Heimir Óli: Það sýður á mér og þetta er ógeðslegt Smári Jökull Jónsson skrifar 31. maí 2023 21:56 Stuðningsmenn Hauka fjölmenntu til Eyja í kvöld. Vísir/Vilhelm Heimir Óli Heimisson var afar svekktur eftir tap Hauka gegn ÍBV í kvöld. Hann mun nú leggja skóna á hilluna og sagði endirinn á ferlinum súrsætan. „Ég veit það ekki, þeir unnu - til hamingju,“ sagði Heimir Óli í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik í kvöld aðspurður hvar leikurinn hefði farið frá Haukum í kvöld. Hann var ánægður með karakterinn í sínu liði en hélt aftur af sér þegar hann ræddi niðurstöðu leiksins. „Þvílíkur karakter í okkar liði og frábært hjá okkur. Ég veit það ekki, ég ætla ekki að segja of mikið. Það sýður á mér og þetta er ógeðslegt.“ Heimir Óli kom aftur inn í lið Hauka undir lok ágúst en hann hafði ætlað sér að hætta. Haukar voru í brasi í deildakeppninni en komust í bikarúrslit sem og í úrslit Olís-deildarinnar. „Ég kem aftur inn í þetta í lok ágúst og liðið er að smella seint saman. Deildakeppnin er erfið, menn í meiðslum að koma til baka en við finnum taktinn og komumst í bikarúrslitum. Við töpum, vorum góðir í 50 mínútur þar. Við komumst hingað og það hafði enginn trú á okkur þegar við komum inn í þetta. Við komumst hérna í oddaleik í Vestmannaeyjum. Þetta er ógeðslega súr endir á erfiðu og ströngu tímabili.“ Þjálfaraskipti urðu hjá Haukum í nóvember þegar Rúnar Sigtryggsson hætti þjálfun liðsins og Ásgeir Örn Hallgrímsson og Vignir Svavarsson tóku við. „Ég vil þakka Rúnari Sigtryggssyni sem var frábær með okkur fyrri partinn. Svo koma Geiri og Vignir inn í þetta, frábærir og þvílíkir Haukastrákar. Ég hef engar áhyggjur með þá tvo í farteskinu, frábærir þjálfarar. Núna verður fínt að sitja upp í stúku og hafa skoðanir á leikmönnum og dómurum. Ég vill gera allt svo titilinn fari aftur á Ásvelli á næsta ári,“ bætti Heimir Óli við og nú fara skórnir hans upp á hillu. Hann viðurkenndi að tilfinningin væri skrýtin. „Auðvitað súrsætt. Það eru tvö yndisleg börn sem bíða hérna, konan mín er hérna og fjölskyldan og tengdafjölskyldan hefur stutt mig í einu og öllu. Heilt yfir er ég ótrúlega ánægður þó ég sé svekktur í kvöld.“ Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
„Ég veit það ekki, þeir unnu - til hamingju,“ sagði Heimir Óli í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik í kvöld aðspurður hvar leikurinn hefði farið frá Haukum í kvöld. Hann var ánægður með karakterinn í sínu liði en hélt aftur af sér þegar hann ræddi niðurstöðu leiksins. „Þvílíkur karakter í okkar liði og frábært hjá okkur. Ég veit það ekki, ég ætla ekki að segja of mikið. Það sýður á mér og þetta er ógeðslegt.“ Heimir Óli kom aftur inn í lið Hauka undir lok ágúst en hann hafði ætlað sér að hætta. Haukar voru í brasi í deildakeppninni en komust í bikarúrslit sem og í úrslit Olís-deildarinnar. „Ég kem aftur inn í þetta í lok ágúst og liðið er að smella seint saman. Deildakeppnin er erfið, menn í meiðslum að koma til baka en við finnum taktinn og komumst í bikarúrslitum. Við töpum, vorum góðir í 50 mínútur þar. Við komumst hingað og það hafði enginn trú á okkur þegar við komum inn í þetta. Við komumst hérna í oddaleik í Vestmannaeyjum. Þetta er ógeðslega súr endir á erfiðu og ströngu tímabili.“ Þjálfaraskipti urðu hjá Haukum í nóvember þegar Rúnar Sigtryggsson hætti þjálfun liðsins og Ásgeir Örn Hallgrímsson og Vignir Svavarsson tóku við. „Ég vil þakka Rúnari Sigtryggssyni sem var frábær með okkur fyrri partinn. Svo koma Geiri og Vignir inn í þetta, frábærir og þvílíkir Haukastrákar. Ég hef engar áhyggjur með þá tvo í farteskinu, frábærir þjálfarar. Núna verður fínt að sitja upp í stúku og hafa skoðanir á leikmönnum og dómurum. Ég vill gera allt svo titilinn fari aftur á Ásvelli á næsta ári,“ bætti Heimir Óli við og nú fara skórnir hans upp á hillu. Hann viðurkenndi að tilfinningin væri skrýtin. „Auðvitað súrsætt. Það eru tvö yndisleg börn sem bíða hérna, konan mín er hérna og fjölskyldan og tengdafjölskyldan hefur stutt mig í einu og öllu. Heilt yfir er ég ótrúlega ánægður þó ég sé svekktur í kvöld.“
Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira