Hér eru sannarlega tveir heimar að mætast en ekki liggur fyrir hvar þau Lukaku og Megan kynntust. Í slúðurblöðum hafa birst myndir af þeim tveimur í brúðkaupi Martinez, sem er liðsfélagi Lukaku hjá Inter Milan.
Bæði hafa þau skrifað undir umboðssamnning við umboðsskrifstofu Jay Z, Roc Nation. Megan sást einnig á leik hjá Inter Milan 30. apríl síðastliðinn.
Nú virðist hiti hafa færst í leikinn. Megan hefur eytt myndum sínum á Instagram af fyrrverandi kærasta hennar, rapparanum Pardison Fontaine.
Megan Thee Stallion and footballer Romelu Lukaku spotted holding hands at Lautaro Martinez’s wedding. pic.twitter.com/JSzCSM6gnB
— Pop Base (@PopBase) May 30, 2023
Brúðkaup Martinez var haldið á fimm stjörnu hóteli við Como-vatn á Ítalíu, sem virðist vinsæll brúðkaupsstaður meðal fótboltakappa. Þar hélt Gylfi Þór Sigurðsson einmitt brúðkaup hans og Alexöndru Helgu Ívarsdóttir sumarið 2019.
📸| Romelu Lukaku and Megan Thee Stallion we're spotted together at Lautaro Martínez's wedding 👀 pic.twitter.com/crWbMwj27c
— CentreGoals. (@centregoals) May 29, 2023
Þeir liðsfélagar Marinez og Lukaku hafa átt farsælt samband inni á vellinum og mæta Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildarainnar þann 10. júní næstkomandi. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.
Mikið var fjallað um Megan í lok síðasta árs þegar þá náinn vinur hennar, Tory Lanez, var sakfelldur fyrir að skjóta hana í fótinn árið 2020. Það gerðist að loknu sundlaugarpartýi fyrirsætunnar Kylie Jenner í Hollywood Hills.