Glamúr á Cannes en jarðbundnari týpur fyrir aftan bíótjaldið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. maí 2023 21:31 Stuttmynd Gunnar, Fár, fékk sérstök verðlaun frá dómnefndinni. Getty/Andreas Rentz Íslenska stuttmyndin Fár var í hópi þeirra sem var valin til að sýna í aðaldagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í ár. Hún fékk jafnframt sérstök verðlaun frá dómnefndinni. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar segir það mikla viðurkenningu og erfitt að átta sig á hvernig hann komst á þennan stað. Fjögur þúsund sóttust eftir því að fá stuttmyndir sínar sýndar í aðaldagskrá hátíðarinnar en aðeins ellefu fengu þann heiður. Þar á meðal Gunnur Martinsdóttir Schlüter með stuttmynd sína Fár. Gunnur er með gráðu í leikhúsleikstjórn og leggur nú stund á leiklistarnám við Listaháskóla Íslands. Hún var nýkomin til Brussel frá Cannes þegar fréttastofa náði af henni tali. „Ég veit ekki alveg hvort ég sé búin að ná utan um þetta almennilega. Þetta var og er frekar stórt og var líka mikil hátíð sem ég var að koma af,“ segir Gunnur. Stuttmyndin er byggð á atviki í lífi Gunnar. „Hún fjallar um konu sem er dálítið föst í ákveðnu formi. Formi sem þekkist í okkar samfélagi, línulegu og kassalaga formi og er aðeins farin að íhuga þennan kassa sem hún býr í.“ Myndin er aðeins fimm mínútna löng en fékk þó sérstök verðlaun á hátíðinni. Hún segir merkilegt að fá að vera á Cannes sem sé þekkt fyrir mikinn glamúr. Greinilegt sé þó að hátíðin sé svolítið tvískipt. „Annars vegar glamúrinn og hinn ytri heimur sem hátíðin býr svolítið til,“ segir Gunnur. Svo hafi hún mætt upp á skrifstofu hjá þeim sem sjá um stuttmyndaflokkinn. „Þá eru þetta bara jarðbundnir Frakkar sem hafa áhuga á kvikmyndum og reykja mjög mikið og eru alls ekki í fínni fötum en aðrir. Þá fann ég þegar ég steig inn á skrifstofuna að þetta er bara fólk sem hefur áhuga á kvikmyndalistinni.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Íslendingar erlendis Bíó og sjónvarp Cannes Tengdar fréttir Fár hlaut sérstaka viðurkenningu í Cannes Íslenska stuttmyndin Fár í leikstjórn Gunnar Martinsdóttur Schlüter hlaut í kvöld sérstaka viðurkenningu í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Cannes. 27. maí 2023 22:36 Íslenska stuttmyndin Fár valin á Cannes Íslenska stuttmyndin Fár eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter hefur verið valin á kvikmyndahátíðina í Cannes. Fár er ein af ellefu myndum sem keppa um Gullpálmann í stuttmyndaflokki hátíðarinnar sem fer fram dagana 16.-27. maí. 28. apríl 2023 10:48 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Fjögur þúsund sóttust eftir því að fá stuttmyndir sínar sýndar í aðaldagskrá hátíðarinnar en aðeins ellefu fengu þann heiður. Þar á meðal Gunnur Martinsdóttir Schlüter með stuttmynd sína Fár. Gunnur er með gráðu í leikhúsleikstjórn og leggur nú stund á leiklistarnám við Listaháskóla Íslands. Hún var nýkomin til Brussel frá Cannes þegar fréttastofa náði af henni tali. „Ég veit ekki alveg hvort ég sé búin að ná utan um þetta almennilega. Þetta var og er frekar stórt og var líka mikil hátíð sem ég var að koma af,“ segir Gunnur. Stuttmyndin er byggð á atviki í lífi Gunnar. „Hún fjallar um konu sem er dálítið föst í ákveðnu formi. Formi sem þekkist í okkar samfélagi, línulegu og kassalaga formi og er aðeins farin að íhuga þennan kassa sem hún býr í.“ Myndin er aðeins fimm mínútna löng en fékk þó sérstök verðlaun á hátíðinni. Hún segir merkilegt að fá að vera á Cannes sem sé þekkt fyrir mikinn glamúr. Greinilegt sé þó að hátíðin sé svolítið tvískipt. „Annars vegar glamúrinn og hinn ytri heimur sem hátíðin býr svolítið til,“ segir Gunnur. Svo hafi hún mætt upp á skrifstofu hjá þeim sem sjá um stuttmyndaflokkinn. „Þá eru þetta bara jarðbundnir Frakkar sem hafa áhuga á kvikmyndum og reykja mjög mikið og eru alls ekki í fínni fötum en aðrir. Þá fann ég þegar ég steig inn á skrifstofuna að þetta er bara fólk sem hefur áhuga á kvikmyndalistinni.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Íslendingar erlendis Bíó og sjónvarp Cannes Tengdar fréttir Fár hlaut sérstaka viðurkenningu í Cannes Íslenska stuttmyndin Fár í leikstjórn Gunnar Martinsdóttur Schlüter hlaut í kvöld sérstaka viðurkenningu í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Cannes. 27. maí 2023 22:36 Íslenska stuttmyndin Fár valin á Cannes Íslenska stuttmyndin Fár eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter hefur verið valin á kvikmyndahátíðina í Cannes. Fár er ein af ellefu myndum sem keppa um Gullpálmann í stuttmyndaflokki hátíðarinnar sem fer fram dagana 16.-27. maí. 28. apríl 2023 10:48 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Fár hlaut sérstaka viðurkenningu í Cannes Íslenska stuttmyndin Fár í leikstjórn Gunnar Martinsdóttur Schlüter hlaut í kvöld sérstaka viðurkenningu í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Cannes. 27. maí 2023 22:36
Íslenska stuttmyndin Fár valin á Cannes Íslenska stuttmyndin Fár eftir Gunni Martinsdóttur Schlüter hefur verið valin á kvikmyndahátíðina í Cannes. Fár er ein af ellefu myndum sem keppa um Gullpálmann í stuttmyndaflokki hátíðarinnar sem fer fram dagana 16.-27. maí. 28. apríl 2023 10:48
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp