Tólf sinnum skrifað upp á ormalyf gegn Covid-19 Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2023 07:00 Ivermectin Medical Valley var fyrsta ivermectin-lyfið sem fékk markaðsleyfi á Íslandi árið 2021. Síðan þá hefur að minnsta kosti tæplega ein af hverjum tíu ávísunum á það verið vegna Covid-19 jafnvel þó að ekkert bendi til þess að lyfið gagnist gegn sjúkdómnum. Vísir/Vilhelm Læknar hafa tólf sinnum skrifað upp á lyf sem er ætlað gegn þráðormum í mönnum gegn Covid-19 frá því að heimsfaraldur kórónuveirunnar hófst árið 2020. Ávísanirnar kunna að hafa verið fleiri þar sem upplýsingar skortir um ástæður þess að vísað var á lyfið og innflutning einstaklinga. Fljótlega eftir að kórónuveiruheimsfaraldurinn hófst snemma árs 2020 og heimsbyggðin leitaði í örvæntingu að meðferð við Covid-19 bárust fregnir af því að lyfið ivermectin dræpi veiruna í ræktunarskál á tilraunastofu. Þrátt fyrir að framhaldsrannsóknir leiddu ekki í ljós að ivermectin hefði nokkra virkni gegn Covid-19 hömpuðu efasemdamenn um faraldurinn og bóluefnin, sem komu síðar fram, lyfinu sem fyrirbyggjandi meðferð við veikinni. Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins var á meðal þeirra sem mærðu lyfið sem vörn gegn Covid-19 hér á landi. Sums staðar erlendis voru jafnvel brögð að því að fólk neytti ivermectin-lyfja sem eru ætluð hestum. Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna sá meðal annars ástæðu til þess að gefa út sérstaka viðvörun á samfélagsmiðlum um að þau væru ekki ætluð mönnum. Ein af hverjum tíu ávísunum vegna Covid-19 Aðeins eitt lyf fyrir menn sem inniheldur virka efnið ivermectin og er á töfluformi er með markaðsleyfi á Íslandi, Ivermectin Medical Valley sem heildsalan Parlogis flytur inn. Lyfið fékk markaðsleyfi hér á landi 1. október árið 2021. Í fylgiseðli þess er það sagt notað gegn sýkingum af völdum ákveðinna sníkjudýra. Fyrsta árið voru 88 pakkningar af lyfinu seldar frá heildsölunni. Þær voru 155 í fyrra og 112 fyrstu þrjá mánuði þessa árs samkvæmt tölum Lyfjastofnunar. Sá fyrirvari er á tölum stofnunarinnar að þær séu heildsölutölur og ekki sé víst að þær séu þær sömu og tölur um ávísaðar pakkningar. Frá því að Ivermectin Medical Valley fékk markaðsleyfi hafa að minnsta kosti 9,5 prósent af ávísunum á lyfið verið vegna Covid-19, tíu af 105 samkvæmt tölum embættis landlæknis. Í sautján tilfellum hefur verið vísað á lyfið án ábendingar um notkun. Tæpur helmingur ávísananna var vegna kláðamaurs, ætlaðrar notkunar lyfsins. Hafnað um undanþágu fyrir tveimur árum Vísað hefur verið á tvö önnur lyf sem innihalda ivermectin en eru ekki skráð á Íslandi frá 2018. Hægt er að fá lyf sem eru ekki skráð með undanþágu frá Lyfjastofnun. Þetta eru lyfin Ivermectin og Stromectol. Undaþágur fengust meðal annars fyrir ávísunum vegna húðsýkinga og kláðamaurs þegar önnur lyfjameðferð bar ekki árangur, að því er segir á vefsíðu Lyfjastofnunar. Tvisvar var skrifað upp á Ivermectin sérstaklega gegn Covid-19 frá 2020 til 2021. Í átta skiptum af 33 voru engar upplýsingar um ábendingu. Í ríflega helmingi tilfella var skrifað upp á Ivermectin gegn kláðamaur. Aldrei var skrifað sérstaklega upp á Stromectol gegn Covid-19 en hins vegar vantaði upplýsingar um ábendingu í tuttugu af þeim 28 skiptum sem skrifað var upp á það á árunum 2018 til 2021. Frá 2020 var skrifað átta sinnum upp á Stromectol. Lyfjastofnun bendir á í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að fjöldi ávísana gefi ekki endilega rétta mynd af notkun lyfs þar sem ávísun leiði ekki alltaf til afgreiðslu lyfs. Þannig gætu læknar hafa sótt um undanþágu fyrir notkun lyfs án þess að fá það samþykkt eða afgreitt. Stofnunin synjaði lækni um undanþáguheimild til þess að vísa sjúklingi á Ivermectin árið 2021. Vísaði hún til neikvæðrar umsagnar sóttvarnalæknis og lækna á smitsjúkdómadeild Landspítala. Læknirinn kærði ákvörðunina til heilbrigðisráðuneytisins sem staðfesti hana. Niðurstaða ráðuneytisins var að læknirinn hefði ekki vísað til neinna áreiðanlegra gagna máli síni til stuðnings. Hafa ekki upplýsingar um innflutning einstaklinga Samtals hefur þannig verið skrifað tólf sinnum upp á ivermectin-lyf sérstaklega vegna Covid-19 frá 2020 til dagsins í dag. Það eru rúm átta prósent ávísananna á tímabilinu. Engar upplýsingar voru um ábendingu um notkun í 45 tilvikum þegar vísað var á lyfin þrjú, meira en fjórðung ávísananna á árunum 2018 til 2023. Samkvæmt upplýsingum embættis landslæknis var ekki skylda að fylla út ábendingu um notkun í rafrænni lyfjaávísanagátt fyrr en í fyrra. Lyfseðlar sem eru gefnir út á pappír eru yfirleitt ekki með ábendingu um notkun. Notkun á ivermectin gegn Covid-19 gæti verið enn meiri á Íslandi í ljósi þess Lyfjastofnun hefur ekki yfirsýn yfir hversu mikið einstaklingar kunna að hafa flutt inn með sér til einkanota af lyfjum sem innihalda virka efnið. Erna Milunka Kojic, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.Vísir/Arnar Á ekki að gefa ivermectin gegn Covid-19 Vandinn við ivermectin er að góðar rannsóknir hafa ekki sýnt fram á það hafi áhrif á Covid-19, að sögn Ernu Milunka Kojic, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Þegar faraldurinn blossaði fyrst upp var veiran ný og menn vissu ekki hvað virkaði og hvað ekki. Ýmislegt var þá reynt sem virkaði ekki, þar á meðal ivermectin. „Núna vitum við betur. Það virkar bara hreinlega ekki og það á ekki að gefa þetta fyrir Covid,“ segir hún við Vísi. Þrátt fyrir að einhverjar vísbendingar hafi sést um að lyfið kynni að hafa einhvers konar andveiruáhrif í tilraunaglasi á rannsóknarstofu þá hafi það verið í skömmtum sem væru ekki mögulegir í mönnum. Þrátt fyrir þetta segir Erna að ákveðinn hópur fólks hafi óbilandi trú á gagnsemi ivermectin gegn Covid-19 og haldi því enn á lofti. „Það er erfitt að segja til um hvað vakir fyrir þeim sem skrifa upp á þetta en staðreyndin er að í rannsóknum sem eru vel uppsettar og gerðar hefur þetta lyf ekki áhrif á veiruna. Satt að segja skil ég ekki almennilega af hverju fólk væri að gefa út lyf sem ekki virkar,“ segir Erna. Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Fljótlega eftir að kórónuveiruheimsfaraldurinn hófst snemma árs 2020 og heimsbyggðin leitaði í örvæntingu að meðferð við Covid-19 bárust fregnir af því að lyfið ivermectin dræpi veiruna í ræktunarskál á tilraunastofu. Þrátt fyrir að framhaldsrannsóknir leiddu ekki í ljós að ivermectin hefði nokkra virkni gegn Covid-19 hömpuðu efasemdamenn um faraldurinn og bóluefnin, sem komu síðar fram, lyfinu sem fyrirbyggjandi meðferð við veikinni. Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins var á meðal þeirra sem mærðu lyfið sem vörn gegn Covid-19 hér á landi. Sums staðar erlendis voru jafnvel brögð að því að fólk neytti ivermectin-lyfja sem eru ætluð hestum. Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna sá meðal annars ástæðu til þess að gefa út sérstaka viðvörun á samfélagsmiðlum um að þau væru ekki ætluð mönnum. Ein af hverjum tíu ávísunum vegna Covid-19 Aðeins eitt lyf fyrir menn sem inniheldur virka efnið ivermectin og er á töfluformi er með markaðsleyfi á Íslandi, Ivermectin Medical Valley sem heildsalan Parlogis flytur inn. Lyfið fékk markaðsleyfi hér á landi 1. október árið 2021. Í fylgiseðli þess er það sagt notað gegn sýkingum af völdum ákveðinna sníkjudýra. Fyrsta árið voru 88 pakkningar af lyfinu seldar frá heildsölunni. Þær voru 155 í fyrra og 112 fyrstu þrjá mánuði þessa árs samkvæmt tölum Lyfjastofnunar. Sá fyrirvari er á tölum stofnunarinnar að þær séu heildsölutölur og ekki sé víst að þær séu þær sömu og tölur um ávísaðar pakkningar. Frá því að Ivermectin Medical Valley fékk markaðsleyfi hafa að minnsta kosti 9,5 prósent af ávísunum á lyfið verið vegna Covid-19, tíu af 105 samkvæmt tölum embættis landlæknis. Í sautján tilfellum hefur verið vísað á lyfið án ábendingar um notkun. Tæpur helmingur ávísananna var vegna kláðamaurs, ætlaðrar notkunar lyfsins. Hafnað um undanþágu fyrir tveimur árum Vísað hefur verið á tvö önnur lyf sem innihalda ivermectin en eru ekki skráð á Íslandi frá 2018. Hægt er að fá lyf sem eru ekki skráð með undanþágu frá Lyfjastofnun. Þetta eru lyfin Ivermectin og Stromectol. Undaþágur fengust meðal annars fyrir ávísunum vegna húðsýkinga og kláðamaurs þegar önnur lyfjameðferð bar ekki árangur, að því er segir á vefsíðu Lyfjastofnunar. Tvisvar var skrifað upp á Ivermectin sérstaklega gegn Covid-19 frá 2020 til 2021. Í átta skiptum af 33 voru engar upplýsingar um ábendingu. Í ríflega helmingi tilfella var skrifað upp á Ivermectin gegn kláðamaur. Aldrei var skrifað sérstaklega upp á Stromectol gegn Covid-19 en hins vegar vantaði upplýsingar um ábendingu í tuttugu af þeim 28 skiptum sem skrifað var upp á það á árunum 2018 til 2021. Frá 2020 var skrifað átta sinnum upp á Stromectol. Lyfjastofnun bendir á í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að fjöldi ávísana gefi ekki endilega rétta mynd af notkun lyfs þar sem ávísun leiði ekki alltaf til afgreiðslu lyfs. Þannig gætu læknar hafa sótt um undanþágu fyrir notkun lyfs án þess að fá það samþykkt eða afgreitt. Stofnunin synjaði lækni um undanþáguheimild til þess að vísa sjúklingi á Ivermectin árið 2021. Vísaði hún til neikvæðrar umsagnar sóttvarnalæknis og lækna á smitsjúkdómadeild Landspítala. Læknirinn kærði ákvörðunina til heilbrigðisráðuneytisins sem staðfesti hana. Niðurstaða ráðuneytisins var að læknirinn hefði ekki vísað til neinna áreiðanlegra gagna máli síni til stuðnings. Hafa ekki upplýsingar um innflutning einstaklinga Samtals hefur þannig verið skrifað tólf sinnum upp á ivermectin-lyf sérstaklega vegna Covid-19 frá 2020 til dagsins í dag. Það eru rúm átta prósent ávísananna á tímabilinu. Engar upplýsingar voru um ábendingu um notkun í 45 tilvikum þegar vísað var á lyfin þrjú, meira en fjórðung ávísananna á árunum 2018 til 2023. Samkvæmt upplýsingum embættis landslæknis var ekki skylda að fylla út ábendingu um notkun í rafrænni lyfjaávísanagátt fyrr en í fyrra. Lyfseðlar sem eru gefnir út á pappír eru yfirleitt ekki með ábendingu um notkun. Notkun á ivermectin gegn Covid-19 gæti verið enn meiri á Íslandi í ljósi þess Lyfjastofnun hefur ekki yfirsýn yfir hversu mikið einstaklingar kunna að hafa flutt inn með sér til einkanota af lyfjum sem innihalda virka efnið. Erna Milunka Kojic, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.Vísir/Arnar Á ekki að gefa ivermectin gegn Covid-19 Vandinn við ivermectin er að góðar rannsóknir hafa ekki sýnt fram á það hafi áhrif á Covid-19, að sögn Ernu Milunka Kojic, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Þegar faraldurinn blossaði fyrst upp var veiran ný og menn vissu ekki hvað virkaði og hvað ekki. Ýmislegt var þá reynt sem virkaði ekki, þar á meðal ivermectin. „Núna vitum við betur. Það virkar bara hreinlega ekki og það á ekki að gefa þetta fyrir Covid,“ segir hún við Vísi. Þrátt fyrir að einhverjar vísbendingar hafi sést um að lyfið kynni að hafa einhvers konar andveiruáhrif í tilraunaglasi á rannsóknarstofu þá hafi það verið í skömmtum sem væru ekki mögulegir í mönnum. Þrátt fyrir þetta segir Erna að ákveðinn hópur fólks hafi óbilandi trú á gagnsemi ivermectin gegn Covid-19 og haldi því enn á lofti. „Það er erfitt að segja til um hvað vakir fyrir þeim sem skrifa upp á þetta en staðreyndin er að í rannsóknum sem eru vel uppsettar og gerðar hefur þetta lyf ekki áhrif á veiruna. Satt að segja skil ég ekki almennilega af hverju fólk væri að gefa út lyf sem ekki virkar,“ segir Erna.
Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent