Til hamingju Austurland! María Ósk Kristmundsdóttir skrifar 30. maí 2023 13:30 Til hamingju með stofnun FKA Austurland. Takk nýkjörin stjórn og forsvarskonur FKA Austurland fyrir hugrekkið og kraftinn. Við höfum lengi beðið eftir þessari stund og ekki að ástæðulausu því hér á Austurlandi er verk að vinna. Miðað við nýjustu tölur um tekjur eftir sveitarfélögum frá árinu 2021 eru konur í Múlaþingi með 75% af launum karla og í Fjarðabyggð 63% af launum karla, sem er jafnframt lægsta hlutfall sveitarfélaga á landinu. Á landsvísu er sama hlutfall um 82% og í Reykjavík 86%. Samkvæmt nýjustu skýrslu World Economic Forum erum við á Íslandi skást í heimi þegar kemur að jafnrétti kynjanna en á landsvísu eru sveitarfélögin á Austurlandi eftirbátar annarra. Enn er líka langt í land þegar kemur að jafnrétti í stjórnum, bæði varðandi hlufall kvenna á meðal stjórnarmanna og stjórnarformanna. Hvað veldur þessu gapandi ójafnrétti, bæði þegar kemur að tekjum og völdum kvenna? Eru konur einfaldlega ekki tilbúnar til forsystu, ekki leiðtogar í eðli sínu? Skoðum fyrst hvað það er sem einkennir góða leiðtoga. Í mínum huga er það fyrst og fremst að leggja rækt að fólkinu í kringum sig, að lifa eftir gildum sínum og af heilindum. Leiðtogar hafa ennfremur skýra framtíðarsýn og markmið og hafa þau áhrif að annað fólk fylkir sér að baki þeim markmiðum. Sannir leiðtogar efla samvinnu, samráð og samstarf til að ná settu marki og setja á fót skipulag, kerfi, hefðir og venjur til að ná þeim árangri sem stefnt er að. Í mínum huga eru einkenni góðra leiðtoga að finna í hverri einustu konu. Þá gildir einu hvort hún tekst á við þær hindranir sem fylgja því að lifa sem kona í þessu samfélagi eða þær áskoranir sem fylgja því að vera í forystu á heimilum, í stórfjölskyldum, félagasamtökum, opinberum stofnunum og fyrirtækjum. Raunin er sú að nægt framboð er af kvenleiðtogum, konur eru ekki vandamálið. Vandamálið felst hinsvegar í að við lifum í samfélagi sem er enn kynjaskipt í hlutverkum kvenna og karla. Þetta kynjakerfi birtsist í versta falli í kynbundnu ofbeldi og áreitni en einnig í óheilbrigðri og skaðlegri áherslu á útlit og líkama kvenna. Konur bera meiri ábyrgð inni á heimilum, hvort sem um ræðir húshald, eða umönnun barna, öryrkja og aldraðra. Þegar kemur að ráðningum er körlum oftar hyglt í gegnum óformleg ráðningarferli og konur eru mældar á öðrum mælistikum en karlar. Þessi samfélagsgerð er ekki sýnileg þegar við horfum á yfirborðið enda erum við ómeðvituð um flest þessara viðhorfa og hefða. Það er hlutverk samtaka eins og FKA Austurlands að vekja okkur öll til meðvitundar um vandamálið og að vekja athygli á óréttlætinu. Við þurfum saman að búa til nýtt kerfi sem hyglir ekki einum hópi fram yfir annan, heldur gefur öllum jöfn tækifæri óháð, kyni, kynhneigð, uppruna, aldri, fötlunum og fjárhagsstöðu. FKA Austurland, veitir aukin kraft og nýjan vettvang í baráttunni fyrir jafnrétti á Austurlandi. Til hamingju Austurland. Höfundur er þekkingastjóri hjá Alcoa og stofnmeðlimur FKA Austurland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Til hamingju með stofnun FKA Austurland. Takk nýkjörin stjórn og forsvarskonur FKA Austurland fyrir hugrekkið og kraftinn. Við höfum lengi beðið eftir þessari stund og ekki að ástæðulausu því hér á Austurlandi er verk að vinna. Miðað við nýjustu tölur um tekjur eftir sveitarfélögum frá árinu 2021 eru konur í Múlaþingi með 75% af launum karla og í Fjarðabyggð 63% af launum karla, sem er jafnframt lægsta hlutfall sveitarfélaga á landinu. Á landsvísu er sama hlutfall um 82% og í Reykjavík 86%. Samkvæmt nýjustu skýrslu World Economic Forum erum við á Íslandi skást í heimi þegar kemur að jafnrétti kynjanna en á landsvísu eru sveitarfélögin á Austurlandi eftirbátar annarra. Enn er líka langt í land þegar kemur að jafnrétti í stjórnum, bæði varðandi hlufall kvenna á meðal stjórnarmanna og stjórnarformanna. Hvað veldur þessu gapandi ójafnrétti, bæði þegar kemur að tekjum og völdum kvenna? Eru konur einfaldlega ekki tilbúnar til forsystu, ekki leiðtogar í eðli sínu? Skoðum fyrst hvað það er sem einkennir góða leiðtoga. Í mínum huga er það fyrst og fremst að leggja rækt að fólkinu í kringum sig, að lifa eftir gildum sínum og af heilindum. Leiðtogar hafa ennfremur skýra framtíðarsýn og markmið og hafa þau áhrif að annað fólk fylkir sér að baki þeim markmiðum. Sannir leiðtogar efla samvinnu, samráð og samstarf til að ná settu marki og setja á fót skipulag, kerfi, hefðir og venjur til að ná þeim árangri sem stefnt er að. Í mínum huga eru einkenni góðra leiðtoga að finna í hverri einustu konu. Þá gildir einu hvort hún tekst á við þær hindranir sem fylgja því að lifa sem kona í þessu samfélagi eða þær áskoranir sem fylgja því að vera í forystu á heimilum, í stórfjölskyldum, félagasamtökum, opinberum stofnunum og fyrirtækjum. Raunin er sú að nægt framboð er af kvenleiðtogum, konur eru ekki vandamálið. Vandamálið felst hinsvegar í að við lifum í samfélagi sem er enn kynjaskipt í hlutverkum kvenna og karla. Þetta kynjakerfi birtsist í versta falli í kynbundnu ofbeldi og áreitni en einnig í óheilbrigðri og skaðlegri áherslu á útlit og líkama kvenna. Konur bera meiri ábyrgð inni á heimilum, hvort sem um ræðir húshald, eða umönnun barna, öryrkja og aldraðra. Þegar kemur að ráðningum er körlum oftar hyglt í gegnum óformleg ráðningarferli og konur eru mældar á öðrum mælistikum en karlar. Þessi samfélagsgerð er ekki sýnileg þegar við horfum á yfirborðið enda erum við ómeðvituð um flest þessara viðhorfa og hefða. Það er hlutverk samtaka eins og FKA Austurlands að vekja okkur öll til meðvitundar um vandamálið og að vekja athygli á óréttlætinu. Við þurfum saman að búa til nýtt kerfi sem hyglir ekki einum hópi fram yfir annan, heldur gefur öllum jöfn tækifæri óháð, kyni, kynhneigð, uppruna, aldri, fötlunum og fjárhagsstöðu. FKA Austurland, veitir aukin kraft og nýjan vettvang í baráttunni fyrir jafnrétti á Austurlandi. Til hamingju Austurland. Höfundur er þekkingastjóri hjá Alcoa og stofnmeðlimur FKA Austurland.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun