Meiri pening þarf í fráveitur landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. maí 2023 17:45 Kristín Linda Árnadóttir, stjórnarformaður Samorku, sem eru Samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nauðsynlegt er að auka fjármagn til fráveitna landsins, ekki síst með stóraukinni fjölgun ferðamanna, sem eykur mjög mikið álag á fráveitur um allt land. Þetta segir formaður stjórnar Samorku, Samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Fráveitur geta verið mengunarvaldur en góð hreinsun getur þá dregið verulega úr neikvæðum áhrifum þess. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar kemur meðal annars fram að fráveituvatn er í eðli sínu notað vatn. Vatn sem við höfum nýtt til að baða okkur, elda mat, sturta niður í klósettin, þvo bíla, föt og ýmislegt annað. Notkunin veldur því að alls konar efni eins úrgangur frá fólki, matarleifar, olíur, sápur, hreinsiefni, málmar og jafnvel hættuleg efni blandast í annars hreint vatn. Kristín Linda Árnadóttir stjórnarformaður Samorku, segir að við verðum að huga betur að fráveitum landsins, það séu mál, sem verði að vera í topplagi. „Það þarf að auka fé til uppbyggingar fráveitna. Við þurfum að taka höndum saman um að leysa þetta risa stóra verkefni og það er mikilvægt að hafa í hug að stóraukin fjölgun ferðamanna eykur mjög mikið álag á fráveitur landsins, sérstaklega þá inn til landsins og oft á mjög viðkvæmum svæðum,” segir Kristín Linda. Fráveitur geta verið mengunarvaldur en góð hreinsun getur þá dregið verulega úr neikvæðum áhrifum þess. Umhverfisstofnun Kristín Linda nefnir líka heita vatnið á Íslandi, sem við verðum að fara sparlega með. „Núna vitum við að okkur skortir heitt vatn til framtíðar. Íbúum landsins er að fjölga, við erum með aukin ferðamannastraum þannig að við þurfum meira heitt vatn og við þurfum líka að passa upp á kaldavatnsauðlindina okkar.” Talandi um kalda vatnið, eigum við nóg af því ? „Við eigum vissulega mjög miklar auðlindir í kalda vatninu en það má ekki gleyma því að þær eru ekki óþrjótandi. Það þarf að varðveita þessa auðlind og það þarf að passa upp á að henni sé ekki mengað og við séum ekki að trufla svæði í kringum okkar helstu lindir,” segir Kristín Linda. Árborg Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Fráveitur geta verið mengunarvaldur en góð hreinsun getur þá dregið verulega úr neikvæðum áhrifum þess. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar kemur meðal annars fram að fráveituvatn er í eðli sínu notað vatn. Vatn sem við höfum nýtt til að baða okkur, elda mat, sturta niður í klósettin, þvo bíla, föt og ýmislegt annað. Notkunin veldur því að alls konar efni eins úrgangur frá fólki, matarleifar, olíur, sápur, hreinsiefni, málmar og jafnvel hættuleg efni blandast í annars hreint vatn. Kristín Linda Árnadóttir stjórnarformaður Samorku, segir að við verðum að huga betur að fráveitum landsins, það séu mál, sem verði að vera í topplagi. „Það þarf að auka fé til uppbyggingar fráveitna. Við þurfum að taka höndum saman um að leysa þetta risa stóra verkefni og það er mikilvægt að hafa í hug að stóraukin fjölgun ferðamanna eykur mjög mikið álag á fráveitur landsins, sérstaklega þá inn til landsins og oft á mjög viðkvæmum svæðum,” segir Kristín Linda. Fráveitur geta verið mengunarvaldur en góð hreinsun getur þá dregið verulega úr neikvæðum áhrifum þess. Umhverfisstofnun Kristín Linda nefnir líka heita vatnið á Íslandi, sem við verðum að fara sparlega með. „Núna vitum við að okkur skortir heitt vatn til framtíðar. Íbúum landsins er að fjölga, við erum með aukin ferðamannastraum þannig að við þurfum meira heitt vatn og við þurfum líka að passa upp á kaldavatnsauðlindina okkar.” Talandi um kalda vatnið, eigum við nóg af því ? „Við eigum vissulega mjög miklar auðlindir í kalda vatninu en það má ekki gleyma því að þær eru ekki óþrjótandi. Það þarf að varðveita þessa auðlind og það þarf að passa upp á að henni sé ekki mengað og við séum ekki að trufla svæði í kringum okkar helstu lindir,” segir Kristín Linda.
Árborg Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira