Flutti austur á land vegna góða veðursins Máni Snær Þorláksson skrifar 30. maí 2023 17:09 Snædís Snorradóttir býr nú á Austurlandi en þar var sumarsól og blíða í dag. Instagram Snædís Snorradóttir, verkefnastjóri kynningarmála hjá Múlaþingi, segir að hún hafi ákveðið að flytja austur á land eftir að hafa upplifað góða veðrið þar fyrir tveimur árum síðan. Hún flutti til Egilsstaða með fjölskylduna sína um sumarið í fyrra og sér ekki eftir því, sérstaklega ekki í góða veðrinu sem er þar í dag. Heiðskýrt og sautján stiga hiti er því miður ekki veðurspá sem er nógu algeng hér á landi. Það er þó raunin á Egilsstöðum í dag. Á Austurlandi virðist svipaðar spár verða sífellt algengari um sumartímann og er einmitt spáð frábæru veðri þar á morgun. „Ég get nú alveg sagt þér það að það er svo heitt hérna inni á skrifstofu hjá mér að ég ætlaði að fara út að kæla mig en það gekk ekki. Það má eiginlega segja að við höfum bara farið úr dúnúlpunni og í stuttbuxurnar, þetta gerðist bara einn, tveir og þrír,“ segir Snædís í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Nokkuð háum hita er spáð fyrir austan á næstu dögum þó svo að það eigi ekki að vera heiðskýrt alla dagana. Snædís bendir þó á að það er spáð tuttugu og eins gráðu hita í næstu viku. „Tölurnar eru gríðarlega háar, það er meira að segja búið að vera það þurrt hérna hjá okkur að í gær var svolítið svona sandmistur yfir öllu. Það er ekki búið að rigna svo lengi að það er bara kominn þurrkur í lok maí, það er óvanalegt.“ Snædís segist einmitt hafa tekið ákvörðun um að flytja austur á land eftir að hafa verið þar í góða veðrinu. „Sumarið 2021, ógleymanlegt sólarsumar hérna á Austfjörðum, það var í rauninni kveikurinn að því að ég ákvað að flytja bara hreinlega til Egilsstaða,“ segir hún. „Ég er fædd og uppalin í Reykjavík en ég flutti síðasta sumar með fjölskylduna og allt austur til þess að auka lífsgæðin og njóta veðurblíðunnar, hvort sem það væri á sumrin og veturnar. Því við erum með snjóinn á veturnar og sólina á sumrin, mér finnst eiginlega að þannig eigi það að vera.“ Veður Múlaþing Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
Heiðskýrt og sautján stiga hiti er því miður ekki veðurspá sem er nógu algeng hér á landi. Það er þó raunin á Egilsstöðum í dag. Á Austurlandi virðist svipaðar spár verða sífellt algengari um sumartímann og er einmitt spáð frábæru veðri þar á morgun. „Ég get nú alveg sagt þér það að það er svo heitt hérna inni á skrifstofu hjá mér að ég ætlaði að fara út að kæla mig en það gekk ekki. Það má eiginlega segja að við höfum bara farið úr dúnúlpunni og í stuttbuxurnar, þetta gerðist bara einn, tveir og þrír,“ segir Snædís í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Nokkuð háum hita er spáð fyrir austan á næstu dögum þó svo að það eigi ekki að vera heiðskýrt alla dagana. Snædís bendir þó á að það er spáð tuttugu og eins gráðu hita í næstu viku. „Tölurnar eru gríðarlega háar, það er meira að segja búið að vera það þurrt hérna hjá okkur að í gær var svolítið svona sandmistur yfir öllu. Það er ekki búið að rigna svo lengi að það er bara kominn þurrkur í lok maí, það er óvanalegt.“ Snædís segist einmitt hafa tekið ákvörðun um að flytja austur á land eftir að hafa verið þar í góða veðrinu. „Sumarið 2021, ógleymanlegt sólarsumar hérna á Austfjörðum, það var í rauninni kveikurinn að því að ég ákvað að flytja bara hreinlega til Egilsstaða,“ segir hún. „Ég er fædd og uppalin í Reykjavík en ég flutti síðasta sumar með fjölskylduna og allt austur til þess að auka lífsgæðin og njóta veðurblíðunnar, hvort sem það væri á sumrin og veturnar. Því við erum með snjóinn á veturnar og sólina á sumrin, mér finnst eiginlega að þannig eigi það að vera.“
Veður Múlaþing Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira