Rúnar Kára sjö mörkum frá meti Duranona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2023 12:30 Rúnar Kárason hefur skorað yfir níu mörk að meðaltali í leik í úrslitaeinvíginu til þessa. Haldi hann því þá mun hann slá markametið. Vísir/Anton Brink Rúnar Kárason er langmarkahæsti leikmaðurinn í úrslitaeinvíginu í Olís deild karla í handbolta en Eyjamaðurinn hefur skorað ellefu mörkum meira en næstu maður. Rúnar er kominn með 37 mörk í fyrstu fjórum leikjunum sem gera 9,3 mörk að meðaltali í leik. Hann hefur aðeins skorað fimm markanna af vítalínunni. Rúnar skoraði mest þrettán mörk í leik og ellefu mörk í leik tvö. Hann skoraði sex mörk í fyrsta leiknum og sjö mörk í síðasta leik. Rúnar er þegar kominn í hóp þeirra leikmanna sem hafa skorað flest mörk í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn síðan að úrslitakeppnin var tekin upp árið 1992. Metið er í eigu Róberts Julians Duranona sem skoraði 44 mörk í úrslitaeinvígi KA á móti Val árið 1996. Duranona lék þá fjóra leiki og var því 11,0 mörk að meðaltali í leik. Hann skoraði 11 mörk eða meira í þremur af fjórum leikjum sínum en nítján af mörkum hans komu af vítalínunni. Rúnar er því sjö mörkum frá því að jafna met Duranona og átta mörkum frá því að eiga það einn hér eftir. Sigurbergur Sveinsson var nálægt því að jafna metið í úrslitaeinvíginu 2010 þegar hann skoraði 43 mörk í fimm leikjum. Sigurbergur skoraði sex mörk í oddaleiknum þar sem Haukarnir tryggðu sér titilinn. Valdimar Grímsson átti metið áður en Róbert Julian Duranona tók það af honum fyrir 27 árum síðan. Valdimar varð sá fyrsti til að skora yfir fjörutíu mörk í einu úrslitaeinvígi með KA á móti Val í úrslitaeinvíginu árið 1995. Hér fyrir neðan má sjá þá sem hafa skorað flest mörk í einu úrslitaeinvígi. Oddaleikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður að sjálfsögðu sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun frá Eyjum hefst klukkan 18.00 og það verður mikið um dýrðir enda verður húsið troðfullt og mikill áhugi á leiknum. Flest mörk í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitlinn í handbolta karla: 44 - Róbert Julian Duranona, KA 1996 43 - Sigurbergur Sveinsson, Haukum 2010 42 - Valdimar Grímsson, KA 1995 39 - Halldór Jóhann Sigfússon, KA 2002 39 - Adam Haukur Baumruk, Haukum 2016 38 - Róbert Julian Duranona, KA 1997 37 - Rúnar Kárason, ÍBV 2023 36 - Mikk Pinnonen, Aftureldingu 2016 35 - Arnór Þór Gunnarsson, Val 2010 34 - Guðjón Valur Sigurðsson, KA 2001 34 - Sigurbergur Sveinsson, Haukum 2014 34 - Hákon Daði Styrmisson, Haukum 2016 33 - Sigurður Valur Sveinsson, Selfossi 1992 33 - Valdimar Grímsson, Val 1993 33 - Halldór Jóhann Sigfússon, KA 2001 33 - Agnar Smári Jónsson, ÍBV 2014 Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Rúnar er kominn með 37 mörk í fyrstu fjórum leikjunum sem gera 9,3 mörk að meðaltali í leik. Hann hefur aðeins skorað fimm markanna af vítalínunni. Rúnar skoraði mest þrettán mörk í leik og ellefu mörk í leik tvö. Hann skoraði sex mörk í fyrsta leiknum og sjö mörk í síðasta leik. Rúnar er þegar kominn í hóp þeirra leikmanna sem hafa skorað flest mörk í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn síðan að úrslitakeppnin var tekin upp árið 1992. Metið er í eigu Róberts Julians Duranona sem skoraði 44 mörk í úrslitaeinvígi KA á móti Val árið 1996. Duranona lék þá fjóra leiki og var því 11,0 mörk að meðaltali í leik. Hann skoraði 11 mörk eða meira í þremur af fjórum leikjum sínum en nítján af mörkum hans komu af vítalínunni. Rúnar er því sjö mörkum frá því að jafna met Duranona og átta mörkum frá því að eiga það einn hér eftir. Sigurbergur Sveinsson var nálægt því að jafna metið í úrslitaeinvíginu 2010 þegar hann skoraði 43 mörk í fimm leikjum. Sigurbergur skoraði sex mörk í oddaleiknum þar sem Haukarnir tryggðu sér titilinn. Valdimar Grímsson átti metið áður en Róbert Julian Duranona tók það af honum fyrir 27 árum síðan. Valdimar varð sá fyrsti til að skora yfir fjörutíu mörk í einu úrslitaeinvígi með KA á móti Val í úrslitaeinvíginu árið 1995. Hér fyrir neðan má sjá þá sem hafa skorað flest mörk í einu úrslitaeinvígi. Oddaleikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður að sjálfsögðu sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun frá Eyjum hefst klukkan 18.00 og það verður mikið um dýrðir enda verður húsið troðfullt og mikill áhugi á leiknum. Flest mörk í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitlinn í handbolta karla: 44 - Róbert Julian Duranona, KA 1996 43 - Sigurbergur Sveinsson, Haukum 2010 42 - Valdimar Grímsson, KA 1995 39 - Halldór Jóhann Sigfússon, KA 2002 39 - Adam Haukur Baumruk, Haukum 2016 38 - Róbert Julian Duranona, KA 1997 37 - Rúnar Kárason, ÍBV 2023 36 - Mikk Pinnonen, Aftureldingu 2016 35 - Arnór Þór Gunnarsson, Val 2010 34 - Guðjón Valur Sigurðsson, KA 2001 34 - Sigurbergur Sveinsson, Haukum 2014 34 - Hákon Daði Styrmisson, Haukum 2016 33 - Sigurður Valur Sveinsson, Selfossi 1992 33 - Valdimar Grímsson, Val 1993 33 - Halldór Jóhann Sigfússon, KA 2001 33 - Agnar Smári Jónsson, ÍBV 2014
Flest mörk í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitlinn í handbolta karla: 44 - Róbert Julian Duranona, KA 1996 43 - Sigurbergur Sveinsson, Haukum 2010 42 - Valdimar Grímsson, KA 1995 39 - Halldór Jóhann Sigfússon, KA 2002 39 - Adam Haukur Baumruk, Haukum 2016 38 - Róbert Julian Duranona, KA 1997 37 - Rúnar Kárason, ÍBV 2023 36 - Mikk Pinnonen, Aftureldingu 2016 35 - Arnór Þór Gunnarsson, Val 2010 34 - Guðjón Valur Sigurðsson, KA 2001 34 - Sigurbergur Sveinsson, Haukum 2014 34 - Hákon Daði Styrmisson, Haukum 2016 33 - Sigurður Valur Sveinsson, Selfossi 1992 33 - Valdimar Grímsson, Val 1993 33 - Halldór Jóhann Sigfússon, KA 2001 33 - Agnar Smári Jónsson, ÍBV 2014
Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira