Kári um Rúnar Kára: Ein bestu kaup ÍBV í handbolta og fótbolta fyrr og síðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2023 09:30 Rúnar Kárason fagnar Íslandsmeistaratitlinum með liðsfélögum sínum í leikslok í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Rúnar Kárason og Kári Kristján Kristjánsson voru báðir mættir til strákanna í Seinni bylgjunni eftir oddaleik ÍBV og Hauka í Vestmannaeyjum í gærkvöldi þar sem Eyjamenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Rúnar Kárason skoraði tíu mörk í leiknum og alls 47 mörk í úrslitaeinvíginu sem er nýtt markamet. Kári var öflugur á línunni en líka í leiðtogahlutverki hjá Eyjamönnum. Rúnar talaði mjög vel um Eyjuna en hann er nú á förum til Fram og kveður því með sögulegri frammistöðu og Íslandsmeistaratitli. Kári aus yfir hann hrósi eftir leikinn og var ánægður hvernig Rúnar kom sér inn í samfélagið í Eyjum. S2 Sport Við gerðum samning okkar á milli „Ég er svo ógeðslega glaður og feginn. Þetta er búið að vera svo erfitt. Við gerðum samning okkar á milli að skilja allt eftir á parketinu í kvöld og ég á ekki neitt eftir,“ sagði Rúnar Kárason. Kári Kristján átti hins vegar mun meira eftir og var til í að spila í klukkutíma í viðbót. „Hérna í dag var aldrei nein spurning, aldrei vafi í mínum huga, að bandalagið var að fara að vera meistari á heimavelli. Það er á hreinu Jóhann Gunnar,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson. Rúnar ræddi um móttökurnar sem hann hefur fengið í Vestmannaeyjum og það að honum hafi tekist að enda feril sinn með ÍBV með Íslandsmeistaratitlinum. Búinn að dreyma um þetta „Þetta er það sem mig er búinn að dreyma um persónulega og okkur öllum að klára þetta tímabil með titli. Fyrir mig er það kannski meira móment en fyrir aðra en fyrir Kára er þetta risastórt því það er ekki eins og hann eigi hundrað ár eftir í bransanum. Ég hefði ekki getað skrifað betra handrit sjálfur. Hádramatískt og allt upp á tíu,“ sagði Rúnar. Hvað gerði það fyrir Eyjamenn að fá þessa kanónu til Eyja? „Þetta er lala sign eins og menn segja, ágætis peyi,“ sagði Kári í gríni og hélt svo áfram: Ég hafði heldur betur rangt fyrir mér „Það sem þarf að taka inn í reikninginn er að Rúnar kemur inn í samfélagið Vestmannaeyjar. Það er bara svo fallegt hvernig hann er búinn að mótast og komast inn í samfélagið okkar. Hann er að rífa dokafleka og er í kóngabláum iðnaði. Svo mætir hann og er besti leikmaðurinn á Íslandi,“ sagði Kári. „Ég hélt að Rúnar væri þessi til baka gaur og ætlaði bara að tékka sig inn og tékka sig út. Ég hafði heldur betur rangt fyrir mér. Rúnar Kárason er ein bestu kaup sem ÍBV hefur gert í handbolta og fótbolta fyrr og síðar,“ sagði Kári. Rúnar ræddi líka um markametið og hvernig Kári hjálpaði honum inn í hlutina í Eyjum. Það má sjá allt viðtalið við þá hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Kára Kristján og Rúnar Kára eftir oddaleikinn Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Rúnar Kárason skoraði tíu mörk í leiknum og alls 47 mörk í úrslitaeinvíginu sem er nýtt markamet. Kári var öflugur á línunni en líka í leiðtogahlutverki hjá Eyjamönnum. Rúnar talaði mjög vel um Eyjuna en hann er nú á förum til Fram og kveður því með sögulegri frammistöðu og Íslandsmeistaratitli. Kári aus yfir hann hrósi eftir leikinn og var ánægður hvernig Rúnar kom sér inn í samfélagið í Eyjum. S2 Sport Við gerðum samning okkar á milli „Ég er svo ógeðslega glaður og feginn. Þetta er búið að vera svo erfitt. Við gerðum samning okkar á milli að skilja allt eftir á parketinu í kvöld og ég á ekki neitt eftir,“ sagði Rúnar Kárason. Kári Kristján átti hins vegar mun meira eftir og var til í að spila í klukkutíma í viðbót. „Hérna í dag var aldrei nein spurning, aldrei vafi í mínum huga, að bandalagið var að fara að vera meistari á heimavelli. Það er á hreinu Jóhann Gunnar,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson. Rúnar ræddi um móttökurnar sem hann hefur fengið í Vestmannaeyjum og það að honum hafi tekist að enda feril sinn með ÍBV með Íslandsmeistaratitlinum. Búinn að dreyma um þetta „Þetta er það sem mig er búinn að dreyma um persónulega og okkur öllum að klára þetta tímabil með titli. Fyrir mig er það kannski meira móment en fyrir aðra en fyrir Kára er þetta risastórt því það er ekki eins og hann eigi hundrað ár eftir í bransanum. Ég hefði ekki getað skrifað betra handrit sjálfur. Hádramatískt og allt upp á tíu,“ sagði Rúnar. Hvað gerði það fyrir Eyjamenn að fá þessa kanónu til Eyja? „Þetta er lala sign eins og menn segja, ágætis peyi,“ sagði Kári í gríni og hélt svo áfram: Ég hafði heldur betur rangt fyrir mér „Það sem þarf að taka inn í reikninginn er að Rúnar kemur inn í samfélagið Vestmannaeyjar. Það er bara svo fallegt hvernig hann er búinn að mótast og komast inn í samfélagið okkar. Hann er að rífa dokafleka og er í kóngabláum iðnaði. Svo mætir hann og er besti leikmaðurinn á Íslandi,“ sagði Kári. „Ég hélt að Rúnar væri þessi til baka gaur og ætlaði bara að tékka sig inn og tékka sig út. Ég hafði heldur betur rangt fyrir mér. Rúnar Kárason er ein bestu kaup sem ÍBV hefur gert í handbolta og fótbolta fyrr og síðar,“ sagði Kári. Rúnar ræddi líka um markametið og hvernig Kári hjálpaði honum inn í hlutina í Eyjum. Það má sjá allt viðtalið við þá hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Kára Kristján og Rúnar Kára eftir oddaleikinn
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira