Ég er bókaþjófur Þórhallur Gunnarsson skrifar 31. maí 2023 08:00 Fyrir nokkuð mörgum árum stundaði ég samviskulaust bókaþjófnað. Ég var góðvinur bóksölu Máls og menningar á Laugavegi og þegar enginn sá til renndi ég bók undir úlpuna og labbaði flóttalega út úr búðinni. Leiðin lá í nálæga fornbókaverslun þar sem eigandinn sem keypti bókina af mér á hálfvirði. Þessi glæpaferill minn stóð ekki lengi, ég var gripinn með bók Halldórs Laxness, Seiseijú, mikil ósköp í þriðju ránsferðinni. Ég gleymi ekki vonbrigðasvipnum á mömmu þegar upp um mig komst og hét því að stela aldrei aftur. Ég fæ ennþá sting í magann þegar ég kem í húsnæði þessarar bókabúðar og það sem meira er… ég gæti ekki hugsað mér að lesa þessa bók Laxness. Ég var þrettán ára þegar þetta átti sér stað og afbrotaferlinum lauk snarlega. Í vikunni var áhugavert viðtal við mann á miðjum aldri á Vísi. Hann lýsir því stoltur hvernig hann selur aðgang að íslensku sjónvarpsefni með ólöglegum hætti. Hann segist gera þetta af manngæsku og eingöngu til að hjálpa gamla fólkinu á Spáni. Fyrir góðmennskuna tekur hann háar fjárhæðir en gleymir að segja gamla fólkinu að þau geti auðveldlega án hans milligöngu fengið aðgang að íslenskum sjónvarpsstöðvum þótt þau búi erlendis. RÚV fá þau í gegnum nefskatt og auðvelt er að fá aðgang að Stöð 2, Stöð 2+, Stöð 2 Sport og Sjónvarpi Símans. Þau þurfa aðeins að taka myndlykilinn með sér til Spánar eða sækja app þessara miðla sem tekur 2 mínútur. Margir Íslendingar hafa státað sig af þjófnaði á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í gegnum tíðina og finnst þeir svolítið snjallir að komast yfir þetta efni á þess að greiða fyrir það. Þessir aðilar velta ekki fyrir sér frekar en þrettán ára bókaþjófurinn að með þessu ertu að skerða tekjur þeirra sem skapa efnið. Ég sé lítinn mun á því að stela bók sem kostar 5000 kr. í bókaverslun eða stela t.d. áskrift að Stöð 2+ sem er á sama verði. Í gær bárust fréttir af þungum fangelsisdómum í Bretlandi og umfangsmikilli lögregluaðgerð í Hollandi með stuðningi Interpol vegna sölu fullorðinna manna á illa fengnu sjónvarpsefni. Ósanngjörn niðurstaða fyrir fórnfúsa vini eldri borgara? Ég veit það ekki. En hitt veit ég að sem fyrrverandi bókaþjófur á Íslandi þá dauðskammast ég mín enn niður í tær. Vonandi finna þeir sem stunda þjófnað á kvikmyndum og sjónvarpsefni í það minnsta til smá sektarkenndar. Höfundur er framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkuð mörgum árum stundaði ég samviskulaust bókaþjófnað. Ég var góðvinur bóksölu Máls og menningar á Laugavegi og þegar enginn sá til renndi ég bók undir úlpuna og labbaði flóttalega út úr búðinni. Leiðin lá í nálæga fornbókaverslun þar sem eigandinn sem keypti bókina af mér á hálfvirði. Þessi glæpaferill minn stóð ekki lengi, ég var gripinn með bók Halldórs Laxness, Seiseijú, mikil ósköp í þriðju ránsferðinni. Ég gleymi ekki vonbrigðasvipnum á mömmu þegar upp um mig komst og hét því að stela aldrei aftur. Ég fæ ennþá sting í magann þegar ég kem í húsnæði þessarar bókabúðar og það sem meira er… ég gæti ekki hugsað mér að lesa þessa bók Laxness. Ég var þrettán ára þegar þetta átti sér stað og afbrotaferlinum lauk snarlega. Í vikunni var áhugavert viðtal við mann á miðjum aldri á Vísi. Hann lýsir því stoltur hvernig hann selur aðgang að íslensku sjónvarpsefni með ólöglegum hætti. Hann segist gera þetta af manngæsku og eingöngu til að hjálpa gamla fólkinu á Spáni. Fyrir góðmennskuna tekur hann háar fjárhæðir en gleymir að segja gamla fólkinu að þau geti auðveldlega án hans milligöngu fengið aðgang að íslenskum sjónvarpsstöðvum þótt þau búi erlendis. RÚV fá þau í gegnum nefskatt og auðvelt er að fá aðgang að Stöð 2, Stöð 2+, Stöð 2 Sport og Sjónvarpi Símans. Þau þurfa aðeins að taka myndlykilinn með sér til Spánar eða sækja app þessara miðla sem tekur 2 mínútur. Margir Íslendingar hafa státað sig af þjófnaði á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í gegnum tíðina og finnst þeir svolítið snjallir að komast yfir þetta efni á þess að greiða fyrir það. Þessir aðilar velta ekki fyrir sér frekar en þrettán ára bókaþjófurinn að með þessu ertu að skerða tekjur þeirra sem skapa efnið. Ég sé lítinn mun á því að stela bók sem kostar 5000 kr. í bókaverslun eða stela t.d. áskrift að Stöð 2+ sem er á sama verði. Í gær bárust fréttir af þungum fangelsisdómum í Bretlandi og umfangsmikilli lögregluaðgerð í Hollandi með stuðningi Interpol vegna sölu fullorðinna manna á illa fengnu sjónvarpsefni. Ósanngjörn niðurstaða fyrir fórnfúsa vini eldri borgara? Ég veit það ekki. En hitt veit ég að sem fyrrverandi bókaþjófur á Íslandi þá dauðskammast ég mín enn niður í tær. Vonandi finna þeir sem stunda þjófnað á kvikmyndum og sjónvarpsefni í það minnsta til smá sektarkenndar. Höfundur er framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun