„Lögðum upp með að halda hreinu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. maí 2023 22:30 Sigurður Ragnar var sáttur með stigið gegn Blikum. Vísir/Diego Keflavík gerði markalaust jafntefli við Breiðablik í Bestu-deild karla í knattspyrnu fyrr í kvöld. Liðið hefur nú haldið marki sínu hreinu tvo leiki í röð og tekist að klífa upp úr botnsæti deildarinnar. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með frammistöðu sinna manna. „Við spiluðum mjög góðan varnarleik og lögðum upp með að halda hreinu, væri bónus ef við fengjum meira en það. Við fengum okkar sénsa og þeir sína en heilt yfir var þetta mjög góð frammistaða fannst mér hjá Keflavíkurliðinu.“ Keflavík spilaði þéttan varnarleik og höfðu það að markmiði, eins og Sigurður segir, að halda marki sínu hreinu, allt annað væri bónus. Þeir fengu þó tækifæri til þess að skora mark undir lok leiksins. „Ég veit ekki hvort það hefði verið endilega sanngjarnt, Blikarnir voru mikið meira með boltann og þeir sköpuðu sér líka allavega eitt dauðafæri en jú, Jói [Jóhann Þór Arnarsson] hefði getað sett hann. En leikplanið okkar gekk vel upp; góður varnarleikur, góðar skyndisóknir, fengum okkar sénsa en við þurfum að taka þá“ Mikil meiðsli hafa hrjáð liðið á þessu tímabili og enn vantar lykilmenn í margar stöður. Það er þjálfaranum ánægjuefni að mennirnir sem koma inn í þeirra stað séu að standa sig. „Það vantar marga hjá okkur en þeir sem spiluðu í dag þeir stóðu sig virkilega vel.“ Keflavík eiga næst leik gegn Fram. Það er nokkuð ljóst að varnarleikinn þarf ekki að skerpa en sóknarlína liðsins hefur ekki skilað af sér nógu mörgum mörkum. „Auðvitað viljum við skora fleiri mörk og skapa okkur fleiri færi. Við endurheimtum vonandi eitthvað af þessum mönnum sem eru meiddir núna fyrir þann leik... Við þurfum bara að byggja ofan á þetta, halda stöðugleika og safna stigum, það telur, þetta eru sterk lið sem við spilum við í síðustu tveimur leikjum og gott að halda hreinu á móti þeim báðum.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með frammistöðu sinna manna. „Við spiluðum mjög góðan varnarleik og lögðum upp með að halda hreinu, væri bónus ef við fengjum meira en það. Við fengum okkar sénsa og þeir sína en heilt yfir var þetta mjög góð frammistaða fannst mér hjá Keflavíkurliðinu.“ Keflavík spilaði þéttan varnarleik og höfðu það að markmiði, eins og Sigurður segir, að halda marki sínu hreinu, allt annað væri bónus. Þeir fengu þó tækifæri til þess að skora mark undir lok leiksins. „Ég veit ekki hvort það hefði verið endilega sanngjarnt, Blikarnir voru mikið meira með boltann og þeir sköpuðu sér líka allavega eitt dauðafæri en jú, Jói [Jóhann Þór Arnarsson] hefði getað sett hann. En leikplanið okkar gekk vel upp; góður varnarleikur, góðar skyndisóknir, fengum okkar sénsa en við þurfum að taka þá“ Mikil meiðsli hafa hrjáð liðið á þessu tímabili og enn vantar lykilmenn í margar stöður. Það er þjálfaranum ánægjuefni að mennirnir sem koma inn í þeirra stað séu að standa sig. „Það vantar marga hjá okkur en þeir sem spiluðu í dag þeir stóðu sig virkilega vel.“ Keflavík eiga næst leik gegn Fram. Það er nokkuð ljóst að varnarleikinn þarf ekki að skerpa en sóknarlína liðsins hefur ekki skilað af sér nógu mörgum mörkum. „Auðvitað viljum við skora fleiri mörk og skapa okkur fleiri færi. Við endurheimtum vonandi eitthvað af þessum mönnum sem eru meiddir núna fyrir þann leik... Við þurfum bara að byggja ofan á þetta, halda stöðugleika og safna stigum, það telur, þetta eru sterk lið sem við spilum við í síðustu tveimur leikjum og gott að halda hreinu á móti þeim báðum.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn