Handbolti

Gunnar Óli og Bjarki dæma stór­leik kvöldsins á Ás­völlum

Aron Guðmundsson skrifar
 Gunnar Óli Gústafsson og Bjarki Bóasson dæma stórleik Hauka og ÍBV í kvöld
Gunnar Óli Gústafsson og Bjarki Bóasson dæma stórleik Hauka og ÍBV í kvöld

Gunnar Óli Gústafs­son og Bjarki Bóas­son munu dæma fjórða leik Hauka og ÍBV í úr­slita­ein­vígi Olís deildar karla í kvöld. Þetta stað­festir Kristján Gaukur Kristjáns­son, for­maður dómara­nefndar HSÍ í sam­tali við Vísi.

Búist var við því að Anton Páls­son og Jónas Elías­son myndu dæma alla leikina sem eftir eru í úr­slita­ein­víginu. Sér­stak­lega í ljósi alls þess um­deilda sem hefur gengið á í úr­slita­keppninni til þessa.

Í ljósi þess má gera ráð fyrir því að þessi á­kvörðun HSÍ sé afar um­deild innan dómara­stéttar hand­boltans.

Hins vegar má fast­lega búast við því að Anton og Jónas muni grípa í flautuna ef kemur til þess að ein­vígi Hauka og ÍBV fari í odda­leik. Það verður raunin ef Haukum tekst að vinna leik kvöldsins.

Hins vegar verður ÍBV Ís­lands­meistari með sigri í kvöld

Beint útsending frá ásvöllum hefst klukkan 18:20 á Stöð 2 Sport. Strax eftir leik tekur Seinni bylgjan við og fer yfir allt það markverðasta úr leiknum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×