er afsökunar á framferði Samherja í Namibíu. 11. maí 2023 11:28 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira
Á vefsíðunni samherji.co.uk hafði Oddur, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, skáldað afsökunarbeiðni Samherja. Félagið hefur verið sakað um mútugreiðslur til namibískra stjórmálamanna. Verkið ber nafnið „We‘re Sorry“. Síðunni var lokað þegar Samherji fékk bráðabirgðalögbann á hana og Oddi gert að afhenda Samherja lénið. Oddur segir hlut samherja í málinu ofbeldi og þvinganir í samtali við Heimildina. „Samherjamenn eru þekktir fyrir ofbeldi gegn blaðamönnum, embættismönnum, listamönnum, hverjum sem gagnrýna þá.“ Þorsteinn gaf frá sér yfirlýsingu á vefsíðu Samherja í tengslum við málið. „Eins og sjá má af framansögðu liggur fyrir að ráðist hefur verið í víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Yfirlýsingin í heild sinni : „Í ljós hefur komið að svokallaður „listgjörningur“ með misnotkun á vörumerki Samherja náði til til þriggja heimsálfa og var tilraun til misnotkunar send til 100 fjölmiðla á Íslandi, Noregi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Ástralíu. Samherji fékk vitneskju um þessa víðtæku misnotkun þegar félagið fékk lagt lögbann við ólöglegri notkun vörumerkja félagsins meðal annars við notkun á léni í nafni Samherja í Bretlandi sem áður hefur verið sagt frá. Í upphafi lögbannskröfunnar var veittur hæfilegur frestur til varna og nú hefur forsvarsmaðurinn ráðið þrjá lögmenn í Bretlandi til að gæta hagsmuna sinna. Eins og sjá má af framansögðu liggur fyrir að ráðist hefur verið í víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagins. Samherji hefur eingöngu beint sjónum sínum að því að verja mikilvæg vörumerki sín svo sem öll fyrirtæki myndu gera hvarvetna í heiminum en leitt hjá sér túlkanir á list og tjáningarfrelsi. Samherji hf. Þorsteinn Már Baldvinsson.“
Yfirlýsingin í heild sinni : „Í ljós hefur komið að svokallaður „listgjörningur“ með misnotkun á vörumerki Samherja náði til til þriggja heimsálfa og var tilraun til misnotkunar send til 100 fjölmiðla á Íslandi, Noregi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada og Ástralíu. Samherji fékk vitneskju um þessa víðtæku misnotkun þegar félagið fékk lagt lögbann við ólöglegri notkun vörumerkja félagsins meðal annars við notkun á léni í nafni Samherja í Bretlandi sem áður hefur verið sagt frá. Í upphafi lögbannskröfunnar var veittur hæfilegur frestur til varna og nú hefur forsvarsmaðurinn ráðið þrjá lögmenn í Bretlandi til að gæta hagsmuna sinna. Eins og sjá má af framansögðu liggur fyrir að ráðist hefur verið í víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagins. Samherji hefur eingöngu beint sjónum sínum að því að verja mikilvæg vörumerki sín svo sem öll fyrirtæki myndu gera hvarvetna í heiminum en leitt hjá sér túlkanir á list og tjáningarfrelsi. Samherji hf. Þorsteinn Már Baldvinsson.“
Samherjaskjölin Myndlist Bretland Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Odee sætir lögbanni í Bretlandi og þarf að afhenda Samherja verk sitt Oddur Eysteinn Friðriksson, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, hefur neyðst til að taka niður vefsíðuna samherji.co.uk sem hýsti gjörning hans We're Sorry, eftir að Samherji fékk bráðabirgðalögbann á síðuna. 26. maí 2023 08:39 Fölsk afsökunarbeiðni Samherja reyndist lokaverkefni í LHÍ Fölsk afsökunarbeiðni í nafni Samherja, vefsíða og yfirlýsing þar um var lokaverkefni listamannsins Odds Eysteins Friðrikssonar, sem kallar sig Odee, í Listaháskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá listamanninum. 17. maí 2023 11:39 Ekki Samherji sem biðst afsökunar Forsvarsmenn Samherja segjast ekki vera að baki heimasíðu sem óprúttnir aðilar hafa búið til í nafni fyrirtækisins. Á heimasíðunni má finna falsaða fréttatilkynningu þar sem beðist er afsökunar á framferði Samherja í Namibíu. 11. maí 2023 11:28 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira
Odee sætir lögbanni í Bretlandi og þarf að afhenda Samherja verk sitt Oddur Eysteinn Friðriksson, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, hefur neyðst til að taka niður vefsíðuna samherji.co.uk sem hýsti gjörning hans We're Sorry, eftir að Samherji fékk bráðabirgðalögbann á síðuna. 26. maí 2023 08:39
Fölsk afsökunarbeiðni Samherja reyndist lokaverkefni í LHÍ Fölsk afsökunarbeiðni í nafni Samherja, vefsíða og yfirlýsing þar um var lokaverkefni listamannsins Odds Eysteins Friðrikssonar, sem kallar sig Odee, í Listaháskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá listamanninum. 17. maí 2023 11:39
Ekki Samherji sem biðst afsökunar Forsvarsmenn Samherja segjast ekki vera að baki heimasíðu sem óprúttnir aðilar hafa búið til í nafni fyrirtækisins. Á heimasíðunni má finna falsaða fréttatilkynningu þar sem beðist er afsökunar á framferði Samherja í Namibíu. 11. maí 2023 11:28