Segir Sveindísi einn besta skyndisóknarleikmann heims Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2023 08:30 Sveindís Jane Jónsdóttir þykir einn hættulegasti leikmaður Wolfsburg. getty/Boris Streubel Þjálfari Arsenal segir Sveindísi Jane Jónsdóttur vera einn besta skyndisóknarleikmann heims. Sveindís og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardaginn. Í tilefni af því fékk the Guardian Jonas Eidevall, þjálfara Arsenal, til að rýna í liðin sem mætast í Eindhoven. Wolfsburg sló einmitt Arsenal úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Eidevall segir að á meðan Barcelona vilji halda boltanum og byggja upp sóknir sínar á þaulæfðan hátt treysti Wolfsburg á skyndisóknir. Og þar sé Sveindís í stóru hlutverki ásamt Ewu Pajor. Eidevall gengur meira að segja svo langt að segja að Sveindís sé einn besti skyndisóknarleikmaður í heimi. Hann segir jafnframt að lykileinvígi leiksins gæti verið milli Sveindísar og enska bakvarðarins Lucy Bronze hjá Barcelona. Á síðasta tímabili vann Barcelona Wolfsburg í undanúrslitum Meistaradeildarinnar, 5-3 samanlagt. Eidevall segir að Sveindís hafi þurft að verjast mikið í því einvígi sem hafi hamlað henni og þýska liðinu. „Sveindís er margt en frábær varnarmaður er hún ekki. Á hinn bóginn er hún einn besti skyndisóknarleikmaður í heimi,“ skrifar Eidevall. Sveindís á ferðinni gegn Arsenal.getty/Clive Rose Hann segir að í vetur hafi Sveindís spilað meira á vinstri kantinum en þeim hægri. Hún spilaði meðal annars þar gegn Bayern München í þýsku bikarkeppninni í síðasta mánuði og átti þátt í þremur mörkum í stórsigri Wolfsburg, 5-0. Í öllum tilfellum var hún framarlega gegn hægri bakverði Bayern, fékk boltann frá miðjunni og bjó til mark með hraða sínum. Eidevall segir áhugavert að sjá hvernig Barcelona ætlar að spila gegn Sveindísi, hvort hægri bakvörðurinn verði framar- eða aftarlega gegn henni. Hann segir að í undanúrslitunum hafi hann reynt að láta hana verjast sem mest og draga þannig úr skyndisóknarhættunni sem henni fylgir. Í fyrri leiknum gegn Arsenal skoraði Sveindís eitt mark og lagði upp annað í 2-2 jafntefli. Wolfsburg vann svo seinni leikinn, 2-3. Pauline Bremer skoraði sigurmark þýska liðsins þegar ein mínútu var eftir af framlengingunni. Lesa má pistil Jonasar Eidevall um úrslitaleik Meistaradeildarinnar með því að smella hér. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Sveindís og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardaginn. Í tilefni af því fékk the Guardian Jonas Eidevall, þjálfara Arsenal, til að rýna í liðin sem mætast í Eindhoven. Wolfsburg sló einmitt Arsenal úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Eidevall segir að á meðan Barcelona vilji halda boltanum og byggja upp sóknir sínar á þaulæfðan hátt treysti Wolfsburg á skyndisóknir. Og þar sé Sveindís í stóru hlutverki ásamt Ewu Pajor. Eidevall gengur meira að segja svo langt að segja að Sveindís sé einn besti skyndisóknarleikmaður í heimi. Hann segir jafnframt að lykileinvígi leiksins gæti verið milli Sveindísar og enska bakvarðarins Lucy Bronze hjá Barcelona. Á síðasta tímabili vann Barcelona Wolfsburg í undanúrslitum Meistaradeildarinnar, 5-3 samanlagt. Eidevall segir að Sveindís hafi þurft að verjast mikið í því einvígi sem hafi hamlað henni og þýska liðinu. „Sveindís er margt en frábær varnarmaður er hún ekki. Á hinn bóginn er hún einn besti skyndisóknarleikmaður í heimi,“ skrifar Eidevall. Sveindís á ferðinni gegn Arsenal.getty/Clive Rose Hann segir að í vetur hafi Sveindís spilað meira á vinstri kantinum en þeim hægri. Hún spilaði meðal annars þar gegn Bayern München í þýsku bikarkeppninni í síðasta mánuði og átti þátt í þremur mörkum í stórsigri Wolfsburg, 5-0. Í öllum tilfellum var hún framarlega gegn hægri bakverði Bayern, fékk boltann frá miðjunni og bjó til mark með hraða sínum. Eidevall segir áhugavert að sjá hvernig Barcelona ætlar að spila gegn Sveindísi, hvort hægri bakvörðurinn verði framar- eða aftarlega gegn henni. Hann segir að í undanúrslitunum hafi hann reynt að láta hana verjast sem mest og draga þannig úr skyndisóknarhættunni sem henni fylgir. Í fyrri leiknum gegn Arsenal skoraði Sveindís eitt mark og lagði upp annað í 2-2 jafntefli. Wolfsburg vann svo seinni leikinn, 2-3. Pauline Bremer skoraði sigurmark þýska liðsins þegar ein mínútu var eftir af framlengingunni. Lesa má pistil Jonasar Eidevall um úrslitaleik Meistaradeildarinnar með því að smella hér.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira